Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 58

Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 58
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201956 daga. Við höfðum verið í tölvusambandi og ræðst við í síma en nú lögðum við á ráðin um endanlega dagskrá næstu tvo daga og reyndum að átta okkur á hvað sé raunhæfur dvalartími á hverjum stað og hvar sé möguleiki á að komast á salerni en þegar komið er upp í fjöllin á þessum slóðum getur verið hörgull á slíkri aðstöðu og eins gott að lenda ekki í þrengingum með rúmlega fimmtíu manns. Ákveðið var að taka daginn snemma og vona það besta með veðrið. Það var vel tekið á móti okkur í sameiginlegum kvöldverði og Sigurður Þórðarson, söngstjóri hópsins, tók stutta æfingu með hópnum fyrir háttatíma. 19. október – Skógarferð í Baskalandi – Navarra Jaca er um 12 þúsund manna bær í héraðinu Huesca í víðfeðmu dalverpi þar sem áin Aragon liðast um dalinn og Pýreneafjöllin rísa í norðri. Bærinn á rætur að rekja til tíma Rómverja sem byggðu þar virkisveggi árið 200 f.Kr., en Márar tóku þar stjórn 760 e.Kr. Nafn bæjarins á rætur að rekja til þess þegar hér var slegin mynt á tímum Rómaveldis. Á síðari tímum, það er á síðustu öld, var bærinn og héraðið þekkt átakasvæði fyrir það að hér tókust á andstæðar fylkingar þegar geysaði borgararastyrjöld með tilheyrandi mannfalli á báða bóga. En í dag er Jaca kannski þekktust fyrir það að hér liggur gönguleið um Jakobsveginn og er sú leið merkt kyrfilega. Eftir hálfan annan tíma og fyrirlestur Þórarins á leiðinni um áhrif Mára á Spáni breyttist landslagið skyndilega. Við héldum nú á slóðir Baska eða héraðið Navarra eins og það hét á öldum áður. Ekið var um þröngan dal og hægt og bítandi hækkuðum við í landslaginu. Jafnframt var skógur orðinn samfelldari í bröttum hlíðum sitthvoru megin, en vegurinn breyttist jafnframt í sveitaveg sem liðaðist meðfram þröngum árfarvegi. Meðfram ánni uxu fjölmargar trjátegundir svo sem víðir og aspir. Glaðir ferðalangar í bergfuruskógi í um 2000 m hæð. Mynd: BJ

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.