Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 93
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
93
Snillingur í stutta spilinu
DAVE PELZ
Hann er fyrrum vísindamaður hjá NASA sem tapaði 22 sinnum fyrir
Jack Nicklaus. Núna er hann eftirsóttasti þjálfari í heimi fyrir þá
sem vilja ná árangri í stutta spilinu.
Skólavist og sæti í golfliðinu í banda-
rískum háskóla er fyrir marga fyrsta
skrefið í átt að frægð og frama á
PGA, mótaröð bandarískra atvinnumanna
í golfi. Ekki fyrir Dave Pelz. Hans fjögur
ár í golfliði ríkisháskólans í Indiana voru
mörkuð vonbrigðum. Tímasetningin var
ekki heppileg, því um sama leyti og Pelz
kom fram á sjónarsviðið í bandarísku
háskólagolfi, var Jack nokkur Nicklaus
einnig að marka sér sess; Pelz spilaði
gegn Nicklaus í tuttugu og tvö skipti
og laut alltaf í lægra haldi.
Pelz var reyndar ágætis kylfingur, en
útreiðin
sem hann fékk hjá Nicklaus sannfærði hann
um að það væri skynsamlegra að undir-
byggja starfsferil í flugvélaverkfræði en að
vonast eftir föstu sæti á PGA mótaröðinni.
Þannig fór að snemma á sjöunda áratugnum,
eftir að hafa útskrifast með gráðu í eðlis-
fræði, endaði Pelz í vinnu hjá Goddard
geimrannsóknarstöðinni, að rannsaka loft-
hjúpinn á jörðinni og öðrum plánetum fyrir
NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkjanna.
Vitandi þennan bakgrunn þá gæti maður
haldið að tækifærið til að beita vísindalegum
vinnubrögðum á stutta spilið í golfi hafi
hvatt Pelz til að feta sig í þá átt. Hið rétta er
hins vegar að hann neitaði að gefast upp í
viðleitni sinni til að verða betri kylfingur.
Pelz hætti hjá NASA árið 1976 og ákvað þá
að hefja sínar rannsóknir á golfinu. Hann
komst að því að um 65% allra högga í golfi
voru slegin innan við 90 metra frá flötinni.
Þessi niðurstaða varð síðan grunnurinn að
nýjum starfsferli Pelz sem þjálfara í stutta
spilinu. Þekking hans leiddi til samstarfs
við kylfinga á borð við Phil Mickelson og
Colin Montgomerie, útgáfu bókarinnar The
Short Game Bible, og þróunar á einstökum
pútter með tveimur hvítum hringjum sem
hann seldi síðan til Oddisey Golf. Sá pútter