Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 54

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 54
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201952 Inngangur Skógræktarmenn á Íslandi hafa ekki sótt mikið til Spánar né Pýreneafjalla en til eru undantekningar þar á sem vert er að nefna. Jóhann Pálsson grasafræðingur ferðaðist nokkuð um spænsk–franska hluta Pýrenea- fjalla árið 2000. Safnaði hann m.a. annars bergfurufræi við vatnið Lac des Bouillouses sem er í 2.017 m hæð yfir sjávarmáli. Vakti Jóhann athygli undirritaðs á efnivið og sýndi fyrir um þrem árum bergfuru (Pinus uncinata Mill. ex Mirb.) sem spjarar sig ágætlega í norðanverðum brekkum Rauðavatns en auk þess gróðursetti hann annað efni í Kálfamóa í Grafarvogi. Þessi bergfurutré kveiktu áhuga á því að skoða trjágróður í Pýreneafjöllum og kynna áhugafólki á Íslandi gróðurfar og skóga á svæðinu. Það var því rökrétt að hafa samband við heimamanninn Borja Alcober, sem starfað hefur sem skógræktarráðgjafi á Austurlandi um nokkurra ára skeið, og kanna hvort hann hefði sambönd þar ytra sem nýst gætu við undirbúning og aðkomu að slíkri ferð. Við áttum svo fund og skiptumst á tölvupóstum og kom þá í ljós að bekkjarfélagi hans úr skógræktarnámi á Spáni, Juan Manuel Rubiales, var starfandi í háskólanum í Madríd og hafði unnið að rannsóknum á skógum og gróðurfari í Pýreneafjöllum. Þannig hittist einnig á að hann kom með fjölskylduna til Íslands sumarið 2017 og þá varð til gróf mynd af heimsókn skógræktarfólks til Pýrenea- fjalla-hluta Spánar. Seint um sumarið 2018 kom í ljós að Rubiales gat ekki losað sig úr kennslu á þeim tíma sem íslenski hópurinn var á ferð en var svo vinsamlegur að benda Skógarferð til Spánar

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.