Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 22
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
22
Símkerfi fyrir fast mánaðarlegt gjald
Með Símavist hefur þú aðgang að öflugu og sveigjanlegu símkerfi sem lagar sig að þörfum fyrirtækisins og stærð.
Kerfið býður upp á margvíslega möguleika til að stýra símtölum og það er engin þörf á borðsíma því starfsmenn
sem eru mikið á ferðinni geta einfaldlega tengt farsímann inn í Símavist.
Hafðu samband í síma 8004000 eða sendu póst á 8004000@siminn.is og láttu sérfræðinga okkar finna réttu
lausnina fyrir þitt fyrirtæki.
Misstu aldrei
af símtali
8004000@siminn.is
Tölur í stað lita í
teigamerkingum
Breyta þarf viðhorfi kylfinga til þeirra
teiga sem boðið er upp á golfvöllum
en markmiðið er að taka upp nýjar
merkingar á teigum á golfvöllum lands-
ins. Rauði þráðurinn er að kylfingar
eiga að leika af þeim teigum sem henta
þeirra getu – óháð kyni eða aldri. Til þess
að breyta þessu viðhorfi þarf að breyta
útlitinu á teigamerkjum og hugtökin
karla- og kvennateigar ættu að hverfa ef
áætlunin gengi upp. Með því að breyta
útliti á teigamerkjum í t.d. tölur, líkt og
gert er í Svíþjóð, ætti þeim kylfingum að
fjölga á Íslandi sem leika af teigum sem
hæfa þeirra getustigi.
Á formannafundinum í Borgarnesi
var m.a. bent á að Svíar merkja teigana
með tölustöfum í stað þess að nota liti.
Tölurnar s.s. 61, 53, 46 gefa til kynna
heildarlengd vallarins af þeim teig. Þessi
breyting hefur gefist vel hjá Svíum –
þar hefur leikhraði aukist og upplifun
kylfinga af völlunum verður ánægjulegri.
Á fundinum var lögð fram tillaga
að stjórn GSÍ hefji innleiðingu á
breytingum á teigasettum, í samstarfi
við klúbba, með það að markmiði að
teigar endurspegli getu kylfinga í stað
kynferðis. Jafnframt er markmiðið að
auka ánægju kylfinga af golfleik sínum
og bæta leikhraða. Lagt er til að árangur
vinnunnar verði kynntur á Golfþingi
2015 þar sem fyrir liggi athugun á
upplifun kylfinga og klúbba af þessum
breytingum. Tillagan var samþykkt með
lófaklappi.
NÝTT Í BRAUTARHOLTI
-AÐGANGSLYKILL OG FORGJAFARSKRÁNING
Golfklúbbur Brautarholts býður upp á aðgangs-
lykil og jafnframt aðgang að forgjafarker GSÍ.
5 skipta aðgangslykil á kr. 22.000,-
10 skipta aðgangslykil á kr. 40.000,-
Heimilt er að nota aðgangslykil fyrir ölskyldumeðlimi
og gesti. Ef óskað er eftir aðgangi að forgjafarker GSÍ
greiðast til viðbótar kr. 5.000,- við kaup á aðgangslykli.
Bjóðum einnig stærri aðgangslykla fyrir golfhópa og
fyrirtæki. Sjá nánar á www.gbr.is.