Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 57

Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 57
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 55 trjátegundir á svæðinu auk yfir 50 tegunda af runnum. En heildarsvipur gróðurs er frekar kyrkingslegur á að líta enda ríkja hér brennandi hitar í marga mánuði að sumri til og skógareldar herja hér af völdum manna með reglulegu millibili (síðast geisuðu hér skógar og kjarreldar árið 1986). Eru það fyrst og fremst harðgerðar og hitaþolnar tegundir sem spjara sig við slíkar aðstæður. i Einn af hápunktum þessarar heimsóknar var að hlusta á drengjakór Montserrat sem er einn þekktasti kór í heimi. Kórinn syngur venjulega einu sinni á dag í kapellu svæðisins kl. 13:00 og við höfðum auðvitað miðað dagskrá við þá tímasetningu og tryggt okkur miða fyrir viðburðinn. Segja má að kórinn hafi sannarlega staðið undir væntingum og er ógleymanlegur hljómur drengjanna eitt af því sem hægt er að mæla með. Fallegur hljómur sem lengi er hægt að ylja sér við í minningunni. Við héldum svo áfram ferð okkar með óm drengjakórsins í huga og tókum stefnuna í norðvestur til bæjar í dalverpi i Skrifleg heimild: Juan Manuel Rubiales. við Pýreneafjöllin sem heitir Jaca en þar var fyrirhugað að gista í þrjár nætur á Hotel Oroel. Á leiðinni tók Þórarinn til við að fræða okkur um sögu og menningu Spánar. Kom hann víða við í þeim fyrirlestri og fleiri pistlar áttu eftir að fylgja í kjölfarið næstu daga, enda er hér sagan við hvert fótmál. Hér hefur maðurinn lengi teygt lopann frá því að Afríkumaðurinn fór að nema land í Evrópu og frá lokum ísaldar fyrir um tíu þúsund árum þegar jökull hopaði af Pýreneafjöllum fylgdi maðurinn í kjölfarið og nam land í dölum um leið og jökull hopaði. Margar þjóðir hafa í árþúsundir byggt Íberíuskaga þar sem hver bylgja þjóðflutninga á fætur annarri hefur farið um og átt þátt í að móta ríkið sem í daglegu tali kallast Spánn. Hér eru töluð mörg tungumál og ríktu Márar um aldir á stórum svæðum í suðurhluta landsins og höfðu áhrif á þjóðmenninguna eins og allar þjóðir þar á undan. Það var farið að halla af degi þegar komið var á hótel í bænum Jaca og seinna um kvöldið kom til okkar Oscar Schwendtner sem var með okkur næstu tvo Oscar kynnir fyrir okkur þiður, stóran skógarfugl sem lifir einkum í furuskógi. Mynd: BJ

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.