Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 122

Golf á Íslandi - 01.12.2014, Page 122
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 122 Nítján manna hópur Indverja kom til að leika golf á Íslandi í sumar. Allir í þessum hópi áttu það sameiginlegt að hafa aldrei komið til Íslands áður, en á fötulista margra (þ.e. bucket list) var að spila golf á Íslandi, og ekki skemmdi fyrir að hér eru jöklar, heitir hverir og stórbrotið landslag til að skoða í leiðinni. Í þessum hópi voru kylfingar á flestum getu- stigum, allt frá besta kylfingi Indlands upp í fólk sem var með rúmlega 20 í forgjöf. Með í för voru sem sagt þrír af bestu atvinnu- mönnum Indlands í golfíþróttinni, Chikka Rangappa, Angad Cheema og Anirban Lahiri. En af hverju Ísland? Maðurinn á bakvið þessa ferð, Gaurav Shirke frá Nýju-Delhi og eigandi Bentbrass Golf, átti sér þann draum að spila golf á Íslandi eftir að hafa fyrir tilviljun hitt íslenska fulltrúa UN Women í lok október á síðasta ári sem unnu að heimildarmynd um sýruárásir. Sagan segir að Gaurav hafi spurt í hálfgerðu gríni hvort að það væru golfvellir á Íslandi (landið heitir jú Iceland - ólíklegt að hægt sé að spila golf þar ekki satt?). Eftir að hafa fengið önnur viðbrögð við þessari spurningu heldur en hann bjóst við, jók á forvitni hans og hann setti sér það markmið að koma með hóp hingað áður en nýafstaðið Besti kylfingur Indlands í Íslandsheimsókn Nítján manna hópur Indverja lék golf í Brautarholti og í Kiðjabergi: tímabilið væri úti. Tæplega ári seinna kom hópurinn hingað til lands fullur eftir- væntingar að spila golf á bestu golfvöllum landsins sem partur af svokallaðri Bentbrass Experience - sem er golfferð þar sem atvinnu- menn ferðast með almennum kylfingum til framandi golfáfangastaða, spila með þeim, veita þeim ráð og mynda persónulegt tengsl í formi vináttu og virðingar. Upphaflega var áætlunin að dvelja hér á landi í fimm daga og spila þrjá golfhringi, en sökum þess að hópurinn missti af síðasta tengifluginu sínum til Íslands þá styttist ferðin í fjóra daga og ákveðið var vegna veðurs að sleppa síðasta golfhringnum, enda var þeim nánast búið að blása og rigna niður þegar komið var að lokum ferðarinnar. Síðasti dagurinn fór því í óvæntan útsýnistúr um Suðurlandið og vakti það mikla kátínu enda voru flestir dolfallnir yfir fegurð landsins og þrátt fyrir óvenju mikinn blástur og vætu þá fannst flestum það gott frí frá hitanum sem er í Indlandi á þessum tíma ársins. Vellirnir sem urðu fyrir valinu voru Brautar- holtsvöllur og Kiðjabergsvöllur. Einn þeirra, Angad Cheema, var á góðri leið með að setja vallarmet á Brautarholtsvelli þegar hann ákvað að koma sér inn í hlýjuna þegar tvær holur voru eftir - sem sagt ekkert að spá í skorið. Þannig gat hann líka dáðst betur að vellinum og landslaginu og átti hann ekki orð yfir fegurðinni enda búinn að eiga sér þann draum að heimsækja landið eftir að hann sá kvikmyndina „The Secret Life of Walter Mitty“, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Brosti hann hringinn alla ferðina þó að veðurguðirnir hafi ekki beint endurgoldið honum það viðmót, en honum var að eigin sögn alveg sama um slíkt og óskaði hans þess heitast að hafa getað verið lengur og séð fleiri staði og spilað fleiri velli og tóku margir aðrir undir það í hópnum. Þekktastur þessara kylfinga er án efa Anirban Lahiri sem nýverið tryggði sér fullan þátt- tökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi og situr í 70. sæti heimslistans í golfi þegar þetta er skrifað. Stuttu áður hafði hann tekið þátt í PGA risamótinu og British Open og ákvað að slást með í för þrátt fyrir að þurfa að stytta ferðina sökum þess að hann átti að taka við Arjuna verðlaununum af forseta Indlands. Það eru næst mestu heiðursverðlaun sem íþróttamaður getur hlotið í Indlandi. Átti hann mjög erfitt að koma orðum að því hversu fallegir golfvellirnir voru og landslagið í kring, og hversu magnað það var að ganga um götur Reykjavíkur á Menningarnótt og fá beint í æð eftir langt ferðalag þá stemmningu sem var í miðbænum. Þrátt fyrir stutt gaman í frekar slæmu veðri þá er óhætt að segja að allir hafi skemmt sér mjög vel og voru jafn hrifnir af náttúru landsins og fólkinu sem varð á vegi þeirra í þessari ferð. Sérstakar þakkir fær starfsfólk GBR og GKB fyrir afbragðs þjónustu og lið- legheit og það er von margra í þessum hópi að geta heimsótt aftur og þá spilað fleiri golf- velli enda er af nægu að taka í þeim efnum. Heimurinn hefur því stækkað örlítið fyrir þetta fólk enda voru golfvellir á Íslandi ekki til í þeirra huga fyrir ári síðan. Birgir Sverrisson. Anirban Lahiri, besti kylfingur Indverja var ánægður á Íslandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.