Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 74

Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 74
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201972 tónlist, en söngkonan Íris Lind Verudóttir tók lagið við gítarundirleik Sigurjóns Alexanderssonar. Síðasti viðkomustaður dagsins var Guðmundarlundur, þar sem haldin var mikil hátíð í tilefni vígslu nýs fræðsluseturs í eigu Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs. Dagskrá hátíðarinnar hófst með ávörpum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar og Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs. Að ávörpum loknum var athöfn þar sem krakkar úr Kópavogi gróðursettu myndarleg reynitré með aðstoð forsetans. Karlakór Kópavogs söng svo nokkur lög og svo var nýja fræðslusetrið formlega opnað með því að forseti Íslands og bæjarstjóri Kópavogs gengu saman inn í húsið. Eftir það var viðstöddum boðið að skoða húsið og boðið var upp á hressingu – fisk og franskar – sem rann ljúflega niður í kvöldblíðunni. Baldursson, garðyrkjustjóri í Kópavogi, hélt erindi er hét „Kópavogur með grænum augum“, Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, fjallaði um loftslagsskóga og starfsemi sjóðsins og Kristinn H. Þorsteinsson kynnti fyrirhugaða vettvangsferð dagsins, en í hana var haldið að loknum hádegisverði. Í vettvangsferð var byrjað á því að heimsækja Þorstein Sigmundsson í Elliða- hvammi, en hann og fjölskylda hans hafa stundað þar fjölbreytta og áhugaverða ræktun, m.a. býflugnarækt og eplarækt í gróðurhúsi og fengu fundargestir að smakka á afurðum hennar! Því næst var haldið til Litladals við Lækjarbotna, þar sem Þröstur Ólafsson, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, hefur ræktað upp fjölbreyttan og fallegan yndisskóg við sumarbústað sinn. Nutu fundargestir þess að skoða skóginn, auk þess sem boðið var upp á hressingu og Þröstur Ólafsson býður fundargesti velkomna og fer yfir helstu þætti ræktunar við sumarbústað hans í Litladal við Lækjarbotna. Mynd: SA

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.