Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 26

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 26
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 26 Kristján Þór Einarsson átti frábært golfsumar en hann stóð uppi sem stigameistari á Eimskipsmóta- röðinni áður en lokamótið fór fram á Akur- eyri. Kristján Þór, sem leikur fyrir Kjöl í Mosfellsbæ, ætlar sér stóra hluti á næsta ári og Íslandsmeistarinn í holukeppni ætlar að reyna við úrtökumótið fyrir Evrópumóta- röðina. Golf á Íslandi ræddi við Kristján Þór þar sem stiklað var á stóru á golfárinu sem er að líða en hann ætlar að gera enn betur á næsta ári. Stigameistaratitillinn var þinn í sumar – í fyrsta sinn á ferlinum. Var markmið sumarsins að ná þessum titli? „Já, það var vissulega eitt af mínum mark- miðum sem ég setti fyrir sumarið og þetta er titill sem að mig hefur langað að landa í langan tíma þannig að það var rosalega ljúft að klára hann fyrir lokamótið í sumar,“ segir Kristján en hann sigraði á þremur mótum á Eimskipsmótaröðinni. Hann var ánægðastur með sigurinn á Goðamótinu sem fram fór á Jaðarsvelli. „Ég var að sjálfsögðu ánægður með Íslands- meistaratitilinn í holukeppni en ég held að sigurinn á lokamótinu á Akureyri standi upp úr á þessu ári. Ástæðan er sú að ég var búinn að tryggja mér stigameistaratitillinn fyrir mótið. Ég setti smá auka markmið á sjálfan mig fyrir mótið að spila vel og sýna það að ég ætti titilinn skilið. Ástæðan fyrir að þetta mót stendur upp úr er einnig hvernig ég spilaði lokahringinn á mótinu, spilaði á 68 höggum (-4) í mjög miklu roki þar sem ég tapaði ekki einu einasta höggi á hringnum og að mínu mati var ég óheppinn að hafa ekki spilað betur. Það gekk ekki allt upp hjá Kristjáni í sumar og hann var ekki sáttur við Meistaramótið hjá sjálfum sér hjá Kili í Mosfellsbæ. „Vonbrigði sumarsins voru meistaramótið hjá klúbbnum mínum. Ég náði ekki að koma mér almennilega í gang á neinum hring. Þar var ég alltof fljótur að svekkja mig á hlutum sem gengu ekki upp of þar af leiðandi náði ég ekki að setja 100% fókus á minn leik.“ Kristján reyndi við úrtökumótið fyrir Nordic „STÓRI DRAUMURINN ER AÐ VERÐA EINN AF ÞEIM BESTU“ - Kristján Þór Einarsson ætlar að gera enn betur – annasamt ár framundan www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Töfrar jólanna Byrja í Nettó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.