Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 93

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 93
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 93 Snillingur í stutta spilinu DAVE PELZ Hann er fyrrum vísindamaður hjá NASA sem tapaði 22 sinnum fyrir Jack Nicklaus. Núna er hann eftirsóttasti þjálfari í heimi fyrir þá sem vilja ná árangri í stutta spilinu. Skólavist og sæti í golfliðinu í banda- rískum háskóla er fyrir marga fyrsta skrefið í átt að frægð og frama á PGA, mótaröð bandarískra atvinnumanna í golfi. Ekki fyrir Dave Pelz. Hans fjögur ár í golfliði ríkisháskólans í Indiana voru mörkuð vonbrigðum. Tímasetningin var ekki heppileg, því um sama leyti og Pelz kom fram á sjónarsviðið í bandarísku háskólagolfi, var Jack nokkur Nicklaus einnig að marka sér sess; Pelz spilaði gegn Nicklaus í tuttugu og tvö skipti og laut alltaf í lægra haldi. Pelz var reyndar ágætis kylfingur, en útreiðin sem hann fékk hjá Nicklaus sannfærði hann um að það væri skynsamlegra að undir- byggja starfsferil í flugvélaverkfræði en að vonast eftir föstu sæti á PGA mótaröðinni. Þannig fór að snemma á sjöunda áratugnum, eftir að hafa útskrifast með gráðu í eðlis- fræði, endaði Pelz í vinnu hjá Goddard geimrannsóknarstöðinni, að rannsaka loft- hjúpinn á jörðinni og öðrum plánetum fyrir NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Vitandi þennan bakgrunn þá gæti maður haldið að tækifærið til að beita vísindalegum vinnubrögðum á stutta spilið í golfi hafi hvatt Pelz til að feta sig í þá átt. Hið rétta er hins vegar að hann neitaði að gefast upp í viðleitni sinni til að verða betri kylfingur. Pelz hætti hjá NASA árið 1976 og ákvað þá að hefja sínar rannsóknir á golfinu. Hann komst að því að um 65% allra högga í golfi voru slegin innan við 90 metra frá flötinni. Þessi niðurstaða varð síðan grunnurinn að nýjum starfsferli Pelz sem þjálfara í stutta spilinu. Þekking hans leiddi til samstarfs við kylfinga á borð við Phil Mickelson og Colin Montgomerie, útgáfu bókarinnar The Short Game Bible, og þróunar á einstökum pútter með tveimur hvítum hringjum sem hann seldi síðan til Oddisey Golf. Sá pútter
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.