Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 27

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 27
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 25 landshlutum var hlýrra í maí og júní og sumarið almennt sólríkt (3. mynd). Auðvitað hafa fleiri þættir en meðalhiti maímánaðar áhrif á hversu útbreitt eða alvarlegt birkiryð verður í einstaka árum. Má þar t.d. nefna að úrkomusöm sumur eru talin stuðla að auknu ryði en sólrík sumur draga frekar úr því. Hiti í maí hefur þó einna mest áhrif á laufgunartíma birkisins; því hlýrra í maí, því fyrr laufgast birkið. 8. mynd. Frávik hita á Egilsstöðum í maímánuði frá meðaltali áranna 1961-1990. Litur súlnanna merkir þegar skógarverðir á Norður- og/eða Austurlandi nefndu talsvert (appelsínugult) eða mikið (rautt) birkiryð í skýrslum sínum eða þar sem birkiryðs var ekki getið (blátt). Engin súla sést árið 2013 því þá var maíhitinn á Egilsstöðum nákvæmlega í meðallagi. Tilgátur Af framangreindu má draga ályktanir sem leggja má fram sem þrjár tilgátur. Tilgáta 1. Birkiryð getur haft alvarlegar og varanlegar afleiðingar. Sum tilvik alvarlegs kals og trjádauða má rekja til birkiryðs. Stafar það af því að mikil ryðsýking dregur úr ljóstillífun og getur valdið ótímabæru lauffalli, sem síðan leiðir af sér að brum annað hvort þroskast illa eða mynda ekki nægilegt frostþol og drepast um veturinn. Tilgáta 2: Eftir því sem vorar fyrr og betur hefur birkiryð lengri tíma til að magnast upp og ryðskaðar verða því meiri. Hlýr maímánuður nýtist birkinu ekki til lengingar sumarsins ef það fellir lauf mánuði fyrr en ella vegna ryðs. M.ö.o. loftaugu eru nauðsynlegir þættir ljóstil- lífunar). Enn augljósara er að brum fá enga næringu frá laufblöðum sem fallin eru mánuði fyrr en venjan er, einmitt á þeim tíma sem brumið þarf að byggja upp frostþol. Fylgst með ryði Fyrir utan skaðvaldaskráningu rannsóknasviðs Skógræktarinnar gera skógarverðir grein fyrir sköðum í sínum ársskýrslum. Ekki fylgjast þeir sérstaklega með birkiryði en nefna það gjarnan ef það hefur verið áberandi og taka fram ef það var mjög slæmt. Þetta eru ekki nákvæm vísindi því svo getur farið að skógarverðir sleppi því að nefna birkiryð þó það sé til staðar. Þó verður það að teljast áreiðan- legt þegar tekið er fram að birkiryð sé mikið og ekki síst þegar sagt er að það hafi verið snemma á ferðinni. Súluritið (8. mynd) sýnir frávik frá meðalhita áranna 1961-1990 fyrir maímánuð á Egilsstöðum. Litur súlnanna merkir hvenær skógar- verðirnir á Norður- og/eða Austurlandi nefna í sínum ársskýrslum að birkiryð hafi verið áberandi (appelsínugult) eða mikið (rautt). Bláu súlurnar eru ár þar sem birkiryð er ekki nefnt í skógarvarðaskýrsl- unum. Þó ekki sé hægt að tala um tölfræði- lega fylgni þar sem gögnin eru ekki þess eðlis, þá er ljóst að birkiryð er áberandi í fimm af þeim sjö árum þar sem hiti í maí er fyrir ofan meðallag en aldrei þau sex ár sem maíhiti er í eða undir meðallagi. Þá er ryð alltaf áberandi eða mikið þau þrjú ár sem maíhiti er meira en tveimur gráðum yfir meðallagi. Þekkt er að ryðsjúkdómar verða oft vægari í sumrum þegar vorar seint.4 Árið 2019 varð nánast ekkert vart við birkiryð á Norður- og Austurlandi þrátt fyrir almennt rakt og sólarlítið sumar. Svalt var í maí og lengst af í júní einnig og birki laufgaðist því fremur seint. Hins vegar var ryð nokkuð áberandi á birki á Suður- og Vesturlandi í lok ágúst, en í þeim

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.