Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 51

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 51
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 51 Gressi: „Oftast á mínum heimavelli, Hvaleyrar- velli og ég leik þar 2-3 sinnum í viku. Ég reyni að keppa um helgar en ég fer einnig nokkuð oft í Grindavík og í Leiruna. Strandvellirnir eru í uppáhaldi.“ Grímur: „Oftast á mínum heimavöllum hjá GR. Ég spila yfirleitt þrisvar í viku, oftast í Korpunni. Á vorin leik ég á vinavöllum GR, Þorlákshöfn á vorin, Leiran og Grindavík.“ Hólmfríður: „Ég spila að meðaltali tvisvar í viku yfir sumartímann – og oftar ef ég er í fríi. Ég leik mest á Leirdalsvelli sem er minn heimavöllur og einnig í Úthlíð þar sem við erum með sumarbústað.“ Helgi: „Ég spila 2-3 sinnum í viku, langmest á mínum heimavelli í Leirunni, en veðrið stýrir þessu mikið.“ Hvenær byrjuðu þið að leika golf og hvað heillaði þið mest við þessa íþrótt? Gressi: „Byrjaði fyrir 16 árum síðan – daginn eftir að eldri strákurinn minn fæddist. Þá tók ég fram golfkylfurnar. Útiveran og félags- skapurinn eru það sem heilla mest. Ég er í golfhóp sem kallast Golfsyrpan og við erum 15 í þeim hóp – og það er mjög gaman hjá okkur.“ Grímur: „Ég byrjaði alltof seint, þegar ég varð fertugur eða fyrir 22 árum. Félagsskapurinn er það skemmtilegasta. Það kemur oft fyrir að maður dettur inn í ráshópa með fólki sem maður þekkir ekkert – og það er skemmtilegt að kynnast nýju fólki. Golf snýst um útiveru, hreyfingu og skemmtun.“ Hólmfríður: „Ég byrjaði í golfi árið 1999 þegar ég fór til Flórída með manninum mínum og tvennum öðrum hjónum. Í þessari ferð sem stóð yfir í 16 daga var leikið golf á hverjum degi og eftir þessa ferð var ég alveg kominn með „bakteríuna“. Útiveran og félagsskapurinn heilla mest og mér þykir gaman að keppa.“ Kylfingum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum 15 árum og flestir þeirra sem stunda golf í dag hófu að leika golf fyrir áratug eða svo. Golf á Íslandi ræddi við fjóra kylfinga á dögunum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa byrjað „alltof seint“ í íþróttinni eins og þeir orða það – en eftir fyrstu kynni af þessari frábæru íþrótt var ekki aftur snúið og „golfbakterían“ hefur hel- tekið þau öll með tölu. Hinn almenni kylfingur í röðum Golfsambands Íslands er langfjölmennasti hópurinn og hér á eftir ætlum við að kynnast honum aðeins betur. Fyrsta spurningin var að sjálfsögðu hve oft þau leika golf í hverri viku og hvaða vellir verða helst fyrir valinu. Helgi: „Það eru um 20 ár síðan ég fór á nám- skeið hjá Arnari Má í Hvaleyrinni – en þar hóf ég að leika golf. Það var nóg til þess að kveikja í mér. Félagsskapurinn, útiveran og keppnin við sjálfan sig heillar.“ Hvað finnst þér helst upp á vanta í golf- klúbbum og á golfvöllum hér heima? Gressi: „Það þarf að vera meira eftirlit – vera með golfbíla úti á vellinum að fylgjast með leikhraða. Kylfingarnir sjálfir mættu ganga betur um vellina og hirða upp rusl og þess háttar.“ Grímur: „Mér finnst að kylfingar mættu gefa sér meiri tíma til að stoppa í golfskálanum eftir hring – spjalla og njóta stund-arinnar. 19. holan er nefnilega frábær.“ Hólfmfríður: „Betra veður er það sem vantar hér á landi. Annars þýðir lítið að velta veðrinu fyrir sér ætli maður sér að spila mikið. Ég bjó í Hollandi um tíma og var þar í góðum golfklúbbi og samanburðurinn hér á landi hvað vellina varðar er nánast sá sami.“ Helgi: „Það hefur oft pirrað mig að við göngum ekki nógu vel um vellina. Boltaförin á flötunum eru ekki löguð og þess háttar. Ég sakna þess að klúbbarnir séu ekki að bjóða upp á „kynningar“ á kylfum og þess háttar. Það ætti að vera hægt að prófa ýmsar kylfur á völlunum.“ Það kemur glampi í augu allra viðmælanda þegar spurt er um golfferðir erlendis en það er stór hluti af því að upplifa golfið frá nýju sjónarhorni. Gressi: „Ég hef farið nokkrum sinnum erlendis til þess að spila golf. Helst fer ég til Skotlands og Englands. Það fer bara eftir því hvernig fjármálin standa hversu oft maður fer í slíkar ferðir.“ Grímur: „Á seinni árum hef ég verið duglegri við að fara erlendis í golf. Mér líður vel þegar ég spila á Flórída en ég hef líka leikið á Eng- landi og Spáni. Flórída er samt minn staður. Mér finnst þægilegt að vera þar, veðrið er gott, verðlagið skaplegt og nóg af rástímum í boði.“ Hólmfríður: „Golfið er fjölskylduíþrótt hjá okkur og við förum því oft í ferðalög til þess að spila golf. Ég er mjög heppinn með að fjöl- skyldan spilar golf – og sá yngsti er farinn að æfa golf en hann er 7 ára. Ég hef líka reynt að komast með í æfingaferðirnar með börn- unum mínum hjá GKG.“ Helgi: „Ég fer svona öðru hverju erlendis í golf. Það er erfitt að hætta því þegar maður kemst á bragðið en ég stefni á að komast til Bretlands í vor. Ég kann best við Bretland, það er eitthvað sem heillar mig við það. Ég hef verið að vinna í Svíþjóð og notað tæki- færið að leika þar.“ Margir kylfingar eru „helteknir“ af „græju- pælingum“ og kaupa sér ávallt það nýjasta sem boðið er upp á. Okkar viðmælendur eru frekar rólegir í tíðinni hvað slíka hluti varðar. Gressi: „Ég get ekki sagt að ég sé mikill „græju- kall“. McGregor járnin sem ég nota eru 8 ára gömul sem ég keypti hjá Sigurgísla í Golfbúðinni. Ég hef skipt um drævera nokkrum sinnum en ég á þá allavega í einhvern tíma áður en ég skipti þeim út.“ Grímur: „Græjufíknin“ hefur minnkað hjá mér – ég trúði því áður fyrr að það væri nóg að kaupa nýjan dræver. Ég veit betur í dag og það eru ekki bara upphafshöggin sem þarf að laga, það eru öll hin höggin sem skipta meira máli. Ég er ekki einn af þeim sem kaupi nýtt á hverju ári.“ Það þarf að vera meira eftirlit með leikhraða. // Það er mikið horft á golf á mínu heimili. //„Græjufíknin“ hefur minnkað hjá mér. // Ég hef ekki verið duglegur að fara til golfkennara. HIN 4 FRÆKNU
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.