Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 118

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Síða 118
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 118 á hálfum degi. Ég vissi ekkert af þessari ferð fyrr en rétt áður en farþegarnir komu. Í þess- ari ferð var mikið og skrautlegt lið sem fyllti flugvélina. Ég þekkti ekki alla sem komu úr vélinni en margir af þeim urðu miklir vinir mínir og eru enn. Hér á Husa Golf í Alicante eru 4-5 sem voru í þessari afmælis- ferð fyrir 25 árum. Margir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð í golfi og þarna urðu ógleymanlegar uppákomur. Við erum enn að hlæja af sumu sem þarna gerðist. Ég var t.d. minntur á eina sögu í afmælinu núna sem gerðist í þessari ferð. Þá kom einn félaginn til mín á öðrum degi í golfmótinu sem var haldið og spurði mig grafalvarlegur hvort hann mætti taka regngallann sinn úr golf- pokanum. Ég hélt það nú enda glampandi sól og engin rigning í vændum næstu dagana. Þegar ég spurði nánar út í málið fékk ég þetta svar. „Sko, ef ég tek regngallann úr pok- anum, þá kem ég miklu fleiri bjórum fyrir í honum.“ Kjartan segir að hann verð viðloðandi farar- stjórn áfram á meðan einhver not verði fyrir hann eftir öll þessi ár. Þó ég segi sjálfur frá þá finnst mér það bara vera afrek að vera enn þátttakandi í þessu eftir öll þessi ár. Kjartan kynntist golfíþróttinni í kringum árið 1970 þegar hann var á kynningarmóti fyrir íþróttafréttamenn úti á Nesvelli. Á þeim tíma var golfíþróttinni aldrei gerð nein skil á síðum dagblaða en Kjartan vann á þeim tíma á dagblaðinu Tímanum. „Ég smitaðist mjög alvarlega og illa af golfbakteríunni á þessum tíma og flæktist í svo í allt sem viðkom golfinu á Íslandi. Landsliðseinvaldur í mörg ár, formaður Einherjaklúbbsins í 34 ár og stjórnaði Nesklúbbnum í mörg ár, svo eitt- hvað sé nefnt, ég man þetta ekki allt lengur,“ segir Kjartan L. Pálsson. Sex draumahögg og tveir Albatrossar Kjartan var um tíma sá íslenski kylfingur sem oftast hefur farið holu í höggi. Hann hefur afrekað það sex sinnum - og hann lét af formennskunni í Einherjaklúbbnum þegar Björgvin Þorsteinsson náði metinu af honum með sjöunda draumahöggi sínu. Kjartan hefur einnig náð því tvívegis að leika par 5 holu á 2 höggum sem kallast Albatross. „Í fyrra skiptið var það á velli í Frakklandi og ég setti annað höggið ofaní af um 120 metra færi. Upphafshöggið rúllaði endalaust niður brekku og ég hafði heppnina með mér. Í síðara skiptið var ég staddur á Írlandi og þar sló ég annað höggið í stein eða eitthvað álíka því hollið á undan okkur fann boltann ofan í holunni,” segir Kjartan. Verðlaunahafar á afmælismóti KLP 2014 Konur: 1. Katrín Magnúsdóttir, GV 36 punktar. 2. Hólmfríður Þórhallsdóttir, GKj 35 punktar. 3. Bergdís Kristjánsdóttir, GR 34 punktar. Karlar: 1. Kristján Ólafsson, GV 34 punktar. 2. Sigurgeir Steingrímsson, NK 32 punktar. 3. Einar B. Gunnlaugsson, GR 32 punktar. Golf Iceland var með kynningarbás á International Golf Travel Mart IGTM ferðasýningunni sem fram fór á Ítalíu dagana 26.-31. okt. Á þessari árlegu ferðaþjónustu- sýningu kynntu samtökin almennt möguleika til að spila golf hér á landi svo og sérstaklega þjónustu sinna meðlima. Að þessu tóku um 1.100 aðilar þátt en þessi sýning er stærsta sér- hæfða golfferðasýning í heiminum. Þar af voru 600 aðilar sem kynntu sína áfangastaði, heil lönd, ákveðin golfsvæði í heiminum eða einstaka golfvelli fyrir um 350 sérhæfðum söluaðilum golfferða og um 150 fjölmiðlamönnum sem sóttu sýninguna. Samhliða sýningunni fer fram mikil kynning á golfi og ferðaþjónustu svo og alls konar tölfræði og niðurstöðum varðandi ferðahegðun kylfinga. Magnús Oddsson, verkefnastjóri Golf Iceland, sótti sýninguna og sá um kynninguna: „Þarna fáum við margs konar tækifæri til að koma golfi á Íslandi á framfæri. Í fyrsta lagi eru fyrirfram bókuð viðtöl við söluaðila sem áhuga hafa á að kynna sér golf á Íslandi. Í öðru lagi þá eru sérstakar opnar kynningar á áfangastöðum sem eru vel sóttar. Og loks reynum við að koma okkur og okkar efni á framfæri við þá fjölmörgu fjöl- miðlamenn sem sækja sýninguna. Í allri okkar kynningu er lögð áhersla á möguleikana til að spila í okkar einstöku náttúru enda eru vellirnir hluti af henni svo ekki sé minnst á miðnæturgolfið, sem alltaf vekur mikla athygli. Samhliða auknum almennum áhuga á Íslandi,sem áfangastað fyrir ferðmenn hefur áhugi á Íslandi sem golfáfangastað farið vaxandi enda eru söluaðilar golfferða stöðugt að leita að nýjum og „öðruvísi“ stöðum fyrir sína viðskiptavini,“ segir Magnús. Að þessu sinni óskuðu söluaðilar frá alls 14 löndum eftir viðtölum; mismunandi margir frá hverju landi,en mestur áhugi var frá Mið- Evrópu, Bretlandi og Bandaríkjunum auk Norðurlandanna. ÍSLENSKT GOLF KYNNT Á STÆRSTU GOLFFERÐASÝNINGU HEIMS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.