Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 60

Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 60
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201958 hæð var beykið að fella lauf og hlíðarnar skörtuðu fallegum litum. Á leiðinni upp dalinn kom á óvart hve skógarfuran (Pinus sylvestris) var útbreidd og þegar Oscar var spurður nánar út í þetta kom í ljós að skógarfuran er aðalnytjategundin í Pýreneafjöllunum. Hér er hún á syðstu útbreiðslumörkum sínum. Eftir hádegisskattinn var enn haldið á brattann og Oscar fór með okkur upp að skíðasvæði, Larra Belagua, í yfir 2000 metra hæð en hér vorum við á skógar- mörkum. Hér getur svo sannarlega snjóað og ekki óalgengt að hér liggi 1 – 1 ½ m þykk snjóþekja. Í seinni tíð hefur snjóað minna og vetur dvelja skemur. Gönguskórnir voru teknir til kostanna og Oscar hélt hvern fyrirlesturinn á fætur öðrum um lífríki bergfuruskógarins sem myndar hér skógar- og trjámörk. Hér lágu bolir á tjá og tundri en Oscar var ánægður með það og sýndi okkur fléttur, sveppi og mosa sem vaxa sérstaklega á dauðum trjám. Hann fullyrti að slíkur skógur og við þessar erfiðu aðstæður skapi meiri fjölbreytni og auki jafnframt viðnáms- þrótt og vegni því betur heldur en ef hann væri hirtur og fægður. Oscar er mikill fræðari og náði að sjarmera hópinn með áhuga og innlifun og túlkun á gangverki náttúrunnar. Hér var inn á milli að finna reynivið (Sorbus aucuparia), alpareyni (Sorbus mougeotii), blikreyni (Sorbus chameamespilus) og fjallastaf (Rhamnus alpina) sem við könnumst við. Bergfuru- skógurinn á skógarmörkum var hér gisinn og trén báru þess mörg vitni að aðstæður eru erfiðar. Mörg trén hafa greinilega orðið fyrir snjóbroti og voru skæld og barin en hæð hæstu trjáa var á að giska ekki mikið yfir 15 m. Sjálfsáðar plöntur voru á víð og dreif. Á Íslandi hefur fjallafuran sem er náskyld eða nokkurs konar deilitegund og er yfirleitt margstofna verið notuð frá upphafi skógræktar, m.a. í Furulundinum á Þingvöllum, Grundarreit í Eyjafirði og Oscar með námsfúsan hóp sem lærði mikið um líffræði háfjallaskóga. Mynd: BJ

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.