Skógræktarritið - 15.10.2019, Side 88
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201986
fyrirvara en jafn skyndilega var komið á
logn og blíða. Ölver var næmur á fegurð
og sannur útivistarmaður og undi sér best
í náttúru landsins sem hann gjörþekkti
og unni öllum tilbrigðum hennar. Hann
var skemmtilegur, sagði góðar sögur, var
fróðleiksfús og mannblendin og þótti
gaman að skemmta sér með góðu fólki. Á
hinum pólitískt rauðu skoðunum lá hann
ekki og reyndi alla tíð að koma vitinu
fyrir okkur hina í Strandagenginu en með
misjöfnun árangri. Hann var sem sagt
óforbetranlegur „Rauðliði“. Stundum var
tekist hart á en alltaf komist að einhvers
konar niðurstöðu og oft klykkti Ölver út
með því að viðkomandi væri vorkunn að
vera svona vitlaus. Í einum mesta hildarleik
í Rússlandi seinni ára, þegar Jeltsín barði
niður uppreisn við Hvíta húsið í Moskvu
árið 1993, var Ölver einmitt staddur í
borginni ásamt einum úr Strandagenginu.
Þar sem þeir litu yfir vígvöllinn og
eyðileggingin blasti við, hafði hann á orði
setningu, sem við göntumst oft með. En
það voru einnig einkunnarorð okkar á
kransi frá Strandagenginu 11. janúar sl. á
Eskifirði þegar við fylgdum honum síðasta
spölinn með hrærðum huga:, „Það verður
að gera byltingu“.
Strandagengið,
Björn Ágúst Jónsson
Brynjólfur Jónsson
Sæmundur Kr. Þorvaldsson
Valdimar Ingi Gunnarsson
einnig tók hann að sér að stjórna unglinga-
vinnu bæjarins, þá gjarnan við umhirðu
og gróðursetningu ofan við þorpið. Þar
átti Ölver ótaldar ánægjustundir við að
koma gróðri á legg. Með óbilandi trú á
framtíðina tókst honum einnig að virkja
íbúa til þátttöku í efri byggðum Eskifjarðar
og úthlutaði þeim nokkurs konar landnema-
spildum. Fengu þeir afhentar plöntur og
kennslu í því hvernig ætti að bera sig að.
Ötulastur samherja Ölvars var Þormóður
Eiríksson, mikill öðlingur, og unnu þeir
stundum við gróðursetningu fram í snjóa
á haustin. Þegar best lét voru gróðursettar
allt að 70 þúsund trjáplöntur á einu ári í
hlíðarnar við Eskifjörð.
Þar vex nú fjölbreyttur og fagur skógur,
vitnisburður um mikla elju og fórnfýsi
og möguleika sem hægt er að byggja á til
framtíðar.
Við félagar kynntumst Ölver og
skaphöfn hans mæta vel en þar fór litríkur
og skapmikill persónuleiki. Að sumu leyti
eins og íslenskt veðurfar, rauk upp án