Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 38

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 38
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 38 Hvernig metur þú frammistöðu þína á golfsumrinu 2014? „Miðað við aldur og fyrri störf þá geng ég bara nokkuð sáttur frá sumrinu, átti góð mót inni á milli og nokkuð stöðugur bara heilt yfir.“ Hver var hápunktur sumarsins - eftirminnilegasta atvikið? „Fyrir mér stóð Íslandsmótið í holukeppni á Hvaleyrarvelli upp úr, spilaði frábært golf alla þrjá dagana og fékk púlsinn í gang með nokkrum bráðabönum og endaði í þriðja sæti. Það var líka einn leikur í Grafarholtinu mjög eftirminnilegur í sumar, þar sem 19 punkta sigur var niðurstaðan. Ég nefni engin nöfn til að hlífa koll- egum mínum.“ Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart á árinu 2014? „Ég hafði gaman af því að sjá hvað margir ungir strákar eru farnir að hugsa eins og atvinnumenn. Þeir eru komnir langt í sportinu og það styttist í góða hluti að mínu mati. Sá sem kom mér mest á óvart hlýtur að vera Haraldur Heimisson, gömul kempa sem er með betri tölfræði í stutta spilinu en þeir bestu á Evróputúrnum. Ég þurfti að horfa upp á þessa „short-game“ veislu í meistaramótinu hjá GR. Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá golfsumrinu 2014 - hvaða högg væri það? „Tveggja feta púttið á móti Bjarka Péturssyni á 19. holu í undanúr- slitum holukeppninnar. Ég reikna með jólagjöf frá honum þetta árið.“ Hvaða atriði þarftu að leggja áherslu á fyrir næsta tímabil og hver eru markmiðin? „Æfa stutta spilið, halda því í formi þar sem það er mikilvægast í þessari frábæru íþrótt. Annars er ég lítið í markmiðssetningum öðru en að hafa gaman af því að keppa, halda mér hungruðum í golf – þá gætu góðir hlutir gerst.“ „ÉG HAFÐI GAMAN AF ÞVÍ AÐ SJÁ HVAÐ MARGIR UNGIR STRÁKAR ERU FARNIR AÐ HUGSA EINS OG ATVINNUMENN“ Stefán Már Stefánsson Hvernig metur þú frammistöðu þína á golfsumrinu 2014? „Ég er bara nokkuð ánægður með frammistöðuna í sumar heilt yfir litið, 8. sæti á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni og klúbbmeistari GR.“ Hver var hápunktur sumarsins - eftirminnilegasta atvikið? „Það var klárlega klúbbmeistaratitillinn hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.“ Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart á árinu 2014? „Ég verð að segja að Kristján Þór hafi komið mér mest á óvart eftir að hafa ekki verið valinn í landsliðið og svo steig hann upp og sýndi hvað hann getur.“ Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá golfsumrinu 2014 - hvaða högg væri það? „Ég er ekki mikið fyrir það að dvelja við slæmu hlutina og því kýs ég að segja seinasta púttið á meistaramótinum því það veitti mér hvað mesta ánægju.“ Hvaða atriði þarftu að leggja áherslu á fyrir næsta tímabil og hver eru markmiðin fyrir næsta sumar? „Ég ætla að leggja áherslu á sveifluna og púttin í vetur. Markmiðin fyrir næsta sumar eru að komast í landsliðið og að berjast um sigra á mótaröðinni.“ „MARKMIÐIN FYRIR NÆSTA SUMAR ERU AÐ KOMAST Í LANDSLIÐIГ Stefán Þór Bogason Hvernig metur þú frammistöðu þína á golfsumrinu 2014? „Frammistaða mín að afloknu golfsumri var viðunandi alltaf má gera betur og alltaf má æfa meira er yfir heildina sátt með mitt.“ Þórdís Geirsdóttir „ALLTAF MÁ GERA BETUR OG ALLTAF MÁ ÆFA MEIRA“ Hver var hápunktur sumarsins - eftirminnilegasta atvikið? „Hápunkturinn var að sjálfsögðu að vinna Sveitakeppnina.“ Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart á árinu 2014? „Gísli Sveinbergsson kom mest að óvart ef það er hægt að segja. Hann er frábær kylfingur bæði á velli og utan vallar. Hlakka mikið til að fylgjast með honum á komandi árum.“ Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá golfsumrinu 2014 - hvaða högg væri það? „Það er ekkert eitt högg frekar en annað sem ég vildi endurtaka það má alltaf gera betur en ekkert eitt högg sem hafði nein úrslitaáhrif.“ Hvaða atriði þarftu að leggja áherslu á fyrir næsta tímabil og hver eru markmiðin fyrir næsta sumar? „Það sem ég þarf að leggja áherslu á í æfingum vetrarins eru púttin og ætti ekki að koma neinum á óvart. Spurning um að heyra í Pall Ket enda er hann allur að vilja gerður að kenna mér að pútta. Markmið mín fyrir næsta sumar er að æfa meira og skila betri golfhringjum en á síðasta sumri svo er ég komin í þá stöðu að geta spilað á tveimur mótaröðum þar sem ég verð 50 ára á næsta ári og er stefnan sett á að mæta á nokkur mót á öldungamótaröðinnni – og jafnvel að finna mót erlendis ef ég finn eitthvað áhugavert.“ Hvernig tekst flugfélag á við eldfjall sem þeytir frá sér 750 tonnum af ösku á sekúndu aðeins 250 km frá miðstöð flugrekstrarins? Svar Icelandair við gosinu í Eyjafjallajökli var að færa miðstöð flugrekstrarins og á þriðja hundrað starfsmanna til Glasgow. Sérfræðingar Nýherja fengu það hlutverk að trygg ja að tölvukerfið stæðist álagið enda sjáum við um upplýsingatækni Icelandair. Við köllum það tafarlausn. TAFARLAUSN NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI Við höfum góða reynslu af framtíðinni! BORGARTÚNI 37 SÍMI 569 7700 WWW.NYHERJI.IS E N N E M M / N M 6 5 8 4 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.