Golf á Íslandi - 01.12.2014, Qupperneq 112

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Qupperneq 112
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 112 eftir að hafa hampað Rauðvínskönnunni. „Ég þarf ekki að hugsa um að í hverju móti sé ég að verja sætið. Það er vissulega heiður að vera í efsta sæti styrkleikalistans, en maður þarf bara að hugsa um að spila eins vel og maður getur, ekki að einblína á röðina á þessum lista.“ McIlroy hefur einstakan hæfileika til að láta afrek líta út eins og daglegt brauð á golfvell- inum og menn taka eftir því sjálfsöryggi sem einkennir framkomu hans. Jack Nicklaus nefndi þetta í sumar. „He´s cocky in a nice way,“ sagði Jack, og náði þannig fullkomlega að grípa áruna í kringum McIlroy. Rory segist sjálfur trúa því að metnaður hans og einbeiting geti einn daginn komið honum á sama stall og Nicklaus og Tiger Woods. McIlroy er núna skör neðar; hann er þriðji yngsti kylfingurinn til að sigra á þremur af fjórum risamótum golfsins. Þeir tveir sem voru yngri eru einmitt Nicklaus og Woods. „Ég vonast auðvitað til að komast upp að hlið þeirra,“ segir hann. „Ég er aftur búinn að finna ástríðuna í íþróttinni; hún minnkaði svosem ekkert mikið, en þetta er ég að hugsa um þegar ég vakna á morgnana og ég fer að sofa á kvöldin.“ Þegar hann lyfti Rauðvínskönn- unni á Hoylake í sumar, þá varð McIlroy litið á nöfnin sem búið er að grafa í silfur á elsta verðlauna- gripinn í golfi – Watson, Hagen, Player, Hogan, Nicklaus, Woods, Faldo, Ballesteros og mörg fleiri. McIlroy – sem bar höfuð og herðar yfir aðra kylfinga á Royal Liverpool vellinum – gæti risið hærra og náð lengra. „Þetta er alltaf erfitt,“ segir McIlroy, sem leyfir manni aldrei að gleyma því að innst inni er hann hógvær. „Maður reynir sitt ítrasta, en á sama tíma reynir maður líka að láta líta út fyrir að þetta sé ekki mjög erfitt.“ McIlroy segir að leikagi hans á Opna breska hafi sprottið upp úr tveimur lykilhug- myndum sem hann var með í kollinum allt mótið, „skipulag“ og „punktur“. „Þetta var ekki flókið,“ segir hann. „En þetta var málið fyrir mig. Úti á vellinum vildi ég halda mér við skipulagið – hvernig ég lék holurna, og reyndi að hugsa ekki um úrslitin. ´Punktur´ var fyrir mér bara punktur á flötinni sem ég vildi láta boltann rúlla yfir á leiðinni í holuna. Ég var reyndar ekkert að hugsa um að setja púttið niður, hverju það myndi skila mér; ég vildi bara koma boltanum yfir þennan punkt. Ef hann fór í holu, þá fínt. Ef ekki, þá reyndi ég bara aftur.“ McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Muirfield í fyrra, en trúir því að ný afstaða hans til leiksins skýri betra gengi hans í ár. „Haltu áfram að gera það sem þú gerir vel,“ segir hann. En aukið sjálfsöryggi skilar sér á ýmsan hátt, til dæmis í betri teighöggum. Meðallengd teighögga McIlroys í ár er 310,5 jardar, sem er svipað því sem hann sló á leiktíðinni 2012, þegar hann sigraði fjórum sinnum; þar á meðal á PGA meistaramótinu á Kiawah Island vellinum. „Því lengri sem kylfan er, því erfiðara er að slá vel með henni,“ segir McIlroy, sem er í þriðja sæti hvað högglengd af teig varðar, á eftir þeim Bubba Watson og Dustin Johnson. „Þannig að ef ég er að slá vel með erfiðustu kylfunni í pokanum, þá ættu hinar kylfurnar að láta þokkalega að stjórn.“ „Þegar ég slæ vel af teig, þá er ég alltaf að koma mér í stöðu til að slá á pinnann og búa til fuglafæri. Þetta hefur áhrif á allt golfið hjá mér, þannig að ef drífarinn er að virka, þá er líklegra að allt hitt sé að virka vel líka.“ Í sínu besta formi Frammistaða hans á mótum að undanförnu og aukið sjálfsöryggi gefa til kynna að McIlroy sé um þessar mundir í sínu besta formi. „Þetta er mun betra,“ segir hann, þegar hann miðar núverandi form við það sem hann var í árið 2012, þegar hann var efstur á peninga- listum beggja vegna Atlants- hafsins. „Ég hef betri stjórn á boltanum og flugi hans; ég er líka einbeittari úti á velli.“ Einbeiting og form McIlroys er ekki síst Michael Bannon að þakka – manninum sem segja má að hafi þjálfað McIlroy frá því hann var lítill patti í úthverfum Austur-Belfast. „Okkar samband hefur auðvitað þróast og breyst á undanförnum árum,“ segir McIlroy. „Ég er orðinn eldri og reyndari, þannig að við eyðum ekki eins miklum tíma saman og við gerðum. En ég er stundum að hugsa um einhver smáatriði í sveiflunni og þá tala ég við hann; reyndar ekki bara um golf- sveifluna, því Michael þekkir golfið út og inn og við tölum oft saman um leikskipulag, ákveðin högg fyrir ákveðnar aðstæður og slíkt, og þannig hefur okkar samband breyst í áranna rás.“ McIlroy hefur þroskast sem kylfingur á undanförnum árum og geislar af sjálfsöryggi. En hvað með árið í fyrra, þegar naumur sigur á Opna ástralska meistaramótinu var sá eini ÁLITIÐ Það sem bestu kylfingar heims segja um mann- inn á toppnum Tiger Woods: Þegar hann kemst af stað þá virkilega fer hann í gang. Þegar illa gengur, þá gengur virkilega illa. Það er ýmist í ökkla eða eyra, rétt eins og hjá Phil. Svona spilar hann einfaldlega golf. Graeme McDowell Rory sigrar með brautar- höggum. Eftir 340 metra teighögg á miðja braut, þá er auðvelt að klára dæmið. Tiger gat klárað þetta úr erfiðum aðstæðu, og kannski á Rory eftir að sanna að hann geti það líka. Hann er með nægt sjálfsöryggi og það sést einfaldlega á því að ef hann byrjar illa, eða klúðrar einni eða tveimur holum, þá getur hann fengið fugl eða örn á þá næstu. Jack Nicklaus Rory býr yfir ótrúlegum hæfileikum. Ég held mikið upp á sveifluna hans, taktinn og hvernig hann nálgast íþróttina. Hann er sjálfsöruggur og næstum því svolítið montinn, en hann fer vel með það. Svona sjálfsöryggi er gott að sjá í ungum manni. Hann er með ótrúlega hraða sveiflu og slær boltann feykilangt, en þó með miklu öryggi. Gary Player Ef Rory er ánægður og heldur heilsu, þá verður hann næsti maður til að vinna öll risamótin. Ég sagði við hann eftir fyrsta risatitilinn að ég hefði óbilandi trú á honum. Ég tók Alslemm- una þegar ég var 29 ára gamall, þegar ég sigraði á Opna bandaríska meistara- mótinu árið 1965. Á næsta ári verða fimmtíu ár liðin frá því og það væri mjög gaman að sjá Rory klára sína Alslemmu á sama ári og ég fagna þessum áfanga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.