Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 34

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 34
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201932 tilheyrandi þurrki. Kepptust þá bændur við að slá með traktorum sínum túnin hvert af öðru og allir bundnir við heyskap það sem eftir lifði sumars. Í hugum sunnlenskra bænda var meira hugað að praktískum þáttum lífsins fremur en umhverfinu. Aldrei var hugað að orsökum né afleiðingum þessa mikla moldfoks með norðanáttinni sem geysaði um sveitirnar. Fyrir bændur var moldkófið ávísun á góðan þurrk fremur en einhverjar miður góðar breytingar á landgæðum. Hversu mörg dagsverk voru innt af hendi? Hverfum ögn aftur fyrir aldamótin 1900. Að koma upp góðum og vönduðum vörslugörðum var yfirleitt mjög vandasamt hér á landi. Víða voru aðstæður þannig að ekki var auðvelt að koma þeim upp enda var skortur á góðu hleðslugrjóti og alltaf þurfti að reikna með kröftugum jarðskjálftum, einkum sunnanlands. Lengi vel var það starfi íslenskra barna yfir sumartímann að vaka á næturnar og gæta þess að búsmalinn færi ekki í túnin og spillti þar með slægjunum í heimahögunum. Með innflutningi á gaddavír um og eftir aldamótin 1900 gátu sinn starfa. Það hefur aldrei þótt góðs viti á Íslandi að góður verkmaður sé lengi matarlaus. Meðan þessi ýtustjóri maulaði í sig viðurgerninginn og kaffið spurði hann mig hvort eg þekkti fjöllin sem þarna blöstu við mót norðri í fagurri heiðríkjunni. Þetta var nokkru áður en heyannir hófust en venjulega klæjuðu bændur sunnanlands í lúkurnar að hefja slátt þá grassprettan væri talin nægileg. Og auðvitað var beðið uns vindur snéri til norðlægrar áttar. Einhver þekkti eg nöfn þessarra fjalla en var samt ekki alveg viss. Ýtumaðurinn greindi mér nákvæmlega frá nafni hvers fjalls og sagði frá einkennum þeirra og umhverfi. Þá bað hann mig að endurtaka nöfn þeirra og festa vel í minni rétt eins og góður kennari. Þau man eg öll enn og greini vel á milli þeirra. Þetta var mér góð kennsla í landafræði og hef notið þess síðan. Moldrok af Haukadalsheiði Þessi sumur mátti oft sjá mikið uppblástur- skóf frá Haukadalsheiði smámsaman hylja fjöllin allt frá Laugarvatnsfjalli í vestri, Efstadalsfjall, Miðdalsfjall, Högnhöfða, Kálfstind, Bjarnarfell og Sandafell. Sjaldan brást það að innan einnar eða tveggja stunda var brostin á sterk norðanátt með

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.