Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 72

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 72
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 72 Árlega koma flestir stærstu golf- kylfuframleiðendur með fjölda af nýjum dræverum. Sumir er með allt að níu nýjar gerðir á einu ári, en einhverjir þó ekki með nýjungar nema á nokkurra ára fresti. Með hverri uppfærslu lofa öll þessi fyrirtæki að með nýju kylf- unum muni kylfingar slá beinna, stöðugar og aðallega lengra. Langmesta áherslan er lögð á að lofa aukinni högglengd, enda eru allir kylfingar til í að slá lengra. Ástæðurnar sem gefnar eru upp af hverju kylfingar eiga eftir að slá lengra eru fjölmargar. Kylfuhausarnir eru ýmist straumlínulagaðri, með massamiðjuna („center of gravity“) á öðrum stað sem á að hækka boltaflug og minnka spuna, léttari kylfur, sjáanlegir vasar sem auka fjöðrun, þynnri og „heitari“ höggflötur, betri sköft , ný og betri efni í kylfuhaus- unum, yfir hundrað mismunandi stillingar, betri orkuflutningur o.s.frv. Sumir fram- leiðendur virðast jafnvel farnir í hringi með breytingarnar. Eitt árið gera þeir kassa- lagaða drævera til að ná þyngdinni aftar og á jaðarinn til að auka hverfitregðu en næst setja þeir þyngdarskrúfur í miðjan kylfu- hausinn til að færa massamiðjuna nær höggfletinum til að minnka spuna. Eitt árið stækka þeir kylfuhausana í hámarksstærð en svo koma þeir með minni og svo má áfram telja. Þetta er svo allt saman vel markaðsett með grípandi orðum og auglýsingum. Gjarnan má sjá orð eins og „speed“, „hot“, „energy“ og „lower spin“. Bestu kylfingar heims tala svo um hvað þeir slá mikið lengra og beinna með nýjustu græjunum og það eru jafnvel gerð „fyrir og eftir“ auglýsingamyndbönd sem sýna tölur úr mæligræjum og hvað þeir standa sig mikið betur með nýrri kylfum. En þá er það spurningin, er þetta satt eða er þetta sölumennska? Slá bestu kylfingar heims lengra með þessum kylfum og munt þú slá lengra með nýjum dræver? Kíkjum fyrst aðeins á hvað COR er áður en við svörum þeim spurningum. Hvað er COR? COR er skammstöfun fyrir „coefficient of restitution“. Þetta hugtak mætti kalla endurkastsstuðul á íslensku og er oft nefnt fyrir mistúlkun „trampolínáhrif “. Þetta er mælieining á hversu mikil hreyfiorka tapast þegar tveir hlutir rekast saman. Mælingin gæti verið 0.0 ef öll hreyfiorka tapast eða 1.0 ef engin hreyfiorka tapast. Dæmi um 0.0 árekstur væri ef þú hentir tyggjói í vegg, það festist við vegginn og hreyfist ekki, þá hefur öll hreyfiorka tapast. Dæmi um COR sem er nánast 1.0, er þegar þú skýtur kúlu í billiard beint í aðra kúlu af sömu stærð og massa. Þá algjörlega stöðvast kúlan sem þú skaust í með kjuðanum, en hin kúlan fer af stað á næstum sama hraða. Þegar kylfuhausar fóru að stækka ört frá 1991 fór málmurinn í þeim að verða þynnri og höggflöturinn fór þá að sveigjast við snertingu( „impact“). Því meira sem höggflöturinn sveigist, því minna kremst golfboltinn og þetta leiðir til hærri endur- kastsstuðuls. Ástæðan er að það tapast mikið meiri orka þegar golfboltinn kremst heldur en þegar höggflöturinn svignar. Árið 2003 voru sett mörk á hversu hátt COR kylfuhaus má vera og tóku þau líka gildi á PGA mótaröðinni. Mörkin voru sett í .83 COR. Fyrst voru þessi mörk sett á kylfur með undir 15° fláa, en seinna voru þau sett á allar golfkylfur. Þetta þýðir að ef golfbolta væri skotið á kyrrstæðan höggflöt á golfkylfu á 100 km/klst hraða, þá mætti boltinn ekki koma til baka á meira en 83km/klst hraða. Til að átta sig betur á hvað COR getur skipt miklu máli er hér dæmi til að gefa viðmið. Gamlir stál- eða tré-dræ- verar sem voru ekki sérstaklega hannaðir með þunnan höggflöt eru með COR í mesta lagi .78. Ef kylfingur sem slær rúmlega 200m af teig með nútímadræver með .83 COR myndi nota slíkan dræver, þá myndi hann slá boltanum rúmlega 10 m styttra í flugi en hann er vanur. Þeir sem slá lengra væru að tapa enn meiri lengd með gamla. Muntu slá lengra með nýjum dræver? Hér fyrir ofan sést súlurit yfir meðalhögg- lengd á PGA mótaröðinni frá 1993 til lok tímabilsins 2014. Eins og sjá má þá rýkur lengdin upp á þeim tíma sem hausarnir voru að stækka og COR var að aukast. Árið 2003 voru flestir framleiðendur búnir að ná COR hámarki á miðjum höggfletinum. Meðal- lengdin árið 2003 var 262 metrar og núna árið 2014 var hún 264 metrar. Atvinnu- mennirnir á PGA mótaröðinni hafa bætt sig um heila 2 metra á síðustu 11 árum. Hank Kuehne á enn metið yfir heilt tímabil sem var 293,9 metrar árið 2003. Mesta meðal- lengdin var árið 2011 266 metrar, 2 m lengra en í dag árið 2014. Kylfuhraðinn á PGA mótaröðinni mælist 0,6 mph hraðari nú í ár en frá því það var hann var fyrst mældur með radar 2007, en það þýðir aukna högg- lengd upp á 1,5 m að öllu öðru jöfnu. Það þarf ekki að rýna lengi í þetta súlurit til að sjá að það er ekki jafn mikil bylting í högglengd með hverri kynslóð af driverum eins og margir vilja halda fram. Það hefur SANNLEIKURINN UM ÞRÓUN DRÆVERA www.ricedream.eu Möndlumjólkina má nota á sama hátt og mjólk: á uppáhalds morgunkornið, í te eða kaffi, sem hressandi kældan drykk og jafnvel í bakstur og matargerð. Njóttu góðrar heilsu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.