Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 28

Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 28
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201926 vegar er lerki nauðsynlegur millihýsill fyrir asparryð og það tiltölulega litla lerki sem er á Suðurlandi dugar til að dreifa asparryði þar. Því skyldi það þá ekki duga að sama skapi til að dreifa birkiryði á Suðurlandi? Svarið gæti verið að það dugi en að sunnlenska birkið sé ekki eins næmt fyrir ryði og það norðlenska. Svo er spurning hvort lerki sem laufgast seinna, s.s. Hrymur eða evrópulerki, hafi sömu áhrif og rússalerki? Það úir og grúir af skemmti- legum rannsóknaspurningum. Hvað ef birkið lendir í verulegum vandræðum? Það hefur gerst áður í sögunni að trjátegundir sem verið höfðu ríkjandi í skógum á stórum svæðum hafa nánast horfið á skömmum tíma. Nefna má amerísku kastaníuna, álma bæði í Evrópu og N-Ameríku og sykurfuru sem allar hafa horfið sem megin skógartré í sínum heimkynnum vegna sveppsjúkdóma.10 Nýjasta dæmið er að askur er á hraðri niðurleið í Evrópu vegna nýs sveppsjúk- dóms.8 Ef ekki væru fleiri tegundir í skógunum þar sem þessar tegundir voru, þá hefðu skógarnir eyðst. Í íslenskum birkiskógum er bara ein tegund. Reynist tilgátan rétt um tengslin á milli hlýs maímánaðar og verri ryðára í birki á Norður- og Austurlandi, eru þá komin tengsl á milli hlýnunar andrúmsloftsins og skaða á birkiskógum. Svo eru einnig skordýr að nema land sem hugsanlega eiga eftir að valda verulegum skemmdum á birki, þ.e. birkiþéla og birkikemba, og fleiri eiga eftir að nema land bæði vegna millilandaflutninga á varningi og hlýnunar. Við höfum tiltölulega nýleg dæmi þess að birkiskógar hafi „fallið“ vegna skordýra- faraldra (9. mynd). Afleiðingar þess nýjasta, tígulvefarafaraldurs á árunum 1998-2005, má enn sjá í Egilsstaðaskógi og víðar (10. mynd).2,6 Egilsstaðaskógur er þó að endurnýja sig með teinungi upp af rótum hlýindi að vori nýtast ryðsveppnum betur en birkinu og geta leitt til lakari vaxtar- afkomu birkisins en ekki betri. Tilgáta 3. Birkiryð hefur verið á Íslandi lengi, sennilega í þúsundir ára. Á Suður- og Vesturlandi er vaxtartími birkis 2-4 vikum lengri en á Norður- og Austurlandi, sem sjá má í tilraunum þar sem mismun- andi kvæmi vaxa á sama stað. Náttúruval yfir langan tíma hefur leitt til þess að birkið á Suður- og Vesturlandi er almennt ryðþolnara en birki á Norður- og Austur- landi. Valþrýstingur gegn ryðnæmi hefur verið minni á Norður- og Austurlandi. Landshlutaskipting sem þessi væri ólíkleg ef munur á ryðnæmi stafaði af öðru en staðbundnu náttúruvali. Þessar tilgátur eru hér með lagðar fram sem skýringar á tilteknum sýnilegum þáttum í samspili veðurfars, birkis og birkiryðs. Þær hafa hins vegar ekki verið prófaðar með rannsóknum. Það er eftir. Því er allt eins líklegt að þær reynist gallaðar eða rangar þegar einhver fer að kanna þessi mál nánar. Tengslin við lerkirækt veldur áleitnum spurningum. Mun meira er ræktað af lerki á Norður- og Austurlandi en á Suður- og Vesturlandi. Hugsanlegt er að lerki sem millihýsill gefi ryðinu forskot vegna þess að síberíu/rússalerki laufgast fyrr en birki, sem leiði til lengingar sumarsins fyrir sveppinn og verri ryðára en ella hefðu orðið. Hins 9. mynd. Tígulvefaraskemmdir á birki draga úr þrótti þess og geta haft alvarlegar afleiðingar ef þær endurtaka sig 2-3 ár í röð. Mynd: ÞE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.