Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 52

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 52
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 52 Hólmfríður: „Ég hef sterkar skoð- anir á útbúnaði en ég pæli ekki mikið í slíku. Ég er það heppinn að maðurinn minn hefur meiri áhuga á þessu en ég. Hann hefur séð um þessa „deild“ en ég er með Taylor Made í pokanum og líkar það vel.“ Helgi: „Ég skipti út kylfum á um sjö ára fresti en það aldrei að vita að það gerist örar með aldrinum. Mér finnst gaman að prófa nýjar kylfur og ég pæli aðeins í slíkum hlutum.“ Afreksgolfið hér heima og erlendis er á mis- munandi stað á forgangslistanum hjá viðmælendunum en þau fylgjast þó öll eitt- hvað með Eimskipsmótaröðinni á Íslandi. Gressi: „Ég reyni að fylgjast með Eimskips- mótaröðinni eins vel og ég get. Ég var í átta ár kylfusveinn hjá Tryggva Traustasyni vini mínum. Ég hef líka fylgst vel með Sveita- keppninni og að sjálfsögðu unglingagolfinu þar sem Atli sonur minn leikur.“ Grímur: „Ég fylgist töluvert með afreks- golfinu hérna heima. Ég geng stundum með okkar bestu kylfingum og tek ljósmyndir í leiðinni en það er áhugamál hjá mér. Ég hef virkilega gaman af því að fylgjast með okkar bestu kylfingum.“ Hólmfríður: „Ég er dugleg að fylgjast með afreksgolfinu hér á Íslandi. Emil Þór sonur minn er á Eimskipsmótaröðinni og dóttir mín Alma Rún er á Íslandsbankamóta- röðinni. Ég fæ stundum að vera „kaddý“ hjá dóttur minni.“ Helgi: „Ég verð að viðurkenna að ég er ekki nógu duglegur að fylgjast með afreksgolfinu á Íslandi. Ég les kylfingur.is og fylgist með því sem þeir segja. Ég hef ekki mætt á vellina og gengið með kylfingunum.“ Þau fylgjast öll eitthvað með bestu kylfingum heims á mótaröðunum erlendis og flest eiga þau „uppáhaldskylfing.“ Gressi: „Ég fylgist töluvert með PGA móta- röðinni. Vellirnir heilla mig meira á PGA mótaröðinni og kylfingarnir sem eru þar eru betri. Tiger Woods er í uppáhaldi og ég skammst mín ekkert fyrir það.“ Grímur: „Ég fylgist aðallega með Opna breska og Ryderkeppninni. Ég hef upplifað það nokkrum sinnum að vera í Evrópu með golfhóp þegar Ryderkeppnin er í Ameríku og það er mjög skemmtileg stemmning sem myndast. Á árum áður var það „Hvíti hákarlinn“ – Greg Norman, sem var minn maður. Á seinni árum hef ég fundið aðeins til með Ser- gio Garcia og ég held líka með Rory McIlroy.“ Hólmfríður: „Á mínu heimili er fylgst með flestum golfmótum í sjónvarpinu en ég læt lokaholurnar á sunnudeginum duga. Rory McIlroy er sá kylfingur sem ég hef fylgst hvað mest með frá því hann gerðist atvinnumaður. Hann er flottur íþróttamaður og fyrirmynd, með flotta sveiflu og kemur alltaf vel fyrir.“ Helgi: „Stórmótin eru það sem ég fylgist mest með og þá sérstaklega Opna breska og Ryder- keppninni. Ég missi varla af Opna breska og það er bara skylda að horfa á Ryderinn. Phil Mickelson er skemmtilegur kylfingur en það eru margir þarna úti sem ég fylgist með.“ Fjórmenningarnir hafa flest farið til golf- kennara og það er markmið hjá þeim mörgum að leita meira til fagmanna í stétt- inni. Kennsluefni á veraldarvefnum er í uppáhaldi hjá Helga. Gressi: „Ég hef ekki verið dug- legur að fara til golfkennara en ég spila oft með golfkennurum og þeir hafa gefið mér ýmis ráð. Þeir láta mig annars nánast alveg í friði. Ég reyni að fylgjast með í blöðum en ég er ekkert sérstaklega að leita eftir því.“ Grímur: „Ég byrjaði eins og margir aðrir með félögunum í golfi. Ég veit það sjálfur að það skilar árangri að fara til golfkennara. Ég hef farið í golfskóla í Ameríku sem var mjög skemmtilegt. Ég er ekki duglegur að viða að mér kennsluefni.“ Hólmfríður: „Þegar ég var að byrja var ég dugleg að fara til golfkennara og það skilaði árangri. Ég lækkaði um 4 í forgjöf á fyrsta tímabilinu. Ég hef ekki verið nógu dugleg að fara til golfkennara á undanförnum árum. Ég les Golf á Íslandi og skoða pistlana sem eru þar.“ Helgi: „Ég hef ekki verið nógu duglegur að nýta mér golfkennarana á undanförnum árum. Ég hef verið duglegur að pæla sjálfur í sveiflunni minni.“ Öll hafa þau „metnaðarfull“ markmið um að lækka forgjöfina í vetur með stífum æfingum. Eða svona næstum því. Gressi: „Það blundar alltaf í manni að verða betri í golfi en til þess þarf maður að æfa sig. Ég hef ekki verið sá duglegasti á því sviði. Ég hef náð að fara niður í 5 í forgjöf en ég hef aldrei æft mig í golfi – ég spila bara og reyni að hafa gaman af þessu.“ Grímur: „Forgjöfin er 16,1 og hefur farið hækkandi undanfarin ár. Af þeim sökum tók ég þá ákvörðun í haust að ná henni niður. Ég hef nú þegar hafið æfingar hjá golfkennara og mun stunda það í vetur. Markmiðið er að komast neðar – ekki ofar.“ Hólmfríður: „Ég ætla að vera dugleg að æfa mig í vetur en langtímamarkmiðið er að komast undir 10 í forgjöf. Fyrst þegar ég var að byrja að spila golf þá mátti maðurinn minn lítið segja mér til. Í dag er ég duglegri að spyrja hvað sé að. Ég er óhrædd við að spyrja en ég vanda valið hvern ég spyr.“ Helgi: „Fyrir tveimur árum fór ég að taka sveifluna mína upp og komst að því að hlut- irnir eru ekki eins og maður heldur. Ég hef verið að prófa mig áfram, nota greiningar- forrit. Mark Crossfield hefur hjálpað mér mikið – og svo hef ég prófað að tengjast rotaryswing.com. Þar gat ég sett inn mynd- band, fengið ráð og æfingar í kjölfarið.“ Að lokum voru viðmælendurnir beðnir um að nefna þrjár uppáhaldsgolfholurnar hér á landi og þrjá velli. Gressi: „Ein skemmtilegasta golfhola á Íslandi er Bergvíkin í Leirunni. Það er erfitt að sleppa henni í slíkri upptalningu. Í Vestmannaeyjum er 17. holan í miklu uppáhaldi, sú 7. í Keili er frábær en annað höggið þar krefjandi blint högg. Hvað vellina varðar þá er Hólmsvöllur í Leiru góður, Vestmannaeyjar einnig en í uppáhaldi er Hvaleyrin.“ Grímur: „Ég nötra alltaf á teignum á nokkrum holum. Þar má nefna 16. brautina í Vestmannaeyjum, Bergvíkina í Leirunni og 12. í Korpunni. Á þessum holum þar maður að íhuga vel hvað maður ætlar að gera og það eru margir þættir sem geta haft áhrif á teig- höggið. Korpan er skemmtileg, Hvaleyrin og Urriðavöllur eru líka í uppáhaldi. Ég þarf að fara fljótlega norður í land því Jaðarsvöllur er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Hólmfríður: „ Það margar fallegar golfholur á Íslandi. Bergvíkin, 2. holan á Akranesi er mjög falleg en 1. holan í Leirdalnum er í mestu uppáhaldi hjá mér. Braut sem er mikil áskorun og býður upp á marga möguleika. Hvað vellina varðar er Leirdalsvöllurinn í uppáhaldi, – Hvaleyrin er einnig fjölbreyttur og Garðavöllur á Akranesi. Leiran er einnig í uppáhaldi þar sem ég náði mínu besta skori fram til þessa – 79 högg.“ Helgi: „Bergvíkin er í uppáhaldi, 15. í Grafar- holtinu var komin á sálina hjá mér þegar ég var félagi í GR en ég kann vel við þá holu í dag. Önnur holan í hrauninu í Hvaleyrinni er einnig í uppáhaldi, maður þarf alltaf að hugsa á teignum hvað maður þarf að gera. Leiran er minn heimavöllur – ég hef verið félagi þar í átta ár og helsti kosturinn við völlinn er að tímabilið er langt. Hvaleyrin kemur þar á eftir en þar er umhirðan alltaf til fyrirmyndar. Grafarholtið er uppáhaldsvöllurinn – mér finnst alltaf gaman að spila þar og því fylgir sérstök upplifun.“ Grétar Hólmfríður Helgi Grímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.