Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 33

Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 33
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 31 að hitta á laun Ragnheiði Brynjólfsdóttur ástkonu sína og átti með henni leynilegar samvistir. Í ánni veiddust laxar í króknet en eftir að kláfi hafði verið komið fyrir út í árstrauminn með fyrirhleðslu út í ána var net fest í kláfinn til að veiða lax sem synti upp með bakkanum og álpaðist í netið. Þótti laxveiði mikil búbót og góð tilbreyting í fæði sveitafólksins og auðvitað okkar krakkanna af mölinni í Reykjavík. Mikið útsýni og gott er frá bæjarhólnum til vesturs og norðurs, allt frá fjöllunum í vestanverðri Árnessýslu til Langjökuls og fjallanna norðan í Biskupstungunum. Fyrra vorið minnist eg þess að verkmaður nokkur ágætur frá Ræktunarsambandinu kom á öflugri jarðýtu með mikinn og sterkan plóg í eftirdragi. Hann hafði þann starfa í sveitum að fara milli bæja og rista svonefnd kílræsi í mýrarnar fyrir bændur. Þetta var nýjung og þótti gefast vel og jafnvel betur en opnir skurðir. Votlendið vestarlega á jörðinni úti undir Hvítá var framræst með þessu móti. Síðar átti eftir að koma í ljós að þessi kílræsi áttu mikinn þátt í útbreiðslu minks þar sem þau höfðu verið rist en minkarnir fundu þar kjörið skjól. Einn góðan veðurdag var sveinsstaulinn úr Reykjavík sendur með kaffi í flösku sem var í ullarsokk eins og algengt var á þessum árum ásamt góðu meðlæti til að færa ýtumanninum þar sem hann var við að koma aftur að vori og verða aftur að gagni í sveitinni. Oft var sumarvinnan launuð á einhvern sýnilegan hátt að hausti, annað hvort með lambi eða kartöflu- poka sem þætti kannski fremur lítilfjörleg umbun í dag. En það var ekki aðalatriðið. Viðurkenningin að koma að gagni var það sem þótti eftirsóknarvert. Enginn þéttbýliskrakki á þessum tíma taldist vera gjaldgengur í samfélaginu sem ekki hafði verið í sveit. Á þessum árum var helst að krakkar bæru út Morgunblaðið og önnur dagblöð eldsnemma á morgnana áður en þau færu í skóla sem oftast var tví- og jafnvel þrísetinn. Stundum var farið eftir skóla um hádegisbil niður í miðbæ Reykjavíkur til að selja Vísi. Það þótti sjálfsagt að krakkarnir ættu sem fyrst að hafa dálítið fyrir lífinu og verða sem fyrst matvinningar. Í dag eru töluvert önnur viðhorf til vinnunnar. Sérstaklega með tilliti til barna. Þegar eg var á fermingaraldri var eg sendur í sveit austur í Hreppa skammt innan við Flúðir. Dvöl mín stóð þar tvö sumur, 1965 og 1966, á vestari bænum á Kópsvatni skammt norðan og innan við Flúðir og austan við Bræðratungu í Biskupstungum handan Hvítár. Þar var efsta og eina örugga vaðið yfir þessa viðsjárverðu og straumhörðu jökulá. Þarna átti forðum leið Daði Halldórsson í Hruna, MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.