Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 56

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 56
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 56 Hólmfríður: „Ég fann það strax að þetta var pútterinn, Scotty Cameron 5R. Þetta var fyrsti pútterinn sem ég prófaði og hann fékk fullt hús stiga hjá mér. Þessi pútter er ekki ósvipaður þeim sem ég nota í dag – ég er með Odyssey og ég er hrifnari af stærri haus- unum. Ég hef aldrei átt Scotty Cameron og ef maðurinn minn er að lesa þetta þá væri þetta tilvalin jólagjöf. Útlitið skiptir miklu máli, hann verður að virka fyrir augun annars fer hann að trufla mig. Þetta er kylfan sem við notum mest og það er eins gott að hann virki vel fyrir augað. Ég æfi púttin töluvert yfir vetrartímann með börnunum mínum í pútt- mótaröð hjá GKG.“ Gressi: „Mér fannst Scotty Cameron 5R pútterinn bera af þessum fimm. Scotty X pútterinn var einnig góður. Þyngdin í þessum pútterum er svipuð og er í þeim sem ég nota og eflaust hefur það mikið að segja. Pútterinn er mikivægasta kylfan í pokanum – við endum hverja holu með þessari kylfu þannig að við þurfum að vera sátt við þessa kylfu. Ég æfi mig aðeins í púttunum áður en ég fer að keppa en annars er ég ekki duglegur að æfa mig. “ Grímur: „Mér fannst báðir Scotty Cameron pútterarnir sem ég prófaði góðir en ég er sammála Hólmfríði með að þetta er besti pútterinn, Scotty Cameron 5R. Pútterinn sem ég er með í pokanum er Cleveland og hann er nokkuð frábrugðin þessum 5R týpunni frá Scotty. Ég átti einu sinni Scotty Cameron en við vorum ekki í góðu sam- bandi. Ég fer kannski að gefa honum tæki- færi á ný. Valið á pútter snýst oft um trú á þeirri kylfu sem maður velur að nota. Maður þarf að geta treyst kylfunni en útlitið er ekki aðalmálið fyrir mig.“ Helgi: „Ég er sjálfur með Ping Anser en það kom mér á óvart hve langt hann var frá hinum pútterunum sem ég prófaði í dag. Það sem mér fannst sérstakt við Scotty Cameron pútterana var þyngdin í skaftinu. Ég er ekki vanur því en það vandist vel og ég kunni vel við það. Útlitið skiptir eflaust máli en það á ekki að gera það - það skiptir meira máli hvernig hann virkar. Ég er ekki nógu duglegur að æfa mig í púttunum þrátt fyrir að ég viti að þar getur maður bætt skorið mikið.“ Um pútterana Scotty Cameron Futura X5R 56 stig Það er áratugur frá því að Futura línan var kynnt fyrst. Hönnunin var „út fyrir kassann“ hugsun á þeim tíma sem hefur verið bætt enn frekar með þessari útfærslu. Stöðugleiki og öryggi einkennir hönnunina en þynging er í endanum á gripinu til þess að líkja eftir „löngu“ skafti sem verður brátt bannvara. Scotty Cameron Futura X™ 49 stig Adam Scott kom að því að hanna pútterinn sem á að taka við löngu pútterunum sem verða bannaðir frá árinu 2016. Stöðugleiki er einkennisorðið sem notað er um pútt- erinn sem er með 50 gramma þyngingu í endanum á gripinu sem á að gefa svipaða tilfinningu og fylgir því að pútta með löngu skafti. Odyssey Tank Cruiser #1 44 stig Það eru þyngingar í botni púttersins sem hægt er að stilla en jafnvægið í blaðinu er einstakt. Nokkuð hefðbundið útlit en áferðin er „silkimjúk“ og útkoman einni. Ping Karsten TR 38 stig Einn af fimm vinsælustu pútterum Ping frá upphafi. Það er hægt að fá mismunandi dýpt á raufunum í höggfletinum sem gefur aukna tilfinningu í lengdar- og hrað- astjórnun. Koparliturinn hefur verið „ein- kenni“ Ping allt frá því að Anser pútterinn kom fyrst fram á sjónarsviðið. Mizuno 90 T02 31 stig Það sem einkennir pútterinn er að tvær línur eru notaðar sem mið fyrir kylfinginn. Samkvæmt rannsóknum þá á auga áhuga- kylfingsins að nema betur þetta mið en hefðbundin lína sem er yfirleitt notuð. Línurnar eiga líka að stuðla að því að kylfingar pútti „beint“ í átt að skotmarkinu. „Ég var búinn að spá því að Scotty Cameron Futura X5R yrði efstur í þessu prófi. Það sem einkennir pútterinn er að hann er ekki með neitt framan á höggfletinum til þess að „dempa“ höggið líkt og á mörgum öðrum pútterum. Það er gott jafnvægi í pútternum og góð tilfinning sem fylgir því að standa yfir boltanum á flötinni með þessa græju í höndunum,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, golfsérfræðingur í Hole In One. Þorsteinn segir að á undanförnum tveimur árum hafi Odyssey nr. 7 verið vinsælasti pútterinn í verslun Hole In One en margir aðrir pútterar hafi einnig notið vinsælda - þar á meðal Ping og að sjálf- sögðu Scotty Cameron. ÞAÐ ER GÓÐ TILFINNING Í ÞESSUM PÚTTER Fjórmenningarnir gáfu pútter- unum einkunn frá 1 og upp í 5. Hér er Gressi að skrá hjá sér. Hólmfríður, Grímur og Helgi á pútt- flötinni í Laugardalshöllinni. HIN 4 FRÆKNU PÚTTA 1. 4. 3. 5. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.