Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 61

Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 61
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 59 við Rauðavatn í Reykjavík og er hún ættuð af Jótlandi. Hún hefur líklega verið sótt af Dönum til Alpanna eða Balkanskaga einhvern tíma á 19. öld í þeim tilgangi að rækta upp sand- og jarðvegsauðnir Jótlands. Þegar við örkuðum í fersku fjallaloftinu innan um bergfuruna er rétt að hafa í huga að við vorum hér á landamærum Spánar og Frakklands og í árdaga var talað á Íslandi um Baska. Við gengum því hér á baskneskri jörð en saga hvalfangara og samskipta við Íslendinga á miðöldum er merkilegur kafli í sögu þjóðarinnar en þekktust eru svokölluð Spánverjavíg sem áttu sér stað árið 1615. Eftir dágóða tveggja tíma göngu um háfjallaskóginn var haldið niður í Belagua dalinn að nýju og gengið um ræktaðan skógarbeykiskóg (Fagus sylvatica), um 50 ára gamlan. Skógarbeykið er ein útbreiddasta lauftrjáategundin í Evrópu og mikið nytjatré. Tilgangurinn með þéttum Oscar og Þórarinn sáu til þess að enginn tíndist í skóginum. Mynd: BJ Kolefnisjafnaðu eldsneytisviðskiptin með Olís Skráðu þig á olis.is Olís – í samstarfi við Landgræðsluna Lykil- og korthafar gefa eftir 2 krónur af afslætti og Olís leggur til 2 krónur á móti. Fjórar krónur af hverjum lítra renna því til Landgræðslunnar í fjölbreytt verkefni á sviði kolefnisbindingar – landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.