Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 116

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Blaðsíða 116
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 116 Kjartan L Pálsson hélt upp á 75 ára afmæli sitt þann 6. október s.l. á Alicante Husa golfvellinum þar sem hann starfar sem fararstjóri. Í tilefni dagsins var haldið afmælisgolfmót og kom Kjartan með áletraða verðlaunagripi með sér frá Íslandi fyrir þetta mót en á þeim stóð „KLP 75 Spánn 2014“. Kjartan starfar sem fararstjóri fyrir „heldri kylfinga“ á vegum Úrvals/Útsýnar, en við Husa golf- hótelið í Alicante er bráðskemmtilegur völlur sem er hannaður af hinum eina sanna Seve Ballesteros. Afmælismót KLP tókst vel en alls tóku 42 „mörlandar“ þátt eins og Kjartan orðar það sjálfur. „Það var mikið fjör og kátína eins og gerist ávallt í kringum íslenska kylfinga,“ segir Kjartan. Það voru kylfingar frá Vest- mannaeyjum sem sigruðu í bæði karla- og kvennaflokki á þessu 18 holu punktamóti sem fram fór við bestu aðstæður; logni, sól og 25 stiga hita. Kjartan segir að ástandið á „KLP“ á þessum tímamótum sé bara fjandi gott. „Mér fannst ég ekkert vera neitt eldri eftir afmælisdaginn. Ég hef verið að berjast við krabbamein í lunga en ég var skorin fyrir tveimur árum og helmingur af lunganu var tekið. Ég er orðinn góður af því en það er eins og læknarnir hafi skorið eitthvað af „golfbakteríunni“ í leiðinni. Áhugi minn á golfinu sem leik hefur minnkað enda tók í skurðinn þegar ég lék golf lengi eftir aðgerðina. Ég varð að breyta sveiflunni og sú nýja passar ekki nógu vel og það gengur hægt að finna gömlu sveifluna aftur. Það mun koma til baka og næsta takmark er að spila hring á „aldri“ mínum. Möguleikarnir á því ættu að aukast þegar árunum fjölgar en ég þarf að vera dug- legri að spila og æfa mig til þess að ná því.“ Kjartan er einn af frumkvöðlunum í golf- ferðaþjónustu á Íslandi og hefur starfað sem fararstjóri í þrjá áratugi. „Ég var farþegi í fyrstu skipulögðum golferðunum frá Íslandi. Þær voru til North Berwick í Skotlandi og þessar ferðir opnuðu augu margra fyrir ýmsum nýjum hlutum sem hægt var að taka með heim. Ég var síðan fararstjóri í golf- ferðum til Írlands, Spánar, Flórída og Tæ- lands og þetta er búið að standa yfir í 30 ár,“ segir Kjartan en hann bætir því við að margt hafi breyst á þessum tíma. Hefur ekki hugmyndum hve golfferðirnar eru margar „Þetta er allt önnur veröld að vinna í þessu núna en hér áður fyrr. Í fyrstu ferðunum var maður „redda“ rástímum út um allt tveimur dögum áður, og það greiddu allir sjálfir fyrir teigtímana. Ferðalagið var í leigubílum og allt frekar laust í reipunum. Í dag er þetta allt skipulagt með lengri fyrirvara og allt innifalið í „pakkanum“. Það eru allir að reyna að gera betur og betur og þannig verður upp- lifun farþegar skemmtilegri,“ segir Kjartan en hann hefur ekki hugmynd um í hve margar golfferðir hann hefur farið – en þær eru margar.“ Eftirminnilegasta ferðin hjá Kjartani var til Mallorca á Spáni þegar hann fagnaði fimm- tugsafmæli sínu fyrir 25 árum. Skipti út regngallanum fyrir fleiri bjóra „Ég var að vinna hjá Samvinnuferðum – Landsýn á þeim tíma sem almennur fararstjóri. Helgi Jóhannsson, þáverandi forstjóri félagsins, auglýsti vikugolfferð til Santa Ponsa á Mallorca og ferðin seldist upp „SKÁRU ÚR MÉR GOLFBAKTERÍUNA“ - Afrek að vera enn þátttakandi í þessu eftir öll þessi ár segir hinn þaulreyndi fararstjóri Kjartan L. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.