Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Page 31

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Page 31
Árni Björnsson Dr. Urbantschitsch Árni Björnsson er einn meðal yngri tónskálda vorra. Hann er fæddur að Lóni í Kelduhverfi 23. desember 1905. Af tónsmíðum hans hafa verið birt á prenti Kantata við kvæði eftir Kjartan Gíslason frá Mosfelli að tilefni lýðveldisstofnunarinnar og Fimm sönglög, sem Leiftur h.f. gaf út 1940. Tónlistarmenntun sína hlaut Arni fyrst hjá dr. Páli Isólfssyni en síðan í Tónlistarskólanum og lauk hann prófi þaðan 1935. Framhaldsnám stundaði hann í Manchester og lauk prófi 1946 í Royal Manchester College of Music með flautu-leik sem sérgrein. Hefur hann Iengst af leikið á þetta hljóðfæri í Hljómsveit Reykjavíkur hjá stjórn- endum eins og' dr. Franz Mixa og dr. Urbantschitseh. Hljómlist í sambandi við Ieiklist kynntist Árni fyrst, er hann lék undir á píanó við sýningar á barnasjónleiknum Þymirósa eftir Oskar Kjartansson og litlu síðar samdi hann lög við annað leikrit eftir Oskar, Töfraflautuna, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi 1932. — Arni Björnsson tók fyrst að fást við tónsmíðar í sambandi við Nýársnóttina 1943 og hefur hann unnið að þeim í viðlegum síðan, en músik hans er af stofni byggð á íslenzkum þjóðlögum og hvað dansana snertir á liigum, sem höfundur sjónleiksins, Indriði Einarsson, hefur lagt fyrir að nota bæri við sýningu leiksins, eins og: Stóð ég úti í tunglsljósi. Olafur reið með björgum fram og Máninn hátt á himni skín.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.