Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 40

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 40
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201938 búrekstrinum hafi þau á listilegan hátt náð að sameina helstu hugðarefni sín svo sem handverk, smíðar, ræktun og búskap. Byrjaði með girðingastaurum og jólatrjám Þó að trjárækt eigi sér langa sögu í Kristnesi spannar skógrækt þeirra hjóna ekki nema um þrjátíu ár sem þykir stuttur tími á því sviði. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau þegar haft talsverðar nytjar af skóginum. „Strax og þessi skógur sem við erum að rækta var orðinn tíu ára gamall Í Kristnesi í Eyjafirði reka hjónin Helgi Þórsson og Beate Stormo myndarlegt bú en jörðin hefur verið í eigu fjölskyldu Helga um langan aldur. Nú til dags er þar einkum stunduð nautgriparækt en að auki halda þau ýmis dýr svo sem geitur, kindur, hesta, kanínur og jafnvel gullfiska í tjörn. Jafnframt fást þau við margvíslega ræktun auk þess sem þau eru iðin við að vinna úr afurðum sem til falla á bænum enda bæði handlagin og útsjónarsöm og búa yfir mikilli reynslu af handverki og smíðum hvers konar. Í raun má segja að í Viðtal við Helga og Beate í Kristnesi: Skapað úr skógarviði Helgi og Beate virða fyrir sér efnilegan fjallaþin, tilvonandi jólatré, sem vex undir lerkiskermi í skóginum. Undanfarin ár hafa þau á aðventunni haldið á Akureyri og selt þar jólatré úr eigin ræktun. Mynd: EÖJ

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.