Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 74

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 74
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 74 þó á þessu tímabili orðið framför í fyrir- gefningu á dræverum sem myndi skila sér í meiri meðallengd hjá flestum kylfingum og þá helst hjá þeim sem lakari eru. Með reglum um hámark á hverfitregðu („MOI“) er búið að mestu leyti setja þak á það líka. Öll mæld meðaltöl hafa vikmörk og það er eðlilegt að sjá meðaltölin fara örlítið upp og niður. Meðallengd teighögga á atvinnumóta- röðum er þar engin undantekning. Það er ljóst að dræverarnir hættu að mestu, ef ekki öllu leyti, að lengja teighögg atvinnumanna árið 2003. Þeir hafa mun meiri kylfuhraða heldur en flestir kylfingar og myndu þeir sjá talsvert meiri bætingar í högglengd með breyttum spuna eða COR heldur en aðrir kylfingar með minni sveifluhraða. Stað- reyndin er augljóslega sú að ef þú hittir boltann á miðjan höggflötinn með dræver sem var gerður árið 2003 og dræver sem þú keyptir í dag og allt annað væri eins, þá væri sáralítill eða enginn munur á högglengdinni. Tölurnar ljúga ekki og með öllum þeim framförum sem eiga að hafa átt sér stað í kylfuhausum, boltum, sköftum og líkamlegu atgervi þá slá kylfingarnir á PGA móta- röðinni ekki nema 2 metrum lengra í dag en árið 2003. Hvað þýðir þetta? Það er óþarfi fyrir kylfinga að eltast sífellt við nýjustu „byltinguna“ í dræverum, hvort sem hún er auglýst á nokkurra ára fresti eða oft á ári. Loforðin frá markaðsdeildunum eru ein- faldlega ekki sannleikanum samkvæm. Það sem er mikilvægast er hvort kylfan hentar þér og þinni sveiflu. Þau atriði sem skipta mestu máli eru t.d. lengd, þyngd og jafnvægi kylfunnar, flái og afstaða höggflatarins („face angle“), þykkt gripsins, stífleiki og þyngd skaftsins o.s.frv. Ef eitthvað við núverandi dræverinn þinn passar ekki fyrir þig og þína sveiflu, þá slærðu hvorki eins langt og þú getur né spilar af hámarks getu. Ef þau eru hins vegar öll rétt, þá er engin ástæða til að skipta kylfunni út. Til að lækka for- gjöfina væri peningunum mikið betur varið í kennslu hjá góðum golfkennara heldur en í árlega áskrift af nýjustu afurð markaðsdeilda golfkylfuframleiðenda. Birgir Vestmar Björnsson Golfkylfusmiður www.golfkylfur.is „Tölurnar ljúga ekki og með öllum þeim fram- förum sem eiga að hafa átt sér stað í kylfuhaus- um, boltum, sköftum og líkamlegu atgervi þá slá kylfingarnir á PGA mótaröðinni ekki nema 2 metrum lengra í dag en árið 2003“ GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 47 FlugFélag Íslands mælir með þvÍ að leika golf í sumar- blíðunni. Með því að nýta þér þjónustu okkar geturðu fjölgað góðu dögunum. Við mælum með því að taka hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík. Bókaðu núna á flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3030 flugfelag.isBÆTTu fORgJÖfiNa MeÐ OKKuR HOluR uM allT laND IS LE N SK A SI A. IS F LU 6 38 31 0 4/ 13 paNTaÐu í Dag eKKi á MORguN á flugfelag.is sláÐu Til Tíaðu upp og faRsíMavefuR: m.flugfelag.is viNguMsT: facebook.com/flugfelag.islands L-staða Hægri handleggur og kylfan mynda aftur bókstafinn L undir lok sveiflunnar. Brjóstkassinn snýr að skotmarkinu.   Lokastaða Eftir að höggið ríður af hljóðna fuglarnir augnablik og eftirvæntingin hangir í loftinu. pútta  Í huga púttarans er jörðin flöt en kúlan hnöttótt. Málið er að láta kúluna snúast frekar en að slá hana. Ýttu henni í átt að holunni því hvernig sem jarðkúlan snýst þá er það tæknin sem gildir.  akureyri Þeir sem hafa leikið golf á Jaðarsvelli vita að þar er betra að slá styttra en of langt. Júnínóttin á holu þrjú er rétti staðurinn til að æfa sig í að hafa augun á kúlunni. Þú gætir blindast um stund af miðnætursólinni ef þú lítur upp.     upphafsstaða Handleggir beinir og bakið. Axlabil á milli fóta. Rassinn út og hnén eilítið bogin líkt og maður sitji á barstól. egiLsstaðir Skömmu eftir að þú lendir á Egilsstöðum gæti kúlan þín lent á mishæðóttum brautum Ekkjufells- vallar. Ef þú þarft að slá kúlu sem er aðeins upp í móti þá er þjóðráð að auka bilið milli fótanna þar til æskilegri stöðu er náð.  pútta  Hafðu minna bil á milli fótanna þegar þú púttar. Augun á boltanum. Nánar tiltekið, hafðu vinstra augað beint yfir kúlunni. L-staða Vinstri handleggur og kylfa eiga að mynda bókstafinn L áður en höggið ríður af. Taktu flugið, taktu þér stöðu og njóttu þess að leika golf um allt land.   
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.