Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 15

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 15
Ert þú á leiðinni í Golfferð í vor? Nánar á urvalutsyn.is/golf Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Villaitana – Aftur í sölu! FLOTTIR GOLFVELLIR Í EINSTÖKU LANDSLAGI „Golfvellirnir eru tveir, hannaðir af hinum þekkta kylfing, Jack Nicklaus. Levante par 72, hálfgerður links-völlur en án kargans sem kemur sér reyndar vel fyrir þá ekki svo beinu. Brautirnar eru frekar harðar, með mikið af glompum og flatirnar stórar með miklu landslagi. Af öftustu teigum er Levante 6.612 metrar og býður því þeim högglengri til veislu. Levante völlurinn er hannaður með það í huga að vera keppnisvöllur á alþjóðavísu en þrátt fyrir það hefur hann reynst forgjafarhærri kylfingum nokkuð viðráðanlegur. Brautirnar eru nokkuð breiðar og ekki mikið um erfiðan karga. Það eru einna helst glompurnar og 4 púttin sem hafa verið að stríða fólki. „Okkar álit er að Levante sé frábær valkostur fyrir alla kylfinga“ segir Ingibergur sem hefur margoft verið fararstjóri á Villaitana. Poniente par 62. „algjöra perla“. Fallegra landslag í golfvelli er erfitt að finna og þrátt fyrir að vera aðeins 3.858 metrar þá reynist hann mörgum ansi erfiður þó það sé engin par 5 braut. Ingibergur segir að Poniente sé frábær æfingavöllur fyrir alla kylfinga ekki síst þá forgjafarlægri. Forgjafarhærri kylfingum ráðleggjum við að taka með nóg að boltum. Golfbíll er innifalinn þegar spilað er á Poniente. Ingibergur segir að af fenginni reynslu þá er morgunnmatur aðeins innifalinn í ferðunum til Villaitana. Fólk hafi ekki viljað binda sig við kvöldverðahlaðborð þar sem á hótelinu sjálfu er að finna úrval veitingastaða auk þess að örstutt er að renna niður á Benidorm þar sem er mikið úrval veitingastaða.“ Vegna mikillar eftirspurnar býður Úrval Útsýn nú aftur upp á golfferðir til Villaitana á Spáni. Við báðum Ingiberg Jóhannsson deildarstjóra golfdeildar Úrvals Útsýnar að segja okkur aðeins meira frá Villaitana svæðinu og hvað það er sem skýrir vinsældirnar. Villaitana er sannkölluð ævintýraveröld kylfingsins, bara í 40 mín fjarlægð frá flugvellinum í Alicante. Tveir 18 holu vellir, flott 4 stjörnu hótel sem er byggt eins og lítið þorp, fullkomið SPA og frábær sólbaðsaðstaða. Öll umgjörð er hin glæsilegasta og ekki skemmir að það er örstutt að skjótast með leigubíl niður á Benidorm í verslanir, veitingahús og næturlíf. PLANTIO VERÐDÆMI 23. – 30. mars 2015 214.900 KR RODA VERÐDÆMI 23. – 30. mars 2015 179.900 KR HUSA VERÐDÆMI 6. – 13. apríl 2015 189.900 KR VILLAITANA VERÐDÆMI 21. apríl – 1. maí 2015 229.900 KR TENERIFE VERÐDÆMI 28. janúar – 4. febrúar 2015 229.900 KR El SALER VERÐDÆMI 1. – 5. apríl 2015 169.900 KR „Það eru ófáir kylfingarnir sem hafa byrjað ferilinn í golfskóla Úrval Útsýnar á Spáni og sem vott um ánægju nemenda með skólann þá er talsvert um það að fólk komi ekki bara einu sinni heldur 2 til 3 sinnum í skólann. Þrátt fyrir stífa kennsludagskrá þá leggjum við einnig mikið upp úr því að það sé gaman í skólanum sem skýrir kannski að hluta endurkomu nemenda. Eitt atriði vil ég þó nefna sérstaklega en það er að skólinn er ekki bara fyrir byrjendur. Algengt var að við fengum eiginkonuna í skólann og karlinn fór sálfur bara út að spila en það hefur verið að færast í vöxt að karlarnir eru að koma með konunum í skólann og sjá ekki eftir því. Ég hef ekki enn hitt þann kylfing sem er fullnuma í íþróttinni og aðstæðurnar verða varla betri til að bæta sig. Sem dæmi þá var forgjafarlægsti kylfingurinn sem ég man eftir í augnablikinu, með rétt um 4 í forgjöf þegar hann kom í skólann. Í 6 daga skóla eru nemendur 18 klukkutíma undir handleiðslu golfkennara þar sem ekki er aðeins farið í gegnum golfsveifluna og stutta spilið (vipp og pútt) heldur líka leikskipulag, siða- og umgengnisreglur, leikhraða og forgjafarkerfið. Við leggjum mikla áherslu á að fjöldi nemenda á hvern kennara sé hámark 6-7 manns þannig að allir fái góðan tíma með kennaranum. Kennslan fer fram á morgnana og eftir hádegismat þá býðst nemendum að fara út að spila, allt eftir áhuga hvers og eins. Nú í þeim tilvika sem t.d. annar aðilinn er í skóla og makinn að spila þá reynum við að stilla þannig saman að viðkomandi geti farið saman út að spila eftir hádegismatinn. Fyrir vorið 2015 þá eru í boði 2 fyrirfram skipulagaðar skólaferðir á tvo mjög ólíka staði. Husa/Alicante Golf, gott 4* hótel, mjög gott æfingasvæði og flottur 18 holu golfvöllur og val um að hafa innifalið morgun og kvöldmat eða eingöngu morgunmat þar sem aðgengi að ólíkum veitingastöðum er mjög gott. Bæði í göngufæri eða með stuttum akstri. Hinn staðurinn er Plantio en þar eru frábærar íbúðir, gott æfingasvæði og 2 golfvellir, annar 9 holu par 3 völlur sem hentar byrjendum í mörgum tilfellum mjög vel. Á Plantio er allt innifalið í mat og drykk, bæði í klúbbhúsinu sem og í veitingasölunni við íbúðirnar. Ef við fáum beiðni um kennslu utan þessara 2 vikna þá skoðum við það að sjálfsögðu hverju sinni. Sjálfur er ég menntaður PGA golfkennari og kenni við skólann. En skólastjóri golfskólans er enginn annar en Þorsteinn Hallgrímsson og ekki skemmir fyrir að Júlli, Júlíus Hallgrímsson bróðir hans hefur verið að kenna við skólann líka, og þeir sem þekkja þá bræður vita að þar sem þeir eru er ekki leiðinlegt.“ segir Ingibergur Jóhannsson GOLFSKÓLINN ER JAFNT FYRIR BYRJENDUR SEM LENGRA KOMNA Golfskólinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.