Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 100
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
100
eiga sér stað í þeim 30 sveitarfélögum sem
SNAG er að festa rætur. Oft er samvinna á
milli golfklúbbs, skóla og sveitarfélags sem
stuðlar að samnýtingu búnaðar og kennslu
fyrir mismunandi hópa í viðkomandi sam-
félagi. Golfbúnaðurinn er þá oft staðsettur í
íþróttahúsi staðarins svo auðvelt sé að nýta
búnaðinn fyrir æfingar kylfinga, aldraðra,
fatlaðra, leikskólabarna og fleiri hópa í
samfélaginu auk notkunar í íþróttakennslu
skólans.
SNAG - Hið nýja skólagolf
Í þeim skólum sem SNAG er komið inn
í íþróttakennslu kynnast börnin golfi á
skemmtilegan og öruggan hátt um leið og
þau læra grunnhreyfingar golfsins. Þá kynn-
ast börn golfi á sama máta og þau kynnast
öðrum íþróttum í skólanum. Með SNAG
búnaðinum geta þau einnig leikið sér á skóla-
lóðinni eða í nánasta umhverfi sínu eins og
þau leika sér í fótbolta eða öðrum íþróttum.
Grunnþekking barnanna á golfi er því komin
á sama tíma og grunnþekking þeirra á öðrum
íþróttum. Þetta leiðir til þess að golfið verður
fyrr valmöguleiki fleiri barna þegar þau velja
sér íþrótt til að stunda.
„Mitt mat er það að SNAG búnaðirinn er
framúrskarandi vel hannaður og hugsaður
til að gera golf að hættulausum og stór-
skemmtilegum leik fyrir börn ásamt því
að kenna undirstöðuatriðin í alvöru golfi.
Ásamt því sem búnaðinum fylgja mislitar
keilur sem hægt er að útbúa golfbrautir úr og
um leið kenna reglurnar“.
„SNAG bætti ekki bara golfkennsluna hjá
mér heldur bætti þetta líka vipp tæknina hjá
mér persónulega“.
„Búnaðurinn er sérlega handhægur og
vandaður í alla staði. Kennarinn er fljótur
að setja upp þau verkefni sem ætlað er að
fara í og fljótur að taka saman og ganga frá
að tíma loknum“.
„Krakkarnir urðu strax agaðri og tileinkuðu
sér fljótar góða tækni“.
„Okkur í golfklúbbnum hérna datt ekki í
hug að við gætum verið með golfæfingar yfir
vetrartímann fyrr en við kynntumst SNAG“.
„Þetta er miklu skemmtilegra en ég hélt og ég
þarf ekki einu sinni að fara út á golfvöll til
að æfa mig“.
„Rútínan mín er orðin miklu markvissari
vegna þess að ég skil mikið betur til hvers ég
er að nota hana“.
„Ég lagði mikla áherslu á að tala við börnin
í fáum og skýrum orðum og vera alltaf í
augnhæð við þau við kennslu. Góður agi er
öryggismál og því þarf að gæta að því sleppa
þeim aldrei lausum með kylfurnar heldur
alltaf að láta þau leggja þær inní hringinn
að höggi loknu“.
„Er búin að vera með fólk á öllum aldri og
líka barn með á einhverfurófi. Þetta hentar
öllum, góð samhæfing huga og handar hjá
eldri borgurum og börnum með ADHD“.
„Það er einfaldara að kenna grunnat-
riði golfsins, s.s. grip, uppstillingu og mið í
SNAGi heldur en í venjulegum búnaði“.
„Það er auðveldara fyrir nemandann að fara
inn í endurtekningarferli sem festir hlutina
sem hann var að læra, grip, uppstillingu og
mið“.
„Stutta spilið mitt er orðið einfalt eftir að ég
lærði SNAG“.
SNAG leiðbeinendur hafa meðal annars
kennt golf í leikskólum, íþróttakennslu í
grunnskólum, valáföngum á unglingastigi og
sem íþróttagrein á framhaldsskólastigi. Þeir
miðla þekkingu og reynslu sín á milli og til
nýrra leiðbeinenda í tengslaneti SNAG leið-
beinenda. Hissa ehf. hefur leitt þróunina með
SNAG leiðbeinendunum og þeim stofnunum
sem þeir tilheyra í samvinnu við Golfsam-
bandið, Kylfing, Golfklúbbinn Keili og golf-
kennaraskólann.
Hægt er að fá meiri upplýsingar um SNAG á
Íslandi á heimasíðunni www.snaggolf.is og á
Facebook síðunni „SNAG golf Island.“
UMMÆLI UM SNAG:
Verðandi Snag leiðbeinendur námskeiði
hjá Magnúsi Birgissyni í Hraunkoti.
Eldri borgarar geta farið í
Snag á elliheimilunum.
Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is
Studio 2.0
Verð frá..-
Njóttu tónlistarinnar í ró og næði með
ANC tækninni (Adaptive Noise
Canceling) frá Beats. Þegar þú hlustar
á tónlist þá útilokar ANC-tæknin
umhverfishljóð eftir mismunandi
hávaða og aðstæðum í umhverfinu.
Litir °°°°
Solo2
Verð..-
Solo2 heyrnartólin eru kraftmikil, tær og
færa þig nær þeim gæðum sem
tónlistarmaðurinn vill að þú upplifir.
Litir °°
UrBeats
Verð..-
UrBeats In-Ear heyrnartól, fást í iPhone litunum.
Litir °°°