Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Page 19

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Page 19
Nú standa að vísu íslenzkar bókmenntir mörgum fótum og sumum gildum, einnig í ljóðlistinni. En allt um það dylst ekki hlutfallið milli ljóða og lauss máls í samtímaskáldskap okkar, hvort sem litið er til magnsins eða gildis þess, er hæst ber í livoru um sig. Og engum óblinduðum augum og skynbærum huga ætti að dyljast, frá hvaða höfundi bókmenntum okkar kemur nú mest frjósemi, auðlegð og afl, þótt forðazt sé að eigna einum það, sem ýmsum ber. En það eru aldrei nema fáir, sem verða útvaldir allra þeirra, sem eru kallaðir. Og okkur er raunar nokkur vorkunn, þótt okkur fatist oft spávísin um það, hverjum samtímamönnum okkar sé fyrirhugað eilífa lífið. Það getur stundum verið minna bilið milli stórskáldsins og góðskáldsins en þess og miðlungsskáldsins. En það er þetta bil — munur- inn, sem Snæfríður Islandssól talar um í öðrum skilningi, milli ágæts manns og góðs manns ■— sem gerir herzlumuninn, gæfu- muninn, skilur milli feigs og ófeigs. Og þá kann ég ekki lífs- mark með skáldskap að sjá, ef beztu verk Kiljans eru með feigð- arsvip. Dynur Islandsklukkunnar brostnu mun lengur vaka en kliður sá, sem koma kann frá hljómskærari og einsteyptari bjöllum. Því að í honum er þrungið saman — eins og í stækk- uðum, samandregnum táknmyndum eða skyndilegum svip- leiftrum — eigindum, sögu og örlögum íslenzkrar þjóðar í þús- und ár, án þess að sveigja hjá því sí-mannlega allra þjóða og allra tíma. Og klukkuspilið leikur sá, sem valdið er gefið — vald listarinnar, vald andans. Það eina vald, sem fámennasta sjálf- stæð þjóð veraldar getur vænzt að cignast. Og það eina vald, sem máli skiptir og ekki er sýndarmáttur. „Það, sem maður tekur ekki hjá sjálfum sér, tekur maður hvergi.“ [ 17 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.