Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 33
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 31
að hitta á laun Ragnheiði Brynjólfsdóttur
ástkonu sína og átti með henni leynilegar
samvistir. Í ánni veiddust laxar í króknet
en eftir að kláfi hafði verið komið fyrir
út í árstrauminn með fyrirhleðslu út í ána
var net fest í kláfinn til að veiða lax sem
synti upp með bakkanum og álpaðist í
netið. Þótti laxveiði mikil búbót og góð
tilbreyting í fæði sveitafólksins og auðvitað
okkar krakkanna af mölinni í Reykjavík.
Mikið útsýni og gott er frá bæjarhólnum
til vesturs og norðurs, allt frá fjöllunum í
vestanverðri Árnessýslu til Langjökuls og
fjallanna norðan í Biskupstungunum. Fyrra
vorið minnist eg þess að verkmaður nokkur
ágætur frá Ræktunarsambandinu kom
á öflugri jarðýtu með mikinn og sterkan
plóg í eftirdragi. Hann hafði þann starfa í
sveitum að fara milli bæja og rista svonefnd
kílræsi í mýrarnar fyrir bændur. Þetta var
nýjung og þótti gefast vel og jafnvel betur
en opnir skurðir. Votlendið vestarlega á
jörðinni úti undir Hvítá var framræst með
þessu móti. Síðar átti eftir að koma í ljós að
þessi kílræsi áttu mikinn þátt í útbreiðslu
minks þar sem þau höfðu verið rist en
minkarnir fundu þar kjörið skjól.
Einn góðan veðurdag var sveinsstaulinn
úr Reykjavík sendur með kaffi í flösku
sem var í ullarsokk eins og algengt var á
þessum árum ásamt góðu meðlæti til að
færa ýtumanninum þar sem hann var við
að koma aftur að vori og verða aftur að
gagni í sveitinni. Oft var sumarvinnan
launuð á einhvern sýnilegan hátt að hausti,
annað hvort með lambi eða kartöflu-
poka sem þætti kannski fremur lítilfjörleg
umbun í dag. En það var ekki aðalatriðið.
Viðurkenningin að koma að gagni var
það sem þótti eftirsóknarvert. Enginn
þéttbýliskrakki á þessum tíma taldist vera
gjaldgengur í samfélaginu sem ekki hafði
verið í sveit.
Á þessum árum var helst að krakkar
bæru út Morgunblaðið og önnur dagblöð
eldsnemma á morgnana áður en þau
færu í skóla sem oftast var tví- og jafnvel
þrísetinn. Stundum var farið eftir skóla um
hádegisbil niður í miðbæ Reykjavíkur til að
selja Vísi. Það þótti sjálfsagt að krakkarnir
ættu sem fyrst að hafa dálítið fyrir lífinu
og verða sem fyrst matvinningar. Í dag
eru töluvert önnur viðhorf til vinnunnar.
Sérstaklega með tilliti til barna.
Þegar eg var á fermingaraldri var eg
sendur í sveit austur í Hreppa skammt
innan við Flúðir. Dvöl mín stóð þar tvö
sumur, 1965 og 1966, á vestari bænum
á Kópsvatni skammt norðan og innan
við Flúðir og austan við Bræðratungu í
Biskupstungum handan Hvítár. Þar var
efsta og eina örugga vaðið yfir þessa
viðsjárverðu og straumhörðu jökulá. Þarna
átti forðum leið Daði Halldórsson í Hruna,
MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is