Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 94

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Side 94
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 94 varð síðan einn sá vinsælasti sem settur hafði verið á markaðinn. Pelz ræddi ferilinn og rannsóknir sínar við Tony Dear, blaðamann Golf World, sem heimsótti hann til Austin í Texas, þar sem Pelz er með æfingabúðir sínar. Hvernig myndir þú lýsa þinni nálgun að golfkennslu? Dave Pelz: Margir golfkennarar leiðbeina nemendum sínum út frá því að þeir eigi að vera með eina sveiflu sem virkar á öll högg. Ég er ósammála því. Ég segi að það séu þrjár sveiflur eða þrír hlutar af leiknum sem útheimta mismunandi aðgerðir. Við erum með kraftmiklu sveifluna þegar við erum að reyna að koma boltanum eins langt og við getum. Við erum með stutta spilið þar sem allt gengur út á að stjórna lengdinni sem boltinn fer í hvert skipti, og síðan erum við með púttstrokuna sem útheimtir nánast engan kraft. Mismunandi kröfur þýða ólíkar aðferðir. Hvaðan koma áhrifavaldar þínir? DP: Eðlisfræðikennarinn minn í Indiana sagði mér að ef ég vildi þoka einhverjum fræðum áfram, þá ætti ég ekki að lesa kennslubækurnar, heldur hugsa sjálfstætt og láta ekki kreddur og venjur hafa áhrif á mig. Mínar aðferðir grundvallast auðvitað á vísindalegri hugsun og aðferðafræði, en líka á tilraunum; á þessu byggjast mínar kennsluaðferðir. Er stutta spilið flókið – og ertu kannski ennþá að uppgötva nýja hluti? DP: Sveiflan í stutta spilinu er mun auð- veldari en í kraftmiklum höggum. Maður þarf ekki eins mikinn liðleika eða styrk til að slá högg með fleygjárni eins og með drífara. Á hinn bóginn eru höggin mun fjölbreytt- ari, þannig að þótt kröfurnar beinist ekki að líkamlegri getu, þá þarf hugmyndaflugið og hugsunin á bak við höggin að vera í lagi. Hitt svarið er já, ég er ennþá að læra eitthvað nýtt, því þessi grein kemur manni alltaf á óvart. Ég er orðinn 74 ára gamall og er nánast á hverjum degi að uppgötva nýja hluti um stutta spilið. Hvað er það nýjasta? DP: Núna er ég að reyna að þróa tækni til að slá mjög stutt högg með miklum spuna. Ég er ekki búinn að ná þessu ennþá, en færist nær takmarkinu með hverjum degi sem líður. Hvað er það mikilvægasta í stutta spilinu? DP: Vel útfærð sveifla með 8-járni leiðir venjulega til þess að maður slær gott högg með 8-járni. Í stutta spilinu getur þú slegið höggið nákvæmlega eins og þú ætlaðir, en ef þú klikkar á því að meta rétt legu boltans, eða lendingarstaðinn á flötinni til dæmis, þá er allt eins mögulegt að höggið verði lélegt. Þú verður að æfa þessa hluti; hvernig boltinn bregst við á flötinni, högg frá mismunandi legum, mismunandi boltaflug... Hver er versta klisjan í golfkennslu? DP: Ég held að hugmyndin um „góðar hendur“ sé stórlega ofmetin. Ef fólk sér kylfing sem er góður í stutta spilinu; kylfing eins og Phil Mickelson eða Seve Balleste- ros, þá er alltaf talað um að þeir hafi góðar hendur. En meðalskussar í golfi eru með sveiflu sem byggist allt of mikið á hreyfingu handanna og verða þess vegna aldrei góðir í stutta spilinu. Hvaðan kemur þetta sem kylfingar kalla tilfinningu? DP: Góð tilfinning fyrir höggum kemur að stórum hluta frá því að kenna heilanum hvað muni gerast, áður en það gerist, og líka frá því að losa sig við miklar hreyfingar handanna. Adrenalínið í líkömum okkar hefur áhrif á hendur og fingur í sveiflunni og verður þannig að breytu sem afar erfitt er að hafa stjórn á. Til að þróa tilfinningu þarftu að æfa höggin nógu oft til að vita hvað muni gerast. Það getur þýtt að maður slái eitthvað högg 20 þúsund sinnum. Sumir fá þessa tilfinningu í vöggugjöf og hafa minna fyrir þessu, en í öllum tilvikum útheimtir það mikla vinnu að öðlast góða tilfinningu. Hversu mikilvægt er að beita öllum líkamanum í stutta spilinu? DP: Það er ekki eins mikilvægt og í fullri sveiflu, en þó mikilvægara en margir telja. Fyrir hundrað metra högg er mikilvægt að samhæfa snúning handa og skrokks; þetta högg er ekki framkvæmt með höndunum einum. Er eitthvað eitt sem er öðru fremur mikilvægt fyrir stutta spilið? DP: Að hafa hæfileikann til að taka réttu æfingasveifluna fyrir viðkomandi högg, og geta síðan endurtekið þá sveiflu þegar mikið liggur við.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.