Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 44

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 44
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 44 í að þriðja æfingasvæðið bætist í flóruna hjá GKG. Þetta er svipað og þróunin varð í knattspyrnuhúsunum á landsvísu. Fyrsta hugmyndin var að Básar yrðu aðeins fyrir fé- laga í GR en sem betur fer var fallið frá þeirri hugmynd. Þetta æfingasvæði átti að vera fyrir alla og það var um tíma þannig ástand að GR-ingar fengu ekki afslátt í Básum.“ Nýverið tók GR yfir rekstur Bása að nýju eftir að fyrirtækið ProGolf hafði verið með rekstur Bása á leigu í nokkur ár. „Samvinnan hefur alltaf verið góð við ProGolf en pér- sónulega fannst mér áhuginn dofna þegar árin liðu. Við vitum núna hvað þarf að gera í þessum rekstri og eitt af því er að við viljum að það séu PGA kennarar að kenna í Básum. Það má einnig skoða opnunartímann betur. Að mínu mati er ekkert að því að loka yfir verstu vetrarmánuðina þegar boltarnir hreinlega týnast í snjósköflunum. Aðsóknin hefur aðeins dregist saman frá því sem fyrst var. Fyrsta árið sem Básar voru í gangi þá voru slegnir á bilinu 6 – 6 ½ milljónir boltar. Það hefur heldur dregið úr og að jafnaði hafa verið slegnir 4-5 milljónir boltar undanfarin ár.“ Golfhreyfingin þarf að vera vakandi Jón segir að það sér stórt verkefni framundan í golfíþróttinni að vekja meiri áhuga og fjölga nýliðum í golfinu. „Er það ekki þannig að eftir sjö góð ár þá koma sjö mögur. Við erum kannski að kveikja á því að það vantar nýliðun. Eitt er veðrið en það er þetta nei- kvæða spjall í íþróttinni sem dregur okkur niður. Við þurfum að standa okkur miklu betur – ég sé í minni vinnu að hjólreiðamenn að koma í miklu mæli að stunda íþróttina af krafti. Menn eru að fara í hjólaferðir – ná- kvæmlega eins og golfferðir. Nánast sömu „klíkurnar“. Þetta er eitthvað sem þarf að sporna við og þarna finnst mér að GSÍ þurfi að spyrna við fótum. Ég hef engar áhyggjur af barna – og unglingastarfinu, það er í fínu standi víðast hvar. Kúnnahópurinn í golfinu er hinsvegar of gamall. Sér eftir gamla Landsmótsinu í golfi Jón hefur sterkar skoðanir á Íslandsmótinu í höggleik og hann hefur lengi verið talsmaður þess að Íslandsmótið sé á höfuðborgar- svæðinu fjögur ár í röð og fimmta hvert ár úti á landsbyggðinni. „Ég sakna „gamla Íslandsmótsins í höggleik, sem var flokkaskipt. Það er ekkert leyndarmál að ég sakna þess. Kannski er þetta svipað og sakna gamla Glaumbars. Á gamla Íslandsmótinu var hinn rétti golfandi. Björgvin Þorsteinsson og fleiri ágætir menn fóru fremstir í flokki að breyta þessu – ég vil sjá gamla Íslandsmótið aftur. Meistaraflokkur karla ætti bara að vera 30 manns. Við eigum ekki fleiri afrekskylfinga. Hvar í heiminum myndi líðast það að keppendur kæmust í gegnum niðurskurðinn á Íslands- mótinu í höggleik með háa forgjöf. Á Opna breska komast áhugamenn í gegnum niður- skurðinn en þá er búinn að vera forkeppni. Ég sé fyrir mér Íslandsmót með 30 körlum og 20 konum. Og þeir bestu í flokka- skiptingunni tækju þátt. Það er eitthvað að þegar við náum ekki að fylla Íslandsmótið í höggleik á Korpunni. Í fyrra var ekki fullt. Hvað þurfum við að halda mörg Íslandsmót með þessum hætti áður en GSÍ áttar sig á því að þetta er ekki að ganga upp. Kannski þarf að fara með mótið á tvo velli en það þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Í formannstíð Jóns hefur Íslandsmótið í höggleik farið tvívegis fram hjá GR, árið 2009 í Grafarholtinu og 2013 í Korpunni. Framkvæmdin við mótið er mikil og tals- verður kostnaður sem fylgir því. „Íslands- mótið í Korpunni kostaði um 14-15 milljónir í framkvæmd og við í GR borguðum um 5-7 milljónir kr. í það mót. Það er allveg þess virði því við vildum sýna hvernig hægt er að gera hlutina og við vildum líka kynna nýju Korpuna. Það var dramatík í karla – og kvennaflokki allt fram á síðustu holu. Sérstaklega í kvennaflokki. Sjónvarpsút- sendingin frá Íslandsmótinu í höggleik hefur gríðarlega mikið að segja. Það var draumaveður – og eitt það jákvæðasta sem við höfum lent í á seinni árum. Slíkar stundir gefa þessu gildi. Af þvi maður veit að þessar útsendingar styðja við bakið á hreyfinguna. Mér leið einnig mjög vel þegar GR fékk loksins Íslandsmeistara í höggleik karla eftir 27 ára bið. Það eru ekki margir formenn GR sem hafa upplifað slíka stund og Haraldur Franklín Magnús kætti mig mjög með þeim titli.“ Stingum ekki niður skóflu án aðstoðar Reykjavíkurborgar Að mati Jóns verður það framtíðarmúsíkin hjá GR að borga niður skuldir áður en ráðist verði í framkvæmdir og þar er aðkallandi verkefni að breyta ýmsu á Grafarholtsvelli. „Við fengum ekki þá fjármuni sem við teljum okkur eiga rétt á frá borgaryfirvöldum vegna ýmissa framkvæmda. Borgin stóð sig ekki og við höfum því verið að greiða niður skuldir á undanförnum árum. GR stefnir á að koma skuldunum niður í 20-30 milljónir kr. sem er eðlilegt fyrir klúbb af þessari stærðargráðu. Hvað Grafarholtsvöllinn varðar þá sé ég fyrir mér að það verði ráðist í miklar endurbætur á vellinum á næstu árum. Ég tel að slík fram- kvæmd kosti á bilinu 500-700 milljónir kr. Markmiðið ætti að hafa völlinn okkar opinn enda er hægt að gera margt án þess að trufla leik, og mikið að hausti til. Vonandi verður þetta komið í framkvæmd á næstu 10 árum því við rekum ekki skóflu niður án þess að hafa komist að samkomulagi við Reykja- víkurborg áður en af þessu verður. Það er alveg á hreinu. Við eigum alveg jafnmikinn rétt á því að fá stuðning við endurnýjun á íþróttamannvirki eins og Grafarholtið er. Eftir áratug verður komin nýr og miklu betri Grafarholtsvöllur. Ef við fáum að vera í friði þá verður Grafarholtið eitt af kennileitum Reykjavíkurborgar eins og hann er í dag. Það er magnað að geta leiki golf inn í miðri „stórborg“ – gerir það eftirsóknarverðara að búa í Reykjavík. Annars þarf maður bara að flytja í Hafnarfjörð því að Keilir fær að vera í friði með sitt starf og uppbyggingu.“ Vantar um 40 félaga Jón segir að það sé ekkert leyndarmál að það vanti um um 40 félaga í GR. „Miðað við það markmið að við viljum vera með 2.750 félaga sem borga fullt ársgjald. Biðlistinn er frekar stuttur – við tökum inntökugjald sem er helmingur af árgjaldi. Þetta er regla sem er sett á aðalfundi GR en kannski verður að endurskoða þetta ákvæði. Við höfum ekki leyfi til þess að kvarta. Við eigum að geta rekið klúbbinn með 10—15% hagnaði – og það eiga að vera 40-50 milljónir á lausu til þess að framkvæma. Rekstraráætl- unin fyrir þetta ár er að ganga upp 99% og sýnir að við erum að ná tökum á rekstr- inum,“ segir Jón Pétur Jónsson. Það sem hefur gerst á Korpunni eftir stækkun- ina er að það er til nóg af teigtímum eins og ástandið hefur verið undanfarin tvö sumur. M400. Run beyond ordinary. polar facebook.com/polarislandi HVAÐ GERIR POLAR M400 GPS HLAUPAKLUKKAN FYRIR ÞIG? GPS mælir Púlsmælir Hreymælir Skrefateljari Mælir svefn Ængadagbók Kaloríuteljari Klukka Vatnsheld ... og margt eira Jón með tveimur af helstu samstarfsmönnum sínum í GR, þeim Birni Víglundssyni, varaformanni og Garðari Ey- land framkvæmdastjóra. Jón Pétur fagnar með Haraldi Franklín sem varð Íslands- meistari í höðggleik á Hellu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.