Skógræktarritið - 15.10.2019, Page 83
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2019 81
sjálft að samstarf okkar var náið og alla tíð
var það farsælt og hnökralaust.
Mundi í Efri-Hrepp var maður
skarpskyggn, nákvæmur, hugmyndaríkur,
úrræðagóður, ósérhlífinn og fylginn sér á
sinn kurteisa og yfirvegaða hátt og þess
vegna vel af guði gerður til hvers kyns
félagsmálastarfa. Enda voru honum falin
ýmis fleiri störf á því sviði en í hreyfingu
skógræktarfólks, t.d. sat hann í hrepps-
nefnd Skorradalshrepps í fjölda ára.
Forystuhæfileikar Munda nutu sín vel í
Guðmundur Þorsteinsson, Mundi í Hrepp,
var fæddur í Efri-Hrepp í Skorradal 19.
marz árið 1928. Foreldrar hans voru
Þorsteinn Jónsson og Guðrún Jóhanna
Guðmundsdóttir. Guðmundur lézt á
sjúkrahúsinu á Akranesi 20. apríl s.l. og
fór útför hans fram frá Reykholtskirkju 4.
maí. Eftirlifandi eiginkona hans er Gyða
Bergþórsdóttir frá Fljótstungu í Hvítársíðu,
f.v. kennari og skólastjóri.
Mundi útskrifaðist sem búfræðingur
frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1947
og árið 1975 öðlaðist hann réttindi sem
húsasmíðameistari, en áratugum saman
hafði hann stundað nýsmíðar og viðhald
húsa í sveitum Borgarfjarðar.
Þau Gyða bjuggu lengst af í Efri-Hrepp,
hvar þau stunduðu fyrst hefðbundinn
búskap, en síðar skógrækt og ferðaþjónustu.
Um s.l. aldamót seldu þau jörðina í hendur
dóttur og tengdasyni og fluttu sjálf í ein-
býlishús á Akranesi, sem Mundi hafði þá
nýlega byggt.
Kynni okkar Munda hófust í Skógræktar-
félagi Borgarfjarðar á níunda áratug
seinustu aldar en þau hjónin voru virkir
þátttakendur í því félagi þá þegar og lengi
síðan og heiðursfélagar mörg seinustu árin.
Guðmundur var kosinn í stjórn Skógræktar-
félagsins 1988 og sat í stjórninni allt til
ársins 2003 og sem formaður frá 1989.
Sá er þessar línur ritar kom inn í stjórnina
1989 og gegndi stöðu gjaldkera öll árin
sem Mundi var formaður. Það segir sig
minning
Guðmundur Þorsteinsson
29. mars 1928 – 20. apríl 2019
Myndatexti: Hjónin Gyða og Guðmundur á aðalfundi
Skógræktarfélags Íslands á Akranesi árið 2014.