Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 84

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 84
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 84 Forskot er sjóður sem styður við efnilega íslenska kylfinga. Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Íslandsbanki stofnuðu sjóðinn ásamt Golfsambandi Íslands árið 2012. Markmiðið er að styrkja framúrskarandi kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref út í heim atvinnumennskunnar og stefna á að komast í fremstu röð. Fáðu forskot á mótherjana Ólafía Þórunn Kristinsdóttir STUTTA SPILIÐ Vipp og fleyghögg (pitch) með Ívari Haukssyni PGA golfkennara Það er aldrei of seint að bæta sig í stutta spilinu því það er jú einn stærsti hlutinn af leiknum, ekki satt. Eflaust kunna þetta margir eða alla vega halda það en það eru líka margir sem ekki eru með þessi högg á hreinu né hvernig á að framkvæma þau. Í þessum pistli ætla ég að kenna ykkur á ein- faldan hátt framkvæmd þessara högga. Vipp, fleyghögg (pitch), glompuhögg og pútt eru högg sem tilheyra stutta spilinu. Vipp og fleyg- högg virðast í fljótu bragði vera svipuð í fram- kvæmd en þau eru talsvert ólík og í þessari grein ætlum við að taka fyrir vipp og fleyghögg. VIPPHÖGG Vipp eru högg sem slegin eru í flatarkanti um það bil 5 metra frá og eru notaðar mismunandi kylfur við þessar lengdir. Einnig skiptir máli hvar flaggstöngin er staðsett og hvaða kylfur eru notaðar. Til að ná bestum árangri er þumalputtareglan þessi: Minna boltaflug - minni áhætta. Nota kylfur með minni fláa og rúlla boltanum inn að stönginni. Hitt er auðvitað hægt að gera, nota fleygjárnin og slá hærra högg með minna rúlli en það er erfiðara og meiri líkur á mistökum. Ég persónulega nota alltaf 7-járn þegar ég er í flatarkanti og hef mikið svæði til að vinna með. Eftir því sem ég er lengra frá og þarf að lyfta boltanum meira tek ég kylfur með hærri númerum, 8-9-járn og síðan fleygjárnin. Sandjárnið er síðan flott þegar maður þarf að lyfta boltanum mikið og láta hann stoppa snöggt. Allt snýst þetta um áhættuþáttinn. Miklu meiri líkur eru á mistökum með kylfur sem geta lyft boltanum meira en hinar með minni fláa. Gott er að hafa í huga að þegar flötin hallar niður á við notar maður frekar kylfu með meiri fláa og svo öfugt þegar maður þarf að koma boltanum upp flötina. Fyrst er farið fyrir aftan boltann til að taka miðið um það bil 30-40 cm framan við boltann í sömu stefnu og þú vilt slá boltann. Við stöndum í örlítilli opinni stöðu með fætur saman með litlu millibili til að koma í veg fyrir hreyfingu á okkur sjálfum og til að auðvelda framsveifluna, þyngdin örlítið meiri á vinstri fætinum allan tímann, ekkert vagg frama og til baka með mjöðmum. Við höldum aðeins neðar á gripinu til að hafa meira vald á kylfunni og til að koma í veg fyrir úlnliðahreyfinu, þá höldum við aðeins fastar um kylfuna. Hér er nánast eingöngu axlahreyfing, fram og til baka. Höfuðið þarf að vera beint yfir boltanum og hendur aðeins framan við boltann, setja kylfuna fyrst framan við vinstra lærið, grípa um kylfuna og hafa hana hornrétta við höggstefnu áður en þú grípur um kylfuna. Þegar uppstillingin er klár þá erum við búin að mynda stafinn „y“ með kylfu handleggjum og öxlum. Þessari stöðu þurfum við að halda allan tímann í högginu. Sveifla svo fram og aftur. Þegar við endum höggið þá á kylfu- hausinn að vera tiltölulega nálægt sláttusvæðinu og skaftið á að vísa að jörðinni, ekki fram á við eftir að höggið hefur verið framkvæmt. Ívar Hauksson og Antonio Solano framkvæmdastóri golfvallarins fyrir framan Inter- continental Hótelið á Mar Menor Golf Resortinu þar sem Ívar kennir. Hann hefur verið með golf- ferðir fyrir Íslendinga að undanförnu á Mar Menor Golf Resortið og mun gera það áfram. „Y“ staðan er í gegnum alla sveifluna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.