Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 40

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 40
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 40 Hrafn Guðlaugsson hefur með mikilli þrautseigju og aga komist langt í keppnisgolfinu. Hrafn er einn af fáum afrekskylfingum sem koma frá Austurlandi en hann stundar meistara- nám í stjórnun í Bandaríkjunum og leikur golf með skólaliði Faulkner háskólans í NAIA-deildinni. Golf á Íslandi rakti garnirnar úr Hrafni á dögunum og fyrsta spurningin var hvernig hann hafi kynnst golfíþróttinni. „Ég fékk mitt fyrsta golfsett þegar ég var 7 ára gamall og ég bjó á þeim tíma á Djúpa- vogi. Á þeim tíma var mikill áhugi á golfi og fór ég í golf með pabba, frændum mínum og fleirum. Ég flutti síðan til Egilsstaða þegar ég var 9 ára. Ég spilaði golf mér til gamans en það var ekki mjög sterkt barna og unglinga- starf í gangi,” segir Hrafn en hann komst í fyrsta sinn í kynni við golfþjálfun þegar Sturla Höskuldsson flutti austur árið 2006. „Sturla hjálpaði mér mikið og var það í fyrsta skiptið sem ég var með þjálfara. Það var gaman að alast upp á Austfjörðum og þar er mikið af frábæru fólki – og þessi tími er mér kær. Það eru opin golfmót flestar helgar á þessu svæði sem eru vel sótt af kylfingum frá öðrum stöðum.“ Hætti í fótbolta eftir fótbrot Hrafn, sem er 24 ára, var í fótbolta samhliða golfinu fram til ársins 2009 en hann fót- brotnaði í leik það sumar og sneri sér alfarið að golfinu. „Ég flutti til Sturlu og Kristínar konu hans til Torreby í Svíþjóð og bjó þar sumrin 2011 og 2012. Þar var frábært að vera. Ég vann á golf- vellinum, æfði og spilaði eins og ég gat þess á milli. Flottar mótaraðir voru þar í gangi fyrir 21 árs og yngri og ég fékk dýrmæta reynslu frá þeim mótum,” segir Hrafn en hann hefur stundað nám í Faulkner í Alabama undan- farin ár. „Ég hef verið mjög heppinn að hafa bæði góða liðsfélaga og þjálfara. Við höfum náð vel saman bæði innan og utan vallar. Að- stæðurnar eru mjög góðar og spilum við á heimsklassa völlum, ma. á Robert Trent Jones Capitol Hill svæðinu þar sem haldið er LPGA mót og eru þar þrír klassa-vellir. Á mínu öðru ári í skólanum spiluðum við mjög vel og komumst í „The NAIA National Championship“, sem haldið var í Salem, Oregon, í fyrsta skiptið í sögu skólans. Á síðasta ári unnum við héraðsdeildina okkar og komumst sjálfkrafa í lokamótið. Þar spiluðum við vel, leiddum mótið eftir tvo hringi en lékum ekki nægilega vel loka- daginn. Ég spilaði fínt golf yfir árið, meðal- skor uppá 72.68 högg og var valinn í NAIA All-America liðið. Það gaf mér keppnisrétt í Patroit All-American mótinu sem er mót þar sem All-America leikmenn út öllum deildum koma saman og keppa. Mótið er haldið í Phoenix, Arizona og verður sýnt frá því á ESPN og The Golf Channel.” Hrafn æfir gríðarlega mikið og ætlar sér langt. Hann lýsir dæmigerðum degi með eftirfarandi hætti. „Síðan ég byrjaði í meistaranáminu hef ég getað ráðið tíma mínum töluvert sjálfur. Ég byrja daginn 3-5 sinnum í viku á að fara í ræktina, læri svo fram að hádegismat og fer síðan á golfvöllinn eftir hádegi. Kvöldin nota ég til þess að læra ef þess er þörf. Meiðsli í úlnlið hafa hrjáð mig að undanförnu og ég hef lagt minni áherslu á að slá mörg full högg á æfingarsvæðinu. Í staðinn legg ég mikla áherslu á að æfa mikið innan við 100 metra, fleygjárn, vipp og pútt, og reyni að spila daglega.“ Ætlar að klára námið með sóma Hvað framtíðardraumana varðar segir Hrafn að hann ætli að klára námið með sóma og bæta sig í golfinu eins og hægt er. „Það sem er framundan á næsta ári er í fyrsta lagi að klára námið með sóma og á sama tíma leggja hart að mér að bæta mig í golfi. Meistaranámið sem ég er í núna eru þrjár annir svo ég mun verja lokaönninni hér í Alabamahitanum næsta sumar. Ég er byrjaður að skoða þann möguleika að finna starf hér í Bandaríkjunum eftir útskrift. Þá gæti ég haldið áfram að vinna í golfinu allan ársins hring. Ég ætla að leggja hart að mér núna á næsta ári í golfinu, sjá hvernig gengur og hvernig úlnliðurinn verður og vonandi næ ég þeim markmiðum í golfinu sem ég hef sett mér. Auðvitað set ég markið hátt í golfinu og ef ég held áfram að leggja tíma og vinnu í golfið þá tel ég allt hægt. Annars verður maður að vera raunsær og þess vegna hef ég einnig gefið skólanum góða athygli.“ Hrafn telur að hægt sé að byggja upp gott barna- og unglingastarf á Austfjörðum en það séu engar galdralausnir. „Ég hef fulla trú á því að barna og unglinga- starfið muni styrkjast á næstu árum og áratugum. Ég veit að margir vinna hörðum höndum að byggja upp klúbbana en ég tel að það sé engin galdralausn. Ég sá um barna og unglinganámskeið þegar ég bjó fyrir austan og var það vel sótt og fullt af efnilegum kylfingum. Einar Bjarni Helgason er ungur kylfingur sem býr á Egilsstöðum, hefur hann lækkað forgjöfina niður í 6 á stuttum tíma og tel ég hann eiga framtíðina fyrir sér ef hann heldur áfram á sömu braut. Í Fljótsdalshéraði er fjarlægðin frá bænum upp á golfvöll stórt vandamál. Aðrar íþróttir, eins og fótbolti, grípa flesta og þar sem flestir vilja stunda íþróttir með vinum sínum. Lykilatriði er að byggja upp kjarna af ungum golfurum, mögulega kynna golfið betur í skólunum og þá tel ég að mun fleiri myndu bætast við. Síðan eru meðlimir Golfklúbbsins Baba-Slæs að dæla út börnum, svo framtíðin er björt,“ sagði Hrafn Guðlaugsson. „Með mikilli vinnu er allt hægt“ - Austfirðingurinn Hrafn Guðlaugsson gerir það gott í háskólagolfinu í Alabama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.