Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 82

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 82
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 82 áskorun fyrir mig að komast í samkeppnis- hæft umhverfi með nýjum áskorunum. Það er nauðsynlegt að víkka sjóndeildarhringinn. Mitt starf gengur út á að halda utan um kennsluþáttinn á öllum sviðum og undir mínum hatti verða nokkrir golfkennarar. Það er markmiðið að setja upp aðlaðandi umhverfi fyrir atvinnukylfinga á þessu svæði – þeir myndu þá greiða fyrir þá aðstöðu sem þeir nýta sér. Það er allt til alls þarna, aðstaða, útbúnaður og sérþekking. Það sem verður mitt fyrsta verk er að búa til „æfinga- pakka“ sem hentar fyrir börn og unglinga. Það er mikil eftirspurn á Berlínarsvæðinu að golfklúbbarnir bjóði upp á fagmannlegt og uppbyggilegt starf fyrir yngri kynslóðina. Það er ekki mikið af góðum kostum í boði og eigendur klúbbsins vilja feta þessa leið. Það voru 54.000 hringir spilaðir á þessum velli í fyrra sem er með því mesta í Þýskalandi. Völlurinn er opinn 12 mánuði á ári. Það eru 600.000 íbúar í 20 mínútna fjarlægð frá vellinum og í 30 mínútna fjarlægð er íbúa- fjöldinn 1,2 milljónir. Þetta eru því stærðir sem við þekkjum ekki á Íslandi.“ Eins og áður segir hefur Brynjar starfað hjá GR í tæplega átta ár og hefur hann átt góðar stundir með keppnisfólkinu. „Það verður erfitt að yfirgefa GR. Það hefur gengið vel að undanförnu og það er bjart framundan hjá klúbbnum. Það hefur verið gott að vinna hjá GR, sem er stór klúbbur með stórt og gott bakland. Ef ég lít yfir síðustu tíu ár hér á Íslandi þá erum við að taka framförum á afrekssviðinu. Þeim fjölgar sem komast inn á efri stigin á úrtökumótunum, bæði í karla- og kvennaflokki. Landsliðsmálin eru betri en áður þrátt fyrir að menn séu alltaf að gagnrýna það. Það eru fullt af góðum hlutum sem hafa verið gerðir hérna á landi og við eigum að vera stolt af því. Það hefur verið gríðarleg framför hjá flestum klúbbum hvað varðar fagmennsku í þjálfun – sérstaklega á síðustu 10 árum eftir að PGA kennurum fór að fjölga. „Leikmaðurinn er samt sem áður alltaf sá sem hefur valdið hvort hann leggi það á sig að komast í fremstu röð.“ Brynjar var fljótur að svara þegar hann var inntur eftir því hvað stæði helst upp úr hjá honum hjá GR. „Margir Íslandsmeistarar hjá konunum. Langþráður Íslandsmeistaratitill í karla- flokki árið 2012. Annað sætið á Evrópumóti klúbba í karlaflokki var einnig eftirminnilegt. Þar vorum við hársbreidd frá því að loka því móti sem fram fór í Portúgal. Sveita- keppnirnar hafa einnig verið eftirminnilegar, sigruðum þrjú ár í röð með konunum og tvö ár í röð með körlunum. Það hefur verið smá niðursveifla síðustu tvö árin miðað við þær væntingar sem gerðar voru – en framtíðin er björt hjá GR. Ef barna- og unglingastarfið er að skila 2-3 samkeppnishæfum meistara- flokkskylfingum á hverju ári þá er það góð niðurstaða. Ég er viss um að það verður raunin á næstu misserum. Stærsti hlutinn af þeim sem ná árangri hérna heima eru þeir sem æfa mest og leggja mest á sig. Það má aldrei gleymast. Alveg sama hve þjálfarinn góður, þá gerast hlutirnir ekki af sjálfu sér. Hugarfarsþjálfunin er það sem við þurfum að laga mest í okkar þjálfun. Að börn og unglingar sjái að fyrir sér að komast í hóp þeirra allra bestu. Þar er verk að vinna,“ sagði Brynjar Eldon Geirsson. Brynjar og Ólafur Már Sigurðsson en þeir hafa rekið Bása í mörg ár. Traustsins verðir Vörður nýtur trausts hjá öflugum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla okkar á einföld og þægileg viðskipti er nokkuð sem fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum kunna að meta. Hafðu samband og fáðu tilboð í tryggingar þíns fyrirtækis. VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÍNU FYRIRTÆKI BETUR Við stöndum vörð um öflug fyrirtæki RÚV Til að tryggja landsmönnum fréttir, skemmtun og fróðleik þarf fjölda starfsmanna, tæknibúnað og húsnæði. Hér er góður staður fyrir þitt fyrirtæki Brim Þrír afkastamiklir frystitogarar og öflugt starfslið tryggja Íslendingum hærri útflutnings- tekjur af gæðahráefni. Atlantsolía Með 19 sjálfsafgreiðslu- stöðvum, birgðastöð og fjórum olíubílum er hægt að tryggja aukna samkeppni á eldsneytismarkaði á Íslandi. Landsbankinn Stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með víðtækasta útibúa- netið tryggir trausta og alhliða fjármálaþjónustu um allt land. Marel Eitt af stærstu útflutnings- fyrirtækjum Íslands tryggir markaðnum hugvitsamlegar lausnir til vinnslu matvæla. Isavia Það þarf mikil umsvif til að tryggja öryggi á öllum flugvöllum landsins og sjá um nærri 5,5 milljóna km² flugstjórnarsvæði. Landsvirkjun Stærsta fyrirtæki landsins í orkuvinnslu vinnur 73% allrar raforku innanlands til að tryggja fólki og fyrirtækjum rafmagn. Össur Rannsóknir og nýsköpun styrkja stoðir atvinnulífsins með framleiðslu sem tryggir að fólk geti staðið á eigin fótum. Þökkum fyrir skemmtilegar golfstundir á árinu. Sjáumst hress á nýju golfári. LIFANDI GOLFSÍÐA ALLA DAGA ÁRSINS!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.