Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 51

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 51
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 49 verðmætasköpun, stuðla að mótun menningar í kringum nýtingu innlendra viðarafurða auk þess að stuðla að raunverulegri kolefnisbindingu. Afurða- sköpunin tók mið af þörfum skógræktar- iðnaðar á landsvísu sem og úrvinnslu- iðnaðar svo tryggja mætti að þróunin leiddi af sér raunhæfar niðurstöður sem gætu haft áhrif nær samstundis og leitt af sér aðra jákvæða þróun í kjölfarið. Að loknu tveggja ára rannsóknar- og þróunarferli lá fyrir talsvert magn upplýsinga HönnunarMars 2018, en verkefnið átti eftir að vinda upp á sig. Á komandi mánuðum var komið á gjöfulu samstarfi við Skógræktina, Skógræktarfélag Íslands, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Landssamtök skógareigenda og hófst undirbúningur fyrir áframhaldandi rannsókn og þróun. Þrátt fyrir að mikið magn rannsókna og upplýsinga lægju fyrir fór Björn Steinar ásamt starfsnema í hringferð í kringum landið til að afla upplýsinga með áherslu á að heimsækja sem flesta aðila, félög og stofnanir með sérþekkingu á skógræktar- málum og ekki síður að heimsækja sem flesta úr röðum úrvinnsluiðnaðar. Að lokinni vettvangs- og rannsóknar- vinnu hófst úrvinnsla verkefnisins með það fyrir sjónum að miðla þeirri þekkingu sem hafði verið aflað og sömuleiðis miðla lausnum sem gætu stuðlað að jákvæðum breytingum fyrir skógræktarsamfélagið og um leið haft víðtækari jákvæð umhverfis- áhrif. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það sem helst heftir uppgang fagsins er sú keðjuverkun að ekki er framboð af efni úr skógum landsins þar sem ekki hefur skapast eftirspurn og eftirspurn hefur ekki skapast þar sem ekki er nægilegt framboð af viðarafurðum. Til að leita lausna á þessu þverstæðukennda vandamáli var lögð áhersla á að sú hönnun og þróun sem ætti sér stað skyldi móta ríkari menningu í kringum nýtingu viðarafurða svo hægt væri að þróa lausnir til lengri tíma. Gott upplýs- ingaflæði er undirstöðuatriði til að hægt sé að móta menningu í kringum nýtingu auðlindarinnar og því hófst undirbúningur við skrif bókar sem útlistar alla þá kosti sem skógrækt hefur í för með sér auk þess að fræða um sögu skógræktar á Íslandi og gefa yfirlit yfir helstu tegundir í nytjaskóg- rækt svo eitthvað sé nefnt. Samhliða skrifum bókarinnar hófst afurðasköpun úr íslenskum skógar- nytjum þar sem aukin úrvinnsla var álitin góður kostur til að styrkja undirstöður skógræktar á Íslandi með tilheyrandi Greinakurlari Bensínhjólbörur Vír og lykkjur ehf www.viroglykkjur.is - Sími 772-3200 B&S 7.5 hp mótor með drifi á öllum. með 15hp bensínmótor fyrir allt að 100mm greinar Einnig fyrirliggjandi járn girðingastaurar og 6 strengja net á góðu verði.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.