Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 20

Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 20
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201918 Lífferill Gró birkiryðs lifa af veturinn á föllnum laufblöðum birkis. Þegar vorar og þornar berast þau með vindi á nýútsprungin laufblöð birkis og þar taka sveppþræðir að vaxa. Eftir fáeinar vikur myndast gróhirslur á neðra borði laufblaðanna, sem losa gró og smita sama laufblaðið eða önnur blöð á sama tré eða öðrum trjám og ferillinn hefst á ný. Þannig geta nokkrar kynslóðir birkiryðs orðið til á sama sumri eftir því hvað sumarið er langt og skilyrði hagstæð. Ryðsýkingin magnast eftir því sem líður á sumarið og nær hámarki rétt fyrir lauffall að hausti.10 Gróin að vori geta einnig smitað lerkinálar, þar sem sveppurinn myndar Inngangur Birkiryð (Melampsoridium betulinum) er sníkjusveppur á birkitegundum. Hann er algengur á Íslandi og finnst á ilmbirki, fjalldrapa og hengibirki en í mismiklu magni eftir árum og landshlutum (1. mynd). Það hefur verið mjög áberandi mörg undanfarin ár í birkiskógum á Norður- og Austurlandi en minna í öðrum landshlutum. Borið hefur á kali í birkitrjám og jafnvel dauða einstakra trjáa í fullum vexti sem virðist mega rekja til ryðsveppsins. Á sama tíma virðist uppruni birkisins hafa mikið að segja um ryðnæmi og mótstaðan gegn því er mismikil á milli einstaklinga. Birkiryð hefur nær ekkert verið rannsakað hér á landi og úr því þarf að bæta. Birkiryð: Athuganir og hugleiðingar 1. mynd. Gróhirslur birkiryðs á laufblöðum hengibjarkar. Mynd: ÞE

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.