Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 60

Skógræktarritið - 15.10.2019, Blaðsíða 60
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201958 hæð var beykið að fella lauf og hlíðarnar skörtuðu fallegum litum. Á leiðinni upp dalinn kom á óvart hve skógarfuran (Pinus sylvestris) var útbreidd og þegar Oscar var spurður nánar út í þetta kom í ljós að skógarfuran er aðalnytjategundin í Pýreneafjöllunum. Hér er hún á syðstu útbreiðslumörkum sínum. Eftir hádegisskattinn var enn haldið á brattann og Oscar fór með okkur upp að skíðasvæði, Larra Belagua, í yfir 2000 metra hæð en hér vorum við á skógar- mörkum. Hér getur svo sannarlega snjóað og ekki óalgengt að hér liggi 1 – 1 ½ m þykk snjóþekja. Í seinni tíð hefur snjóað minna og vetur dvelja skemur. Gönguskórnir voru teknir til kostanna og Oscar hélt hvern fyrirlesturinn á fætur öðrum um lífríki bergfuruskógarins sem myndar hér skógar- og trjámörk. Hér lágu bolir á tjá og tundri en Oscar var ánægður með það og sýndi okkur fléttur, sveppi og mosa sem vaxa sérstaklega á dauðum trjám. Hann fullyrti að slíkur skógur og við þessar erfiðu aðstæður skapi meiri fjölbreytni og auki jafnframt viðnáms- þrótt og vegni því betur heldur en ef hann væri hirtur og fægður. Oscar er mikill fræðari og náði að sjarmera hópinn með áhuga og innlifun og túlkun á gangverki náttúrunnar. Hér var inn á milli að finna reynivið (Sorbus aucuparia), alpareyni (Sorbus mougeotii), blikreyni (Sorbus chameamespilus) og fjallastaf (Rhamnus alpina) sem við könnumst við. Bergfuru- skógurinn á skógarmörkum var hér gisinn og trén báru þess mörg vitni að aðstæður eru erfiðar. Mörg trén hafa greinilega orðið fyrir snjóbroti og voru skæld og barin en hæð hæstu trjáa var á að giska ekki mikið yfir 15 m. Sjálfsáðar plöntur voru á víð og dreif. Á Íslandi hefur fjallafuran sem er náskyld eða nokkurs konar deilitegund og er yfirleitt margstofna verið notuð frá upphafi skógræktar, m.a. í Furulundinum á Þingvöllum, Grundarreit í Eyjafirði og Oscar með námsfúsan hóp sem lærði mikið um líffræði háfjallaskóga. Mynd: BJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.