Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 21

Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 21
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 19 leiðir Helgi Hallgrímsson líkur að því að sveppurinn hafi borist til Íslands með lerki sem þar var ræktað í sömu gróðrarstöð. Það er möguleiki því ungar evrópulerki- plöntur voru fluttar til Íslands úr dönskum gróðrarstöðvum á fyrsta áratug 20. aldar. Sumar þeirra lifa enn, þ.á.m. glæsilegt evrópulerkitré í Neðstareit í Mörkinni á Hallormsstað, sem var eitt sinn græðireitur gróðrarstöðvarinnar (2. mynd). Hins vegar voru menn ekki mikið að skrifa um plöntusjúkdóma fyrir þann tíma og skortur á rituðum heimildum er ekki endilega til marks um að birkiryð hafi ekki verið á landinu. Það gæti hafa verið algengt lengi, svo algengt og alvanalegt að ekki þótti ástæða til að hafa á því orð, hvað þá að eyða bleki á það. Engin önnur ástæða er til að ætla að birkiryð hafi borist hingað fremur nýlega og á lerki nema sú að elsta ritaða heimildin er frá gróðrarstöðinni á Hallormsstað. Á Hallormsstað var þá birkiskógur sem umkringdi græðireitina, en aðeins örfáar lerkiplöntur. Ég tel líklegra að birkiryð hafi verið í skóginum áður og þaðan hafi smit borist í birkiplöntur í uppeldi. Skráningin helgist af því að smitið var á plöntum sem fólk var að fást við að rækta en ekki af því að það var óþekkt í skóginum fyrir þann tíma. Auk þess berast sveppgró auðveldlega langar leiðir með vindum og því ekki ólíklegt að birkiryð hafi borist til Íslands á þann hátt eins og flestar aðrar sveppategundir. Það þurfti ekki innflutning á lerki til. síðan gró sem smita birkilauf. Þannig getur lerki verið millihýsill sveppsins.10 Lerki er þó ekki nauðsynlegt sem millihýsill til að birkiryð nái sér á strik, en nærvist lerkis gæti stuðlað að auknu smiti fyrst á vorin þar sem lerkið laufgast á undan birkinu og eykur þannig lengd sumarsins fyrir ryðsveppinn. Á lerki á sér einnig stað kynæxlun sveppsins og endurröðun erfðavísa. Þetta getur valdið því að til verði nýir erfðastofnar ryðsins sem breyti aðlögun þess að ólíkum einstaklingum birkisins eða lagi ryðið betur að ýmsum umhverfisaðstæðum, svo sem veðurfari. Sveppurinn lifir eingöngu á laufblöðum birkis eða nálum lerkis en fer ekki inn í sprota. Þó er talið að gró geti lifað af veturinn í brumum birkis og þá er stutt að fara til að smita laufblöð að vori.10 Laufblöð geta orðið alsett gróhirslum á neðra borði seinnipart sumars. Í verstu tilfellum veldur ryðsýking því að laufblöð drepast og falla allt að mánuði fyrr en þau myndu annars gera að hausti. Birkiryð vex best og dreifist í röku og mildu árferði. Hiti og þurrkur dregur úr vexti þess og það drepst við hita yfir 30°C.1 Hins vegar eru sumur ekki svo hlý á Íslandi, heldur oftast frekar svöl og rök og henta birkiryði afskaplega vel. Uppruni Fyrsta skráða tilfelli birkiryðs var á ungplöntum í ræktun í gróðrarstöðinni á Hallormsstað árið 1922.7 Í Sveppabókinni 2. mynd. Neðsti reitur í Mörkinni á Hallormsstað ca. árið 1905. Mynd C.E. Flensborg.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.