Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 36
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
36
Hvernig metur þú frammistöðu þína á golfsumrinu 2014?
„Yfir heildina var hún mjög góð. Sigraði á þremur mótum á Íslands-
bankamótaröðinni og var nokkrum sinnum í baráttunni á Eimskips-
mótaröðinni.“
Hver var hápunktur sumarsins - eftirminnilegasta atvikið?
„Það var frábært að sigra með GKG í sveitakeppni unglinga í Þorláks-
höfn.“
Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart á árinu 2014?
„Mér fannst Kristján Þór Einarsson koma mest á óvart í sumar.“
Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá golfsumrinu 2014 - hvaða
högg væri það?
„Það væri örugglega inn á höggið mitt á 18. holu á Íslandsmótinu í
holukeppni unglinga. Var um 160 m frá stöng viss að par myndi duga
til að komast í bráðabana. Ég dreg boltann með vindinum og enda í
runna sem er 30 m fyrir aftan grínið sem kom mér í vonlausa stöðu
og ég tapaði leiknum.“
Hvaða atriði þarftu að leggja áherslu á fyrir næsta tímabil og hver
eru markmiðin fyrir næsta sumar?
„Fyrir næsta tímabil þarf ég að leggja áherslu er að styrkja mig og
taka púttin í gegn. Markmiðin eru að reyna að vera í toppbaráttunni á
Eimskipsmótaröðinni og vonandi ná að sigra.“
„MARKMIÐIN ERU AÐ REYNA
AÐ VERA Í TOPPBARÁTTUNNI
Á EIMSKIPSMÓTARÖÐINNI OG
VONANDI NÁ AÐ SIGRA“
Arnór Snær Júlíusson
Hvað segja afrekskylfingar okkar?
Hvernig metur þú frammistöðu þína á golfsumrinu 2014?
„Á heildina lítið var hún bara nokkuð góð, en það er alltaf hægt að
gera betur, náði 62% af markmiðunum mínum.“
Hver var hápunktur sumarsins - eftirminnilegasta atvikið?
„Það er fátt sem toppar það að vera í forystu á Íslandsmótinu í ein-
hvern tíma. Síðan er alltaf jafnmikill heiður að vera valin í landsliðið.“
Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart á árinu 2014?
„Það voru fáir sem komu mér á óvart, en það voru margir sem
sprungu út þetta sumarið.“
Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá golfsumrinu 2014
- hvaða högg væri það?
„Það er helst tvö högg sem ég vil fá að endurtaka nokkrum sinnum,
bæði þessi högg voru á lokaholunni á Íslandsmóti unglinga í höggleik
á Hellu. Fyrsta lagi er það upphafshöggið og síðan annað höggið,
þar gerði ég allt sem á ekki að gera á þessari holu. Of löng og vinstra
megin við flötina.“
Hvaða atriði þarftu að leggja áherslu á fyrir næsta tímabil
og hver eru markmiðin fyrir næsta sumar?
„Halda áfram þeirri vinnu sem ég er búin að vera í, sem er bæta
púttin hægt og rólega, ásamt ákvarðanatöku í stutta spilinu. Aðal-
markmiðið að gera betur en seinasta sumar.“
„AÐALMARKMIÐIÐ AÐ GERA
BETUR EN SEINASTA SUMAR“
Hvernig metur þú frammistöðu þína á golfsumrinu 2014?
„Sumarið var ekkert sérstakt hjá mér, bæði jákvæðir og neikvæðir
punktar sem ég get tekið með mér inn í veturinn og vonandi bætt mig
á þeim sviðum.“
„ÉG MUNDI ENDURTAKA
LOKAPÚTTIÐ MITT Á
ÍSLANDSMEISTARAMÓTINU
Í HOLUKEPPNI“
Hver var hápunktur sumarsins - eftirminnilegasta atvikið?
„Íslandsmeistaratitillinn í sveitakeppni var hápunkturinn.“
Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart á árinu 2014?
„Það var svo sem enginn sérstakur kylfingur sem kom mér svakalega
á óvart en Gísli Sveinbergsson var ansi magnaður í sumar.“
Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá golfsumrinu 2014 - hvaða
högg væri það?
„Ef ég mætti endurtaka eitt högg mundi ég endurtaka lokapúttið mitt
á Íslandsmeistaramótinu í holukeppni á móti Karen Guðnadóttur.“
Hvaða atriði þarftu að leggja áherslu á fyrir næsta tímabil og hver
eru markmiðin fyrir næsta sumar?
„Gæti alltaf bætt mig í púttunum. Markmiðin ekki komin niður á
blað eins og er en ég ætla að halda áfram að njóta þess og hafa gaman
af því að spila golf.“
Signý Arnórsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir
ÁNÆGJAN
HEFUR LOKS
FUNDIÐ SINN
SÁLUFÉLAGA
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Búnaður í Outlander Intense: 18" álfelgur, aðgerðastýri, upplýsingaskjár í mælaborði með bakkmyndavél, USB tengi og handfrjáls símabúnaður, hraðastillir, tvískipt tölvustýrð miðstöð,
upphituð framsæti, upphituð framrúða, AM/FM útvarp, CD/MP3 spilari, rafdrifnir og upphitaðir útispeglar með stefnuljósum, vindskeið að aftan með LED lýsingu, þokuljós að framan,
regnskynjari á rúðuþurrkum, sjö öryggispúðar, skyggt gler í hliðar- og afturrúðu, langbogar á þaki, þvottasprautur á aðalljósum, dagljósabúnaður.
35
VIÐ FÖGNUM
ÁRUM MEÐ
ÍSLENDINGUM
NÝR MITSUBISHI OUTLANDER INTENSE
FYRIR HUGSANDI FÓLK
Mitsubishi Outlander
Sjálfskiptur, fjórhjóladrinn frá:
5.290.000 kr.
Mitsubishi Outlander Intense er fjórhjóladrinn fjölskyldubíll sem dúxar í sparneytni og lágum útblæstri kolefnis
en skilar samt framúrskarandi afköstum. Háþróaður öryggisbúnaður, bakkmyndavél og handfrjáls símabúnaður eru
bara örfáar ástæður til að hjálpa þér að gera upp hug þinn. Komdu og prófaðu ævintýralegan Outlander Intense.
Xenon aðalljós með
sérstaklega víðu birtusviði.
Sjö SRS loftpúðar vernda
ökumann og farþega.
Sparneytin 2.0 lítra vél skilar
lágum útblæstri kolefnis.