Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 23
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 21
borðið sé alsett gróhirslum sveppsins, og
fella laufin snemma. Slík tré eru þó ekki
mjög algeng.
Ryðþol er undir svo kölluðum
valþrýstingi. Þar sem birkiryð er algengt og
sýkingar tíðar verða þau tré sem lítið eða
ekkert ryðþol hafa fyrir meiri skemmdum
og vaxtartapi en hin sem þolnari eru. Þau
drattast aftur úr í vexti, lenda að lokum í
skugga stærri trjáa og drepast. Ryðþolnari
tré standa betur, eignast fleiri afkvæmi og
með tímanum þróast aukið ryðþol meðal
birkis á svæðinu. Séu slæm ryðár vægari
eða sjaldgæfari er sá valþrýstingur minni,
tré með lítið ryðþol fjölga sér óhindrað
og ryðþol stofnsins eykst ekki. Þannig
hafa mismunandi kvæmi birkis misjafna
sögu ryðsýkingar og hjá þeim hefur þróast
mismikið ryðþol.
hengibjörk fá stundum á sig ryð í gróðrar-
stöðvum, þar sem regluleg vökvun skapar
góð skilyrði fyrir útbreiðslu ryðsveppsins.
Því er betra að tala um þol frekar en
ónæmi.
Ryðþol og ryðónæmi
Ryðþol birkitrjáa er mjög misjafnt. Sum
tré virðast ekki fá á sig ryð og segja má að
þau séu ónæm fyrir ryðsveppnum. Önnur
sýkjast og gróhirslur myndast á neðra
borði blaðanna en í litlum mæli og án þess
að blöðin skemmist að ráði. Segja má að
þau séu ryðþolin. Enn önnur virðast engar
varnir hafa gegn ryði og blöðin verða alsett
gróhirslum (3. mynd). Loks eru þau tré
sem virðast hafa ofnæmi fyrir birkiryði.
Blöð þeirra fá í sig drep (svarta bletti á efra
borði blaðanna), án þess endilega að neðra
4. mynd. Ung og efnileg birkiplanta kalin niður um helming. Mynd: ÞE