Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 10

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 10
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 10 „Kominn á ný í baráttuna með þeim bestu“ Birgir Leifur lék í ellefta sinn á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar en náði ekki alla leið. Eskifjörður: „Frábær sumar“ „Sumarið var frábært í einu orði sagt. Veðrið var stórkostlegt í allt sumar og það eru engar ýkjur. Völlurinn var í góðu standi og við fengum mikið af heimsóknum frá ferðamönnum,“ segir Jóhann. Um 80 félagsmenn eru í GBE sem var stofnaður árið 2009 eftir að Golf- klúbbur Eskifjarðar lagðist af. „Við höfum verið með ýmsar fram- kvæmdir á vellinum og lengt hann í 2.600 metra. Byggðarholtsvöllur er par 36 í dag en var áður 33 og það munar miklu. Við höfum fengið 15 nýja félaga í sumar og það er heilmikil fjölgun miðað við stærð klúbbsins“ segir Jóhann Arnarson formaður Golfklúbbs Byggðarholts á Eskifirði. Brynjar Sæmundsson golfvallafræðingur hjá GrasTec hefur verið rágjafi GBE hvað vallarmálin varðar á undanförnum árum og segir Jóhann að völlurinn hafi breyst mikið frá þeim tíma. „Við þurfum að gera meira fyrir barna- og unglingastarfið hjá okkur en það er dýrt fyrir lítinn klúbb að fá kennara og leiðbeinendur á svæðið. Við erum að gera okkar besta með því að leiðbeina sjálfir en það er verk að vinna á þessu sviði.“ Jóhann segir að Byggðarholtsvöllur hafi fengið mikið hrós frá gestum á undanförnum misserum og meira að segja félagar í Golfklúbbi Norðfjarðar hafi hrósað vellinum. „Þegar það gerist þá vitum við að völlurinn er jafnvel betri en Grænanesvelli á Norðfirði,“ segir Jóhann í léttum dúr. Hella: „Varnarsigur og fjölgun þrátt fyrir úrkomuna“ „Við unnum varnarsigur í sumar og það eru ívið fleiri sem léku á Strandarvelli en árið áður,“ segir Óskar Pálsson formaður Golf- klúbbsins Hellu. „Það er ekki okkur að þakka, Strandarvöllur hefur verið óendanlega flottur í sumar. Þetta er yfirburðavöllur, þó ég segi sjálfur frá. Ég er búinn að vera hérna lengi og völlurinn hefur aldrei verið betri. “ Óskar býst ekki við því að margir vellir á Suðurlandi hafi aukið heimsóknafjöldann á rigningasumrinu 2014 frá því í fyrra, sem reyndar var einnig rigningasumar. „Ég held að margir átti sig á því að Strandarvöllur er fljótur að þorna eftir miklar rigningar. Það er ekkert vesen, flatirnar taka bara betur við og málið er dautt.“ Félagafjöldinn hjá GHR breytist lítið á milli ára en félagafjöldinn hefur verið 100 í mörg ár en Óskar segir að einn hafi bæst í hópinn. „Við erum 101 og það er fín tala. Allt saman frábært fólk sem leggur mikið á sig fyrir klúbbinn.“ Tvö stórmót á vegum Golfsambands Íslands fóru fram á Strandar- velli í sumar. Egils Gull mótið á Eimskipsmótaröðinni og Íslandsmót unglinga í höggleik á Íslandsbankamótaröðinni. Óskar segir að Golf- sambandið hafi leitað mikið til GHR með mótahald í gegnum tíðina. „Það býr mikil reynsla hjá okkur hvað þetta varðar og það er góður og samstilltur hópur sem er alltaf tilbúinn að leggja sitt að mörkum til að þetta gangi upp,“ segir Óskar. Frá Strandarvelli á Hellu 2. Byggðarholtsvöllur á Eskifirði. Frá Strandarvelli á Hellu. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG þræddi nálaraugað á öllum þremur stigum úrtökumótsins fyrir Evrópu- mótaröðina en Íslandsmeistarinn náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu. Birgir var einn af 39 kylfingum sem komust inn á lokaúr- tökumótið með því að komast í gegnum 1. og 2. stig úrtökumótsins – en alls léku 156 kylfingar á lokaúrtökumótinu og komust 25 þeirra alla leið inn á Evrópumótaröðina. Birgir endaði í 101-110. sæti á lokaúr- tökumótinu á PGA Catalunya á Spáni en hann lék hringina fjóra á +3 samtals (74-73-68-72). Birgir Leifur var einn af 68 kylfingum sem komust í gegn af völlunum fjórum á öðru stigi úrtökumótsins. Við þann hóp bættust 90 kylfingar sem kÓhætt er að segja að Birgir Leifur sé þrautreyndur á úrtökumótunum fyrir Evrópumóta- röðina. Hann lék í ellefta sinn á lokaúr- tökumótinu frá því hann tók fyrst þátt árið 1997 og í heildina var þetta í 16. sinn sem hann reynir við úrtökumótið. Hann er eini íslenski kylfingurinn sem hefur komist alla leið í gegnum úrtökumót Evrópu- mótaraðarinnar en það gerði hann tvö ár í röð, 2006 og 2007. Ætti að fá um 10 mót á Áskorenda- mótaröðinni Birgir hafði ekki komist inn á lokaúr- tökumótið frá árinu 2010 og þrátt fyrir að hann hafi ekki náð alla leið að þessu sinni er staða hans á styrkleikalista atvinnu- kylfinga mun betri en á síðustu árum. Birgir ætti að geta leikið á um 10 mótum á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili en þar hefur hann fengið fá tækifæri á undan- förnum árum. „Það var mjög mikilvægt skref fyrir mig að komast á lokastigið. Núna er ég k minn aftur inn í baráttuna með þeim bestu í Evr- ópu. Það r svekkjandi að komast ekki alla leið á lokaúrtökumótinu. Meðal o ið mitt í ár er í kringum 69 högg sem ég er svaka- lega sáttur með. Staðan á næsta ári er betri en í ár því núna er ég kominn með stöðu á styrkleikalistanum á Áskorendamóta- röðinni,“ sagði Birgir Leifur en hann ætlar að meta framhaldið hjá sér með sínum nánustu áður en hann tekur ákvörðun um framhaldið. Alls reyndu fjórir íslenskir kylfingar sig við úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina, Axel Bóasson úr Keili komst ekki í gegnum 1. stigið en þeir Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Ólafur Björn Loftsson úr Nes- klúbbnum komust líkt og Birgir í gegnum 1. stigið en þeir féllu úr leik á öðru stiginu. Frá því að Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson reyndu fyrstir íslenskra kylfinga við úrtökmót Evrópumótaraðarinnar árið 1985 hafa aðeins tveir náð að komast á lokaúrtökumótið. Birgir Leifur alls 11 sinnum og árið 2001 komst Björgvin Sigur- bergsson úr Keili inn á lokaúrtökumótið. 216 holur á 8 höggum undir pari Birgir Leifur lék alls 216 holur á öllum stigum úrtökumótsins fyrir Evrópumóta- röðina á þessu hausti og var hann samtals á 8 höggum undir pari. 1. stig Ribagolfe – Portúgal - 5.-8. sæti (69-70-69-72) -8. 2. stig Compo de Golf El Saler, Spánn –12.-14. sæti (73-70-72-70) -3. 3. stig PGA Catalunya – Spánn – 103. sæti (74-73-68-72) +3. 1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópu- mótaröðina fór fram á 10 mismunandi keppnisvöllum víðs vegar um Evrópu. 2. stig úrtökumótsins fór fram á fjórum keppnisvöllum samtímis 7.-10. nóvember á Spáni og lokaúrtökumótið fór fram 15.- 20. nóvember á Spáni. Um 700 keppendur tóku þátt á 1. stigi úrtökumótsins. Okkar vinsælu golfferðir Islantilla, El Rompido, Valle del Este, Nuevo Portil á Spáni, Morgado og Penina í Portúgal. Islantilla, El Rompido, Nuevo Portil Penina og Morgado: 28. mars – 6. apríl 6. – 13. apríl 13. – 23. apríl 23. apríl – 3. maí Valle del Este: 7 og 14 nætur í boði 21. apríl 28. apríl 5. maí 12. maí ISLANTILLA Vinsældirnar aukast og aukast. Frábær staður. Nauðsynlegt að bóka strax! EL ROMPIDO Tveir 18 holu vellir, 5 stjörnu hótel og íbúðagisting þar sem allt er innifalið. PENINA Okkar lúxus 5 stjörnu flaggskip sem hefur slegið í gegn. MORGADO Tveir gríðarlega skemmti legir og fjöl- breyttir vellir í algjörri náttúruparadís. Hótelið við vellina er fyrsta flokks. VALLE DEL ESTE Nýuppgert hótel við frábæran golfvöll. Ótrúlega hagstæður pakki. Golfbíll og fullt fæði innifalið. NUEVO PORTIL Huggulegt og sjar- merandi hótel við fallegan 18 holu skógarvöll á ótrúlega hagstæðu verði. VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444 Ótakmarkað golf í vetur „Þessi áfangastaður er sá mest spennandi sem ég hef séð lengi, jafnt fyrir kylfinga og þá sem spila ekki golf.“ Peter Salmon, VITA golf. Tenerife – Golf Del Sur á mjög hagstæðu verði TENERIFE – Golf del Sur Morgunrástímar á flottum 27 holu golfvelli í 2 mínútna akstursfjarlægð frá glæsilegu hóteli við ströndina. Fjölmargir veitingastaðir, barir og skemmtistaðir eru í göngufæri við hótelið. Golf del Sur pakkinn okkar á Tenerife er einfaldlega mest spennandi haust- og vetrarnýjung sem við höfum boðið upp á lengi. Fararstjóri: Sigurður Hafsteinsson, golfkennari. UPPSELT Islantilla - 23. apríl Brottfarardagar: 17. og 27. jan., 3., 17., og 24. feb., 3. mars Páskaferð 7 nætur (Golf í 8 daga) 10 nætur 10 nætur Nýtt ÍS LE N SK A SI A. IS V IT 7 18 04 1 1/ 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.