Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 90

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 90
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 90 Darren Clarke var ekki kátur þegar hann sá mynd af sér á Dunhill Links meistaramótinu í fyrra. „Ég hugsaði með mér...dj...er ég feitur,“ segir Clarke þegar hann rifjar þetta upp. Nokkrum dögum síðar byrjaði hann í æfingum hjá Jamie Myerscough, vinsælum einkaþjálfara í Dublin. Eftir nokkra mánuði var Clarke búinn að léttast um meira en 12 kíló; eftir níu mánuði lýsti hann því yfir að meira en 24 kíló væru horfin, vöðvar væru komnir í staðinn og hann væri kominn í miklu betra form, bæði líkamlega og and- lega. Við ákváðum að biðja Myerscough að upplýsa hvernig þeir fóru að þessu. Hver voru markmið Darrens í upphafi? Það var þrennt sem hann vildi; grenna sig, bæta líkamsástand, einbeitingu og vöðva- styrk og svo að ná betri heilsu. Hvernig áætlun settuð þið upp? Við byrjuðum á því að breyta mataræðinu hjá honum, til að minnka sykurneyslu, því ég vissi að svona breyting myndi lækka insúlín- magnið í blóðinu. Það er lykilforsenda fyrir því að léttast, því insúlínið er hormón sem segir líkamanum að geyma fitu. Ég sagði honum að hætta að einbeita sér að þol- þjálfun og byrja á alhliða líkamsrækt, þar á meðal að lyfta þungum lóðum í 20 mínútur á dag, fjórum til fimm sinum í viku. Darren tekur þetta skipulega; hann einbeitir sér einn daginn að neðri hluta líkamans, næsta dag að brjóstvöðvum og baki, og þriðja daginn að handleggjum og öxlum til dæmis. Bara 20 mínútur á dag? Ef þú ert með gott skipulag þá duga 20 mínútur fyllilega til að ná markmiðinu. Ég mæli heldur ekki með því að kylfingar geri of mikið af þolþjálfun. Í fyrsta lagi skapar slík þjálfun misvægi milli vöðvahópa, í öðru lagi hafa rannsóknir sýnt fram á að sá líkams- massi sem hverfur við þolþjálfun kemur að mestu leyti til vegna minnkandi vöðva- massa og það er ekki gott fyrir kylfinga, því minni vöðvamassi þýðir minni styrkur. Auk þess er erfiðara að búa til kraft og hægja á meltingunni. Hvaða líkamshluta ættu kylfingar að einbeita sér að? Miðhluti líkamans (core) þarf að vera sterkur, en ef ég ætti að velja einn líkams- hluta fram yfir annan, þá væru það fæturnir. Darren gerir réttstöðulyftur og hnébeygjur (squats and deadlifts), og ég veit að Justin Rose talar líka um gagnsemi þeirra. Báðar þessar æfingar eru góðar fyrir kylfinga, því með þeim byggir maður upp styrk í öllum líkamanum, en þó sérstaklega í lærvöðvum, rassinum og mjöðmunum, þaðan sem krafturinn í sveiflunni kemur. Rory McIlroy hefur greinilega verið að byggja upp handleggsvöðvana. Ættum við að gera það líka? Já og nei. Það er mikilvægt að hafa styrk í framhandleggjum til að geta slegið fast niður á bolta sem situr í háu grasi. En ég mæli hins vegar ekki með því að fá of stóra fremri upphandleggsvöðva (biceps), því ef þeir eru of sterkir, þá halda þeir aftur af þríhöfðanum aftan á handleggnum (triceps). Þetta skiptir ekki svo miklu máli í öðrum íþróttagreinum, en í golfi er það þríhöfðinn sem réttir hand- leggina þegar kylfan kemur í boltann. Þess vegna reyni ég að fá mína kúnna til að leggja meiri áherslu á aftari handleggsvöðvana. Hraðinn á snúningi mjaðmanna hefur áhrif á kraftinn í sveiflunni, er það ekki? Hvernig æfir maður þetta? Teygjubönd eru góð leið til þess. Darren festir einn enda teygjubands í hurðarhún til dæmis, heldur í hinn endann og tekur æfingasveiflu. Mótstaðan í teygjubandinu eykur snúningsstyrkinn og þar með kraftinn í gegnum sveifluna. Hvaða önnur ráð áttu fyrir áhugakylfinga sem vilja grennast og slá boltann lengra? Þeir ættu að líta réttum augum á leikfimi fyrir kylfinga. Margir virðast halda að gott líkamsform felist í því að geta hlaupið fimm kílómetra, en það segir ekki alla söguna. Gott líkamsform fer eftir æfingunum sem maður gerir; það að vera í góðu golfformi snýst um að geta tekið þrjátíu til fimmtíu góðar sveiflur í hverjum golfhring. Segðu okkur að lokum eitthvað um æfingar sem fáir kylfingar vita. Karlmenn sem eru orðnir eldri en 27 ára, og konur sem eru eldri en 25 ára tapa um það bil 250 grömmum af vöðvamassa á hverju ári. Það virkar ekki mikið, en ef ekkert er gert til að vega á móti þessu, þá eru 47 ára gamall karlmaður og 45 ára gömul kona búin að tapa fimm kílóum af vöðvamassa á tuttugu árum. Þegar maður gerir sér grein fyrir þessu er auðvelt að skilja hvers vegna eldra fólk slær styttra og hvers vegna það er svo mikilvægt að stunda styrktar- þjálfun til að vinna gegn þessari þróun. Einkaþjálfari Darrens gefur góð ráð ÉG KOM DARREN CLARKE Í GOTT FORM Hér fór Gunnar holu í höggi árið 2004. Eitt fullkomið högg. En það var ekkert vitni. Í 6 ár með upptökuvél og þolinmæðina að vopni hefur Gunnar mætt reglulega á völlinn. Nú vantar bara annað fullkomið högg. ÞOLINMÆÐI BRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN. A L C . V O L . 2.25% W O R L D ’ S B E S T S T A N D A R D L A G E R O K K A R B J Ó R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.