Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 104

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 104
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 104 Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf? „Ég veit það ekki alveg, enginn í fjöl- skyldunni spilaði golf þannig að þetta voru ekki áhrif frá fjölskyldunni eða vinum. Var í ferðalagi með mömmu minni þegar ég var 2-3 ára og þar sem við vorum var mini golfvöllur sem við gengum fram hjá honum nokkrum sinnum á dag. Alltaf þegar við gengum fram hjá honum byrjaði ég að væla vegna þess að mig langaði svo mikið að prófa. Mamma gafst upp einn daginn og leyfði mér að prófa þó að kylfan væri tvisvar sinnum stærri en ég. Ég mætti svo á mína fyrstu æfingu 6 ára og eftir það var ekki aftur snúið.“ Hvað er það sem heillar þig við golf? „Hversu krefjandi þessi íþrótt er, að það sé allt undir sjálfum þér komið, útiveran og ýmislegt fleira.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu? „Þeir sömu og flestra held ég, fara í háskóla- golfið og reyna að komast eins langt og ég get.“ Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum? „Já, alveg helling.“ Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna? „Mínir helstu kostir eru líklega þeir að ég fæ mikið af fuglum og gefst ekki auðveldlega upp. Mínir helstu gallar eru að ég fæ allt of mikið af sprengjum og skapið getur eyðilagt, það hefur þó verið að batna mikið.“ Hvað ætlar þú að bæta í þínum leik fyrir næsta sumar? „Reyni auðvitað að bæta allt, stefni á að verða mikið stöðugri, fækka lélegu högg- unum sem enda í vítum. Var með allt af mikið af skrömbum sem eyðilögðu annars mjög góða hringi þannig að ég stefni á að fækka þeim.“ Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi? „Þegar ég fór holu í höggi í fyrsta skipti 2009 og að verða klúbbmeistari GA í sumar.“ Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? „Þegar ég var að keppa á stigamóti í Leir- dalnum 2011 lenti ég í því að fá 14 högg á 3. holuna. Tók örugglega svona 40 mínútur að spila þessa holu og hollið á undan mér ábyggilega komið á 6. holu þegar við komumst inn á flötina.“ Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju? Tiger út af öllu sem hann hefur afrekað. Arnold Palmer og Jack Nicklaus út af öllu sem þeir hafa gert fyrir íþróttina. Adam Scott og Louis Oosthuizen af því að þeir eru með fallegustu sveiflur sem ég hef séð.“ Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu? „MA, upp og niður bara.“ Hvað æfir þú mikið yfir vetrartímann? „Eins mikið og ég get, hef ekki verið nógu duglegur undanfarna tvo vetur en ætla að bæta mig í því í vetur.“ Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna? Af þeim sem ég hef spilað er Arcos Gardens í uppáhaldi, án efa flottasti völlur sem ég hef komið á. Líka skemmtilega krefjandi að pútta á flötunum þar vegna þess að þar er bermúdagras. Af völlunum hér heima eru Oddurinn, Korpan og Jaðar í uppáhaldi, finnst þeir mjög flottir. Finnst breytingarnar á Korpunni og Jaðri hafa komið vel út og gert vellina skemmtilegri.“ Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sér- stöku uppáhaldi hjá þér? „Bergvíkin í Leirunni, 17. í Vestmannaeyjum og 18. á Hellishólum, skemmtileg risk/ reward hola, hægt að reyna við grínið í teig- högginu eða leggja upp og eiga þá skemmti- legt pitch eftir.“ Hvaða golfhola á Íslandi er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá þér? „3. holan í Leirdalnum, finnst hún ekki skemmtileg.“ Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér meðtöldum? „Tumi Kúld, tattúið hans er ómótstæðilegt, Tiger og Bubba“ Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf? „Blak“ Staðreyndir: Nafn: Ævarr Freyr Birgisson. Aldur: 18. Klúbbur: GA. Forgjöf: 2,8. Uppáhalds matur: Pasta. Uppáhalds drykkur: Vatn. Uppáhalds kylfa: 54° gráðu fleygjárnið. Ég hlusta á: Allt sem mér finnst gott, Pink Floyd er uppáhalds. Besta skor: Í móti er það -1 (70 högg) á Jaðri. Rory McIlroy eða Tiger Woods? Tiger þegar honum gengur vel, annars Rory svona heilt yfir. Evrópu- eða PGA-mótaröðin? Finnst gaman að horfa á báðar og langar að komast á báðar. Get varla valið, þær eru svo ólíkar. Besta vefsíðan: Facebook, YouTube og Kylfingur. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Besta bókin: Les ekki mikið en af þeim sem ég hef lesið er Hobbitinn ofarlega á þessum lista. Besta bíómyndin: Pulp Fiction. Hvað óttastu mest í golfinu? Veit það ekki alveg, líklega að klúðra góðum hringjum eða mótum á lokasprettinum. Golfpokinn: Dræver: Titleist 913D2 9,5° Brautartré: Titleist 913F 15° Járn: Titleist 714 CB 3-5 járn, MB 7-9 járn. Fleygjárn: Vokey 48°, 54° og 60°. Pútter: Scotty Cameron Studio Select Newport 2. Hanski: FootJoy, Asher. Skór: Adidas Tour 360. Bolti: Titleist ProV1 eða ProV1x, fer eftir aðstæðum. „KLÚBBMEISTARA- TITILLINN Í GA EFTIRMINNILEGASTUR“ UNGUR OG EFNILEGUR Ævarr Freyr Birgisson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.