Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 63
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 61
Við skoðuðum nú skógarbeyki skóg sem
ekki hefur verið hreyft við að marki síðustu
hundrað árin. Hér voru því bæði gömul tré
og gríðarmikil og um leið fallnir öldungar
sem voru komnir að fótum fram og þar
sem þau falla kemur upp nýgræðingur sem
nýtir sér rými og ljósglufur í laufþekjunni til
að vaxa og dafna. Á föllnum trjám var að
finna fjölbreyttar niðurbrotslífverur bæði
úr dýra- og plönturíki sem eru sérhæfðar
og lifa af því að brjóta í smæstu eindir
lífmassa sem áður var byggður upp í nokkur
hundruð ár, m.a. skordýr, maura, barkar-
bjöllur, sveppi, og aðrar lífverur, fléttur og
mosa sem eru ásætur eða lifa sérstaklega við
slíkar umhverfisaðstæður. Niðurbrot gefur
svo aftur færi á uppbyggingu og heldur
hringrásinni gangandi.
Um þetta samband fjallaði Oscar meira
og minna og gerði af mikilli innlifun og
þekkingu. Genginn var stór hringur um
dalbotninn meðfram ánni Rio Ara en á
þessu svæði var trjágróður að mestu leyti
skógabeyki og stoppað á völdum stöðum.
Hugfangin eftir þennan áfanga héldum
við niður dalinn góða en komum svo
við í litlu þorpi, Torla-Ordesa, í útjaðri
þjóðgarðsins, hvar einnig var að finna
þjónustumiðstöð. Gengið var þar um
fallegar og þröngar götur og hér var
eðlilega að finna ýmsa muni og vöru sem
túristar eru hallir undir.
Þegar komið var til baka í rútuna
sló Þórarinn fararstjóri upp klassískum
tónleikum í lúkar rútunnar og hinn
knái bílstjóri Oscar Moral reyndist líka
vera liðtækur á gítarinn. Það var vel
við eigandi og notalegt að enda þennan
dag á silkimjúkum nótum eftir upplif-
anir dagsins. Við héldum glöð í sinni til
náttstaðar í Jaca.
21. október – Frá Jaca til Barcelona
Kominn var ferðadagur því við kvöddum
bæinn Jaca og Pýreneafjöllin og ókum
til baka til Barcelona. Eðlilega var ferðin
nýtt eins og kostur er en Spánn er þekkt
víngerðarland um allan heim og því eðlilegt
Skógarbeyki í þjóðgarðinum í Ordesa. Mynd: BJ