Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 44
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201942
eru komin til hér á bænum og skógurinn
líka. Seljan og annar víðir er með mikið
af sútunarefni í berkinum og hentar því
betur en börkur annarra trjáa og gefur
mýksta leðrið,“ bendir hún á og þau taka
bæði undir að víðir sé vanmetið hráefni.
„Víðirinn er í miklu uppáhaldi hjá okkur
fyrir margra hluta sakir. Humlurnar eru
sjúkar í hann fyrst á vorin og ekki myndi
maður vilja missa af því. Þegar maður
er svo að tálga alls konar smámuni úr
blautum viði, er víðirinn alveg toppefni,
það mýksta og besta fyrir alls konar
útskurð og tálgun,“ segir Helgi.
Bæði eru þau opin fyrir að reyna
eitthvað nýtt þegar viðarnytjar eru annars
vegar og það nýjasta er jarðvegsgerð úr
viðarkolum en Helgi hefur gert tilraunir
með hana ásamt Bergsveini bróður sínum.
„Við höfum verið að leita leiða til að
gera þessi kol og það kemur í ljós að það
er hægt að fara margar leiðir. Einfaldasta
leiðin er þó sennilega sú að gera helvíti
mikið bál og slökkva svo í því með vatni.
Þú þarft ekki meiri mekanisma. Ég veit ekki
hvort þetta er umhverfisvænasta leiðin en
þetta er að minnsta kosti sú einfaldasta,“
segir Helgi og bendir á að ef menn eru með
sérstaka ofna til kolagerðarinnar geti þeir
einnig nýtt gös sem til verði við brunann.
Kolin nýtir hann svo til jarðvegsbóta. „Ég
er byrjaður að nota kol í pottana í minni
ræktun og mér finnst þetta koma djöfulli
vel út. Maður vill helst ekki vera að flytja
inn mikið af jarðvegi. Það virðist vera
að gallinn við íslenska jarðveginn miðað
við sphagnum-jarðveginn sé hvað hann
er þéttur í sér. Kolin aftur á móti minna
á vikur að vissu leyti og gera jarðveginn
léttari og loftríkari.“
Berjarækt í skjóli skógar
Auk þess að gefa af sér margvís-
legar skógarnytjar, styður skógrækt á
Kristnesi við aðrar búgreinar sem þar eru
stundaðar. Þannig bætir skógurinn til
dæmis skilyrði til berjaræktunar sem er
gerði fyrir kanínur. „Lerkið er sérstaklega
gott í innréttingar fyrir hross því að þau éta
það ekki,“ bendir Beate á. Þess má einnig
geta að sjálf er hún eldsmiður að mennt
og smíðar því sjálf allar lamir og annað
járnverk á innréttingunum.
Í garðinum við Kristnesbæinn er að finna
lítinn burstabæ sem þau smíðuðu að hluta
til úr eigin timbri og þá hafa þau í gegnum
tíðina byggt ótal ævintýralega kofa og
leiktæki þar sem gjarnan er blandað saman
grisjunarviði og aðkeyptu efni. „Ég ásamt
Georg Hollanders og Inga [Ingólfi Jóhanns-
syni] í Kjarnaskógi komum að útisvæði
við Hrafnagilsskóla. Þar smíðuðum við eitt
heljarinnar víkingaskip og fleiri mannvirki.
Þar vorum við einmitt að blanda saman
náttúrulegum efnum, rekavið og skógar-
timbri. Það kom virkilega vel út og það
má segja að þetta skip sé eitt af táknum
Eyjafjarðarsveitar,“ segir Helgi.
Barkarsútað leður
Skógarnytjar felast í fleiru en beinhörðu
timbri til smíða og handverks. Geiturnar
á bænum eru til að mynda afar sólgnar
í víðigreinar og naga blöð og börk upp
til agna. Þá nýtist börkurinn einnig við
leðurvinnslu og því til sönnunar dregur
Beate fram tösku úr barkarsútuðu leðri.
„Helgi er búinn að vera að sauma kjóla
og þess háttar úr þessu leðri. Lömbin
Heimasmíðaðar innréttingar í hesthúsinu í Kristnesi þar
sem lerki úr eigin ræktun leikur burðarhlutverk enda
sýna hrossin lítinn áhuga á að naga lerkið öfugt við aðrar
viðartegundir. Mynd: EÖJ