Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 38

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 38
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201936 á haustin og í upphafi vetrar. Unnt hefði verið að koma upp mjög mörgum og góðum beitarskógum á láglendi upp úr miðri síðustu öld þegar þekking og reynsla af trjárækt var orðin næg og meiri en áður var og góður árangur hafði komið í ljós. Á Suðurlandi eru tugir þúsundir hektara lítt eða alls ekki nýttir við hefðbundinn landbúnað, helst að þessi landssvæði séu notuð sem beitarlönd. Hvers vegna ekki að þar séu beitarskógar? Sem leiðsögumaður þýskumælandi ferðamanna um Ísland bendi eg gjarnan erlendum ferðamönnum á þetta þar sem víða mætti nýta landið betur í þágu landsmanna. Frá einu skógríkasta landi Evrópu, Þýskalandi, hefi eg fengið hrós fyrir að benda á þetta. En svo virðist sem aldagömul viðhorf viðhaldi gömlum samfélagsháttum og komi í veg fyrir skynsamlega landnýtingu. Sagt er að háttur heimskunnar sé að hverfa sem mest frá skynsamlegum rökum og viðurkenna þau alls ekki. Maldað er í móinn og alið er upp á aldagömlum háttum. Bent er oft á að þeir hafi haldið lífinu í þjóðinni. En liggur hundurinn þar grafinn? Um aldamótin 1900 var um 90% þjóðarinnar bundinn við landbúnaðar- störf en aðeins í bestu árum framleiddi þessi hluti þjóðarinnar nægt viðurværi handa öllum. Svo frumstæður var landbúnaður okkar sem lítið hafði breyst í meira en 10 aldir! Í dag eru aðeins 2-3% þjóðarinnar tengd landbúnaði og gætu tæknilega framleitt margfalt meira en þörf landsmanna er. Það þótti sjálfsagt mál að sækja sem mest í náttúru landsins og taka meira en hún getur framleitt. Rányrkja var mörgum töm og menn gerðu sér ekki minnstu grein fyrir afleiðingum hennar. Svo var um Biskustungnaafrétt. Bændur héldu áfram að gjörnýta hann þó svo vitað væri að hann gæti aldrei borið sitt barr miðað við óbreytt ástand. Að um eða yfir 300 dagsverk hafi farið í göngur á Biskupstungnaafrétti er að 11. september 1977iii frá starfi landgræðslu- fólks á Haukadalsheiði sem þá hafði staðið í um áratug. En þetta gekk allt of hægt og höfðu margir landsmenn þá skoðun að verið væri að beita Landgræðslunni í þágu þeirra sem vildu bæta gróðurfar afréttarins í þágu sauðfjárbænda! Enn er Haukadals- heiði sem og öræfin sunnan við Langjökul eitt af erfiðari svæðum sem Landgræðslan hefur reynt að ná árangri á en með misjöfnum árangri. Mjög líklegt er að umrædd grein Guttorms í Náttúrufræðingnum hafi kveikt í huga Halldórs Laxness en á gamlársdag 1970 birtist ein af frægustu greinum hans um náttúruverndarmál í Morgunblaðinu: Hernaðurinn gegn landinu. Var hún mjög mikið lesin af landsmönnum öllum enda hefur Halldór verið með bestu greinahöf- undum landsmanna. Hefur mjög oft verið vitnað í greinina enda átti hún mikinn þátt í að vekja landsmenn af löngum svefni um nauðsyn náttúruverndar. Fyrir réttri hálfri öld var Landvernd stofnuð, ein mikilvægustu samtök landsmanna sem taka á vettvangi nauðsynjar náttúruverndar á Íslandi. Þessi grein er því rituð í þágu landverndar og tileinkuð þeim mikilvægu félagasamtökum Landvernd í tilefni 50 ára afmælis. Við höfum upplifað offramleiðslu á sauðfjárafurðum. SÍS veldið átti mikinn þátt í að þessi þróun varð. Með auknum birgðum tryggði SÍS sér áratugum saman nokkurn veginn fastan tekjustofn úr ríkissjóði enda hefur mörgum þótt sjálfsagt að sækja fé í opinbera sjóði landsmanna jafnvel þó það mikla fé gæti nýst betur við önnur verkefni. Er enn svo? Spyrja má hvort ekki hefði verið hyggilegra á þessum árum að draga sem mest úr framleiðslu sauðfjárafurða og miða þá framleiðsluna við raunverulegar þarfir landsmanna? Fremur auðvelt hefði verið á þessum árum að leggja meira fé í skógrækt. t.d. með þeim mikla mannafla sem ella var sendur á afrétti vegna smalana

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.