Skógræktarritið - 15.10.2019, Síða 47
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 45
næstu garðyrkjustöð, sem henta ekki til
útiræktunar á Íslandi.“
Nautgripir nýta skóginn
Skógrækt bætir enn fremur skilyrði til
skepnuhalds og njóta dýrin í Kristnesi góðs
af því. „Nú er svo komið hér í Eyjafjarðar-
sveit að hér eru stór svæði þar sem er
gerbreytt veðurfar og gerbreyttir ræktunar-
möguleikar, ekki síst fyrir þá sem eru með
nautgripi. Þetta er til dæmis gríðarlega
mikilvægt upp á heilsu gripanna að vera
ekki í stöðugum vindi,“ segir Helgi. „Við
sjáum það á nautgripunum hérna að þeir
eru algerlega búnir að læra að nýta sér
skjólið af skóginum. Ef það er rigning, þá
fara þeir undir trén,“ bætir Beate við.
„Við höfum hleypt kúnum í einn elsta
skógarreitinn hérna seinni part sumars,
jafnvel þó að það séu smábarrtré inni á
milli og þær fara ekki í þau nema fyrir
slysni. Ef við hleypum þeim þangað fyrri
part sumars, fara þær í börkinn á víði
og birki og naga hann,“ segir Helgi og
bætir við að íslenska birkið sé í sérstöku
uppáhaldi hjá kúm. „Þær láta sér ekkert
nægja að narta í blöð heldur hegða þær
sér líkt og maður hefur séð á myndum af
fílum í Afríku. Þeir rústa trénu, brjóta það
niður og éta svo. Á hinn bóginn eru þær
skóginn bak við sig. þá myndast allt
annað veðurfar en úti á berangri. Núna
er Helgi til dæmis að planta hindberjum
í skógarjaðrana sem gerir líka skóginn
skemmtilegri og maður fer frekar út í
hann ef maður getur tínt í sig hindber
á leiðinni,“ segir Beate sem kemur frá
Norður-Noregi þar sem mikil hefð er
fyrir berjaræktun. „Fólk hváði þegar
það heyrði að við ætluðum að rækta ber
utandyra og sagði okkur að við yrðum að
vera með gróðurhús en ég sagði bara nei,“
segir hún. „Við fengum svo bara hellings
uppskeru þannig að við höfum bara haldið
því áfram,“ skýtur Helgi inn í og bætir
við að miklu skipti að finna út hvaða yrki
virki og hver ekki. „Það er alveg feykilegur
munur eins og allir garðyrkjumenn vita.
Það má segja að í jarðarberjunum og
hindberjunum sé stærsti munurinn því að
langflest evrópsk yrki fúnkera ekki hérna,
nema í mjög góðum sumrum skila þau
uppskeru. Í miðlungsgóðum eða slökum
sumrum skila þau aftur á móti lítilli sem
engri uppskeru. Það væri gaman að koma
þessum kúltúr í almennilegt horf þannig
að þegar fólk er að rækta ber úti, velji
það sortir sem virka. Það er leiðinlegt að
vita af því að fólk sé að leggja vinnu í beð
og kaupir sér síðan plöntur, þess vegna á
POTTIPUTKI geispur
og burðaráhöld
ásamt fleiri vörum
fyrir skógarfólk
VORVERK.IS
sími 665 7200 vorverk@vorverk.is